Saga - 2011, Síða 82
Sigurður telur að „þjóðarandinn lýsi sér misjafnlega meðal ólíkra
þjóða; hann ræður allri aðalstefnu í lífi þjóðanna og gjörir hverja
þjóð einkennilega og öðrum frábrugðna. Einkenni þessi í andlegu
lífi þjóðanna, er greinir þær sín á milli, kalla menn þjóðerni.“79 Er
Sigurður útskýrir nánar hugtakið þjóðerni leggur hann áherslu á að
það er „fólgið í öllu andlegu lífi þjóðanna, en er ekki bundið við
málið eitt og bókmenntirnar,“ þótt hann hafi sérstaklega tekið þau
sem dæmi þar sem aðaleinkenni þjóðernis er tungumálið og tján-
ingarform þess; en þjóðerni „kemur einnig fram í öllum störfum og
atgjörðum þjóðanna, í lögum þeirra, tilskipunum, og allri þjóðlegri
háttsemi.“80 Sigurður leggur ríka áherslu á mikilvægi samskipta
þjóða fyrir þjóðerni hverrar um sig. Þjóðarandi einstakrar þjóðar
þrífst best í gagnvirkum samskiptum við aðrar þjóðir. Það er í þessu
ljósi sem við eigum að skilja hugleiðingar höfundar um grísk-róm-
verska sögu, bókmenntir og þjóðareinkenni, en hann tengir íslenskt
þjóðerni og þjóðarmenningu menningu Grikkja og Rómverja.
Mikilvægt er að sérhver þjóð minnist þess að hún er hluti af stærri
heild:
… um leið og hverri þjóð ríður á að muna eptir sjálfri sér, hlýtur hún
einnig að muna eftir öðrum, undireins og hún skoðar gjörðir sínar og
tekur eptir öllu í fari sínu, er henni áríðanda að gefa gaum að lífsleið
annara þjóða. Mannkynið allt er hin mikla þjóð, og hver einstök þjóð
er kvísl eða grein af henni; ósýnileg bönd tengja allar þjóðir saman; …
einsog maður fræðist af manni, … svo er það einni þjóð ætlað að vera
annari til uppfræðingar og eflingar. Af þessu er auðskilið, að það er
fullkominn misskilningur á eðli þjóðernisins, að leitast við að sporna
við öllu útlendu, af því það sé útlent, og byggja út öllu, sem ekki er
beinlínis runnið af þjóðlegri rót; þjóðirnar verða eintrjáningslegar ef
þær einblína alltaf á sjálfar sig en líta ekki til annara; þá fer þeim eins
og þeim manni, sem alizt hefir alla æfi upp í heimahúsum, og aldrei
komið á mannafundi, þær verða sérgóðar og ósveigjanlegar á alla
vegu, og þegar fundum þeirra ber saman við útlendar þjóðir, þora
þær varla að líta upp fyrir feimni og uppburðaleysi. Eigi andi
þjóðanna að geta tekið sönnum þrifnaði og líf þeirra að geta orðið fjöl-
clarence e. glad82
E. Glad, „Trú, hefð og hið nýja samfélag í Kristi. Afbygging þjóðernis, stéttar
og kyns í bréfi Páls postula til Galatamanna“, Glíman 4 (2007), bls. 9–39; og
sami: „Etnísk orðræða og mótun líkamlegrar samfélagsvitundar á upphafs -
árum kristni“, Glíman 7 (2010), bls. 29–62.
79 Sama heimild, bls. 7.
80 Sama heimild, bls. 15. Sbr. bls. 7–15.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:51 AM Page 82