Saga - 2011, Page 130
Sömu sögu er að segja af Keri. Hagnaður þess félags nam rúmum
þremur milljörðum króna 2002, 2,8 milljörðum 2003 en alls 9,2 millj-
örðum árið þar á eftir. Eignir Kers uxu hratt milli áranna 2003 og
2004; fyrra árið námu þær 18,9 milljörðum í árslok en ári síðar 29,8
milljörðum. Þá jókst eigið fé að sama skapi mikið. Það nam 10,2
milljörðum árið 2002, 7,3 milljörðum ári síðar,en alls rétt tæpum 16
milljörðum í árslok 2004. Milli áranna 2003 og 2004 fór eiginfjár-
hlutfall Kers úr 38,7 prósentum í 53,5 prósent.
Egla hagnaðist verulega á kaupunum. Árið 2003 nam hagnaður
Eglu 5,7 milljörðum króna og alls 9,7 milljörðum 2004. Eignir félags-
ins uxu að sama skapi stórkostlega milli þessara ára, fóru úr 14,7
milljörðum í 32 milljarða. Eigið fé nam 10,7 milljörðum króna árið
2003, en í árslok 2004 var það 18,6 milljarðar.96 Eigið fé hélt svo
áfram að vaxa og var orðið 55 milljarðar í árslok 2007. Eignir jukust
stórkostlega á sama tímabili, eins og sjá má á myndriti 5.
Í stjórn Eglu sátu aðeins tveir menn, Ólafur Ólafsson og Finnur
Ingólfsson. Fram að einkavæðingu Búnaðarbankans hafði Finnur
ekki komið nærri íslensku viðskiptalífi að neinu marki, en hann
hafði gegnt stöðu þingmanns og ráðherra árum saman og var þegar
björn jón bragason130
Myndrit 4. Eignir Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga svf. árin 2001–
2004. Heimild: Ársreikningar Eignarhaldsf. Samvinnutr. svf. fyrir árin 2001–
2004.
96 Ársreikningar Eglu hf. fyrir árin 2003 og 2004.
Eignarhaldsf. Samvtr. svf.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 130