Skírnir - 01.09.2003, Page 220
446
ÁLFRÚN GUNNLAUGSD ÓTTIR
SKÍRNIR
í þessum hluta ritsins tekst Birnu ef til vill síst að tefla fram hugmynd-
um sem hverfast um skapandi mörk. Brennandi þrá eftir fegurð sem
byggist á trú, eða upphafinni leit að henni, stangast að vísu á við guðlausa
og efnislega fegurðarþrá nútímamannsins, hvort sem um er að ræða í lífi
eða list. Siðfræðin í fagurfræði Guðbergs snýst örugglega ekki um fagurt
líf og eftirsóknarvert, öllu heldur um að njóta þess að vera í heiminum og
umbreyta því að lifa í áþreifanlega tilfinningu í list. Slík hugsun er kannski
einum of fjarri þeim Plotínosi og Ágústínusi.
Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma eftir Guðberg er að sögn
Birnu kveikjan að riti hennar, og er því það skáldverk Guðbergs sem
gengið er útfrá og sameinar flesta af þeim fagurfræðilegu þáttum sem um
er fjallað, og ekki síst ástina. En eins og áður sagði gengur Birna í riti sínu
útfrá hugtökunum fegurð, ást og trú. Þeim er svo tengd hugmyndin um
leit og möguleika þá sem hún býður upp á. Leit dagbókarskrifarans í
Kvöldu ástinni, leit persónunnar Constantins í verki Kierkegaards End-
urtekningunni, og svo sögumanns í skáldsögu Blanchot Dauðadómurinn,
leiðir ekki til fundar á einhverju eða niðurstöðu. Það upplýkst enginn
sannleikur fyrir lesendum þessara þriggja verka. Þau eru frá mismunandi
tímaskeiðum, en nálgast samt hvert annað á hliðstæðum forsendum, og
mynda að þessu leyti mörk, ekki aðeins vegna leitarinnar, heldur er um að
ræða tilraun höfundanna þriggja til að skoða manninn með tilliti til hins
óræða, hins óræða í lífi, ást og ekki síst skáldskap.
Kvalda ástin er ekki aðeins á dagskrá í riti Birnu í tengslum við um-
fjöllun um ást heldur einnig trú, og kemur á óvart sú fullyrðing hennar að
í skrifum Guðbergs sé vandi trúarinnar áþreifanlegt viðfangsefni (bls.
132). En hún færir rök fyrir því, enda teflir hún fram þverstæðum í því
augnamiði að nálgast það sem hún kallar þverstæður tilvistarinnar í fag-
urfræði Guðbergs, og varðar einkum samband trúar og ástar. Að áliti
Birnu hefur enginn skrifað á jafn ástríðufullan hátt um vanda kristninnar
og órjúfanlegt samband trúar og lífs og Soren Kierkegaard. í verki sínu
Uggur og ótti setji hann sig í spor Abrahams daginn sem hann gekk upp
á íjall í Móríalandi með fórn sína, soninn ísak, sér við hlið. Og um leið
vakni spurning um ábyrgð. Kierkegaard ráðleggi samtímamönnum sínum
að óttast þverstæðuna í lífi Abrahams sem þarna opinberist, hann sé
reiðubúinn að deyða það sem honum er kærast á altari einhvers sem sé
honum æðra. Ég skil það svo að hér sé á ferð hið fræga „stökk“ Kierke-
gaards yfir í trúna, sem frönskum existentialistum var í nöp við og álitu
vera flótta frá lífinu sjálfu og þar af leiðandi óheilindi. Nú mætti ætla að
Uggur og ótti Kierkegaards hefði heldur lítið með Kvöldu ástina hans
Guðbergs að gera, því að persónur þeirrar sögu hafa ekki trú til að bera.
En Birna er þeirrar skoðunar að hafi dagbókarskrifarinn í Kvöldu ástinni
einhverja trú, sé það trú á líkamann sem standi ofar þeirri kristnu sem
haldi við klofningnum andi og líkami. Dagbókarskrifarinn skapi ást sína