Saga - 2011, Síða 41
anir í hvort tveggja, sama hvort um er að ræða fræðilega orðræðu
eða almenna ævisagnaritun. Þó er oft gerður lítill greinarmunur á
þessum tveimur birtingarmyndum manneskjunnar. Það á rætur sín-
ar að rekja til rótgróinnar ímyndar vestrænna nútímasamfélaga um
einstaklinginn sem einhvers konar ósundurskiljanlega frumeind
samfélagsins. Samt er einstaklingurinn aðeins ein tegund persónu-
gervis, þar sem líkaminn og innra sjálfið sitja í öndvegi, settar skör
framar öðrum myndum og eiginleikum persónunnar. Þannig er ein-
staklingurinn eins konar frumímynd kartesískrar tvíhyggju, sem
greinir á milli einstaklings og samfélags á sama hátt og hún aðgrein-
ir menningu og náttúru, efni og hugsun o.s.frv.
Lykilsetning nýaldarspekinnar (e. modernity), „cogito, ergo sum“,
olli grundvallarrofi í fyrri hugmyndafræði með því að upphefja
óhefta hugsun yfir meintar takmarkanir efnisins. Í kjölfar þessa
færð ist áherslan af verufræðilegum hugðarefnum yfir á þekkingar -
fræðilegar spurningar. Þessi kennilegi umsnúningur hefur verið afar
lífseigur. Jafnvel póststrúktúralísk fræði á síðari hluta 20. aldar, sem
lögðu af stað í eldheitri andspyrnu gegn módernismanum, höfnuðu
hinu efnislega með öllu. Efnið var álitið lítið annað en óræður um -
búnaður utan um stöðugt breytilegar merkingar. Hlutir urðu að
myndhverfingum tungumálsins sem velktust um í pólitískri, menn-
ingarlegri og félagslegri orðræðu nútímans. Þá skorti alla stað festu
eða sjálfstæða eiginleika.
Það var helst innan þýskrar og franskrar heimspeki á fyrri hluta
og um miðja 20. öld sem raunveruleg andsvör við þessari hug -
mynda fræðilegu skekkju fæddust, þó að reyndar hafi þau ekki síast
inn í önnur hug- og félagsvísindi fyrr en löngu síðar. Fyrirbærafræði
og verufræði Martins Heidegger olli hér hvað mestum straum-
hvörfum. Í heimspeki Heideggers er lögð áhersla á að veran (eða
„þarveran“ (þ. Dasein) eins og hann skilgreindi hana) sé borin í heim
sem er þegar til. Þarverunni er þannig fleygt inn í veröld sem er
þegar uppfull af öðrum verum, bæði mönnum, dýrum, hlutum og
náttúru. Þessi heimur er þarafleiðandi sam-veröld sem þarveran
deilir ekki aðeins samsíða öðrum heldur í samruna við aðrar verur.
Aðrir eru því ekki þeir sem maður einangrar sig frá, heldur eru Aðrir
einmitt þeir sem maður allajafna aðgreinir sig ekki frá, þeir sem
maður er líka.1
kristján mímisson 41
1 Martin Heidegger, Being and Time (Oxford: Basil Blackwell 1980), bls. 154–155.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:50 AM Page 41