Jökull


Jökull - 01.12.2007, Side 108

Jökull - 01.12.2007, Side 108
Ólafur, Guðmundur, Trausti og Gunnbjörn á leið á Kerlingu. – Ólafur Jónsson, Guðmundur Arnlaugsson, Trausti Einarsson and Stefán Gunnbjörn Egilsson. og manni varð heitt af göngunni, fleiri og fleiri flík- ur fóru sína leið í bakpokann. Þegar við komum loks upp í snjó, þar sem átti að nota skíðin, var aðeins ein brekka eftir, en hún var bæði löng og brött, og snjórinn harður í henni, svo að erfitt var að koma skíðum við. Mig minnir að við þyrftum að höggva spor í snjóinn á köflum. Svo þegar upp var komið blasti við okkur stór- fenglegt útsýni. Fjallið er slétt að ofan og þaðan horfir maður niður á nálæg fjöll og fell. Andsvalt norðurkul- ið tók á móti okkur þegar við komum upp á brúnina, svo að ekki var um annað að ræða en að klæða sig hlý- lega aftur. Við spókuðum okkur þarna uppi um stund, borðuðum nestisbita í skjóli vörðu og fórum síðan að huga að niðurgöngu. Ætlun okkar var að halda norður af fjallinu, niður Bónda, Krummana og Súlur, bein- ustu leið til Akureyrar. Fyrsti hluti þessarar leiðar var ekki jafnárennilegur og sú leið sem við höfðum kom- ið að sunnan, því að skafrenningur var efst í brekk- unum upp hlíðina og móti okkur, svo að erfitt var að átta sig á hversu bratt myndi vera. Við lögðum samt í þetta og fórum varlega, misstum sjónar hver á öðrum í skafrenningnum, en við brekkufótinn kom í ljós að enginn hafði týnst. Þá vorum við aftur komnir í sól- skin og sólskinið fylgdi okkur það sem eftir var ferð- arinnar. Nú var öll leið niður í móti og þessi hluti ferðarinnar er einhver þægilegasta skíðaferð sem eg man eftir. Snjóbreiðan var víðáttumikil og auðvelt að velja sér leið þannig að hallinn væri við hæfi, og þá var hægt að láta sig renna áfram fyrirhafnarlaust og á mátulegri ferð. Oft höfðum við verið að príla í Súlum, en þó var óvenjulegt að koma að þeim úr þessari átt: að sunnan og að ofan. Eftir að komið var á Súlumýr- ar fór að minnka um snjó, en þó var auðvelt að finna skíðaleiðmeð því að fylgja dældum og lækjardrögum þar sem enn var snjór. Við gátum gengið á skíðunum alveg niður undir byggð á Akureyri. Það voru heit- ir og mjúkir og þægilega þreyttir menn sem komu til Akureyrar þennan fagra sunnudag, ánægðir og glaðir vegna ferðar sem hafði farið fram úr fremstu vonum. Jæja, gamli góði vinur, svona gæti eg haldið áfram, en þetta er nú þegar orðið langt mál og ein- hversstaðar verður að hætta. Þótt seint sé, vil eg að leiðarlokum þakka þér samfylgdina, og kann það ekki betur en með orðum Stefáns G.: Þá yngist hver vinsemd og velgerð á ný, þá rekst upp hver þökk sem við gleymdum. Vertu svo kært kvaddur, þinn vinur, Guðmundur Arnlaugsson 106 JÖKULL No. 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.