Skírnir - 01.09.2003, Síða 149
SKÍRNIR EFTIRMÁLI VIÐ ORÐASKIPTI: TÍU PUNKTAR 375
kenningu, viðurkennir hann að „hægt sé að beita nývæðingar-
kenningunni markvisst, sem kenningu en ekki sem stórsögu
(SGM I, bls. 392).4 Nú ætti satt að segja ekki að þurfa viðurkenn-
ingar við um jafn sjálfsagðan hlut.5 En með hliðsjón af þessu
dæmi fæ ég ekki séð að Sigurður Gylfi hafi efni á að saka mig um
hugtakarugling (SGM I, bls. 397). Stoðar hann lítt að vísa í óbirta
rannsókn til þess að greiða úr sinni eigin flækju (sjá SGM I, bls.
392).
Sá skilningur Sigurðar Gylfa að ég noti „kenningarleg sjónar-
mið“ í svipaðri merkingu og hann leggur sjálfur í „stórsögur“ er
ekki fjarri lagi. 6 Sá er þó munur á að fræðimenn eru sér einatt
fyllilega meðvitaðir um þau kenningarlegu sjónarmið sem þeir
ganga út frá í rannsóknum sínum. Þannig taka fræðimenn í félags-
fræði (og félagssögu) gjarnan mjög meðvitaða afstöðu til þess
hvort þeir kjósa að nálgast viðfangsefni sín út frá t.d. samvirkni-
sjónarhorni eða átakasjónarhorni.7 Á sama hátt hafa margir félags-
sagnfræðingar, sem hallast að átakasjónarmiðinu, í áranna rás
fengið tilefni til að gera upp við sig á mjög meðvitaðan hátt hvort
þeir eigi að taka mið af kenningu Karls Marx eða Max Webers.8 Á
hvaða sveif þeir snúast hefur á hinn bóginn oft oltið á kenningar-
legum sjónarmiðum sem felast í óyrtum, nánast þögulum forsend-
4 Hafa ber hugfast að það er nánast skilgreiningaratriði hjá Sigurði Gylfa að „stór-
sögu“ fylgi sagnfræðingar einatt ómeðvitað, en kenningum beiti þeir markvisst
og meðvitað (SGM I, bls. 395-396).
5 Sem vænta má á gagnrýni á nývæðingarkenningu í sagnfræði og félagsvísindum
sér langa sögu, sjá Hans-UIrich Wehler, Modemisierungstheorie und Geschichte
(Göttingen, 1974); ]. Michael Amer, John Katsillis, „Modernization theory".
Encyclopedia of Sociology. 2. útg., 3. b. Ritstj. Edgar F. Borgatta (New York,
2000), bls. 1883-1888.
6 Sigurður Gylfi kveðst átta sig illa á því til hvers ég vísa með orðunum „kenning-
arleg sjónarmið" (SGM I, bls. 396). Þetta útlista ég þó neðanmáls, sjá LG, bls.
465. Um merkingarmun á „kenningu“ og „kenningarlegum sjónarmiðum" (the-
oretical approaches/perspectives), sjá Anthony Giddens, Sociology. 3. útg. (Ox-
ford, 1997), bls. 575-579.
7 Sjá t.d. Giddens, Sociology, bls. 561-575.
8 Sjá t.d. Christopher Lloyd, Explanation in Social History (Oxford, 1986), bls.
278-312; Miles Fairburn, Social History. Problems, Strategies and Methods
(New York, 1999), bls. 235 o.áfr.; Philip Abrams, Historical Sociology (án út-
gáfustaðar, 1982), bls. 32-107.