Jökull


Jökull - 01.01.2009, Side 117

Jökull - 01.01.2009, Side 117
Ferðir í Fjöll Suðursveitar uð gróinn og að sama skapi búsældarlegur að enginn trúði því sem þeir sögðu þegar þeir reyndu að lýsa þessu náttúrufyrirbrigði sem þarna er. Lítill vafi er á að ónákvæmar fullyrðingar Sveins Pálssonar um að mennirnir hafi farið með fleipur eitt drógu úr áhuga annara til að kynna sér landfræðilegar aðstæður í fjöll- unum bak við byggðina í Suðursveit. Innan nokkurra áratuga má ætla að Breiðamerk- urjökull hafi hopað svo mikið á þessum slóðum að mögulegt verði að sigla langleiðina að Svöludal og þegar jökullaust verður í botni dalsins og form hans og mikilleiki birtist fólki. Þá verður þessi dalur talinn meðal mestu náttúruundra okkar lands. Sá er þetta rit- ar leit Svöludal fyrst augum haustið 1974. Það haust voru óvenju slæmar heimtur fjár af fjalli, leigði hann sér þá flugvél frá Egilsstöðum og flaug með henni hér um fjöllin vítt og breitt í þeim tilgangi að leita að eft- irlegukindum. Í þessari ferð var flogið tvisvar eftir Svöludal. Vísbendingar eru um að í dalnum sé jarð- hita að finna og ekki skal útiloka að finna megi mann- vistarleifar þegar jökullinn hopar meira á næstu árum. Ekki er útilokað að útilegumannabyggðin sem leiðangurmenn sögðu frá 1793 gæti hafa verið sælu- hús norðlenskra vermanna frá fyrri öldum. Leiðangurinn 1985 Víkjum nú aftur að upphafi þessarar greinar, því enn skal halda á jökul úr Suðursveit og kanna ný lönd. Það er kominn 20. september 1985. Allt er tilbúið til brott- farar, fjórir menn og einn hundur búa um sig í gamla Rússajeppanum og ekið er af stað áleiðis inn í Þröng. Það er staður sunnan undir Fellsfjalli þar sem Breiða- merkurjökull hefur í áranna rás skafið fjallshlíðina og sópað grjótinu í jökulgarða þegar hann gekk fram, en nokkrar sléttar spildur eru milli jökulgarðanna sem verða til þegar jökullinn hopar. Þeir sem hér voru að hefja ferð eru bræðurn- ir, Steinþór Torfason, bóndi á Hala 37 ára, Fjölnir Torfason, bóndi á Hala 33 ára og Zophonías Torfa- son, þá starfsmaður Ísbjarnarins í Reykjavík, síðar skólameistari og kennari við Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu, 29 ára. Fjórði maður er Sigurberg- ur Arnbjörnsson frá Svínafelli í Nesjum, um þessar mundir vinnumaður á Hala, 25 ára. Með í för var hundur sem Krummi hét, nokkuð kominn til ára sinna þegar hér er komið sögu, fundvís á fé með afbrigð- um og glöggur að rata í illfærum klettum eða fjöllum, afbragðs ferðafélagi sem sjaldan reif kjaft eða setti sig verulega á móti ákvörðun okkar hinna ferðafélag- anna. Enn var myrkur þegar við fórum frá bílnum, en farið var að skíma þegar komið var að jökulröndinni. Jökullinn var greiðfær inn á móts við Hellrafjallsnöf. Þegar þangað var komið var sólin farin að skína á fjallatinda og orðið bjart, það var eins gott því hér vor- um við komnir að sprungusvæði sem ekki hafði verið farið yfir í bráðum tvo áratugi. Á loftmyndum mátti sjá aðmeð því að fara dálítið út á jökulinnmátti þræða sig eftir jökulhryggjum milli sprungnanna og þannig tókst okkur að þræða leiðina yfir sprungusvæðið. Það að komast hjá því að þurfa að fara í land af jöklinum við Hellrafjall, stytti leið okkar í átt að Prestfelli um einn til tvo klukkutíma og sparaði ómælda orku. Þeg- ar komið var af sprungusvæðinu var gengið greitt og hlaupið við fót þar sem gott færi var. Jökulvegur frá Þröng og að Prestfelli var um 11– 12 kílómetrar og fórum við þá leið á röskum tveimur tímum. Á móts við sprungusvæðið opnast dalur sem heitir Miðfell, er hann milli Hellrafjalls og Útigöngu- háls, innan viðÚtigönguháls tekur við Fauski og síðan Fauskatorfur. Innsta kennileiti í Fremri Veðurárdal nefnist Beygja. Hér tekur fjallgarðurinn beygju, frá því að stefna í norðvestur stefnir hann í norðaustur og síðan í austur. Þegar komið er inn á Beygju blasir Prestfell við til norðnorðvesturs; þangað eru um tveir kílómetr- ar frá Beygjunni, þar á milli er Innri Veðurárdalur, nær sex kílómetra langur til austurs. Skömmu áður en við komum að Prestfelli tókum við eftir því að jökullinn breyttist frá því að vera skrið- jökull í það að vera líkari hjarnjökli eða smá bland af hvoru tveggja. Við nánari skoðun kom í ljós að við vorum hér að koma á snjóalögin frá vetrinum áð- ur, sem sagt við vorum þarna á mörkum ákomu- og bræðslusvæðis sjálfs skriðjökulsins í um 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Þetta sumar 1985, var heit- ara en næstu tuttugu sumur þar á undan, samt voru mörk bræðslu- og ákomusvæðis þarna aðeins í um 400 metra hæð. Þetta sumar bráðnuðu snjófannir í háfjöll- um sem ekki höfðu bráðnað næstu sumrin þar á undan. JÖKULL No. 59, 2009 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.