Saga - 2011, Side 162
framkvæma hina nýju „samfylkingarstefnu“ sem Stefán var rekinn
fyrir. Brynjólf hafði, þvert á móti, sett ofan í augum margra flokks-
manna á meðan vinsældir Einars fóru vaxandi.33
Enn fráleitari er sú túlkun Þórs að Brynjólfur hafi í raun verið sá
sem stjórnaði stefnu Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins
næstu áratugi, enda hafi hann gert Einar „sér undirgefinn“, eins og
Þór orðar það.34 Atburðarás næstu ára sýnir, svo ekki verður um
villst, að Einar var sigurvegari réttlínutímabilsins, eins og sagnfræð -
ingurinn Árni Snævarr hefur bent á, en Þór gerir nú athugasemd við
þá niðurstöðu.35 Staða Einars innan flokksins styrktist hratt, enda
fór einangrunarsinnum í forustusveitinni óðum fækkandi. Eggert
Þorbjarnarson var kallaður til Moskvu, þar sem hann starfaði á
skrifstofum Komintern á árunum 1934–1937, en þeir Hjalti Árnason
og Jens Figved misstu báðir sæti í miðstjórn flokksins, Hjalti líklega
árið 1935 og Jens árið 1937.36 Þetta sama ár voru vinsældir Einars,
bæði innan flokks og utan, orðnar slíkar að ákveðið var að tefla hon-
um en ekki Brynjólfi fram í efsta sæti á framboðslista flokksins í
Reykjavík við alþingiskosningar árið 1937. Orð Kristins E. Andrés -
sonar, framkvæmdastjóra Máls og menningar og miðstjórnarmanns
í íslenska flokknum, skömmu fyrir kosningarnar segja allt sem segja
þarf um þetta atriði:
Einar hefur vaxið og þroskast með Kommúnistaflokknum. Á tímum
einangrunarstefnunnar reyndist hann hinn þroskaði maður, er aldrei
lét dómgreind sína bregðast. Síðan er Einar lífið og sálin í flokknum,
nýtur hins fyllsta trausts, og flokkurinn vex að áliti og fylgi með geysi -
hraða. […] Eins og Einar er nú lífið og sálin í Kommúnistaflokknum,
þarf hann að verða lífið og sálin í hinum ráðandi stjórnmálum þjóðar-
innar.37
Heimildirnar bera það líka með sér, eins og Þór bendir réttilega á,
að Einar naut almennari vinsælda meðal flokksmanna en Brynjólfur.
Það kom líka í hans hlut að verða kjörinn fyrsti þingmaður íslenskra
kommúnista árið 1937 og taka bæði Brynjólf og Ísleif Högnason,
kaupfélagsstjóra í Vestmannaeyjum, með sér inn á Alþingi sem upp-
skafti ingimarsson162
33 Árni Snævarr, „Flokkurinn og fyrirmyndarríkin“, Liðsmenn Moskvu, bls. 64–67.
34 Þór Whitehead, Sovét-Ísland, óskalandið, bls. 288.
35 Sama heimild, bls. 287 (neðanmálsgrein).
36 Lbs. 26 NF. Gögn Brynjólfs Bjarnasonar. Fundargerð 4. þings Kommúnista -
flokks Íslands 1937.
37 Kristinn E. Andrésson, „Kjósið Einar á þing!“, Réttur XXII:4 (1937), bls. 144.
Saga haust 2011 NOTA_Saga haust 2004 - NOTA 11/24/11 9:52 AM Page 162