Skírnir - 01.09.2003, Page 252
478
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
SKÍRNIR
hörku öllum kvenleikakóðum og vöruvæðingu karlveldis og kapítalisma
sem hneppti konur í fjötra. Þær voru sjálfar kallaðar „mussukonur".
Þriðju bylgju femínistar hafa annað viðhorf til tískunnar og sjá ekkert at-
hugavert við að njóta hennar. Þær hafa verið kallaðar „varalitsfemínistar"
eða „stílflakkarar" (style nomads) en kæra sig kollóttar og hafna því að
klæðaburður segi í eitt skipti fyrir öll til um kynferði. Lesbískir þriðju
bylgju femínistar ganga enn lengra og vilja ekki taka upp hina gagnkyn-
hneigðu tísku, segir Clark, heldur móta tískuna í samræmi við sína
samkynhneigðu menningu sem ögrar staðalímyndum kynjanna og teflir
fram öðruvísi kynjaímyndum. Þær leiki sér með „butchtýpur" og hafi
búið til tísku í kringum þetta. Og nú hefur skotið upp kollinum svoköll-
uð „gagnkynhneigð lesbísk og hommakynhneigð" sem slær tvær flugur í
einu höggi; selur hommum vöruna og lætur þeim gagnkynhneigðu finn-
ast að þeir séu umburðarlyndir og sitji ekki einir að öllum völdunum.
„Að breyttu breytanda er hægt að segja með Foucault að það séu neyt-
endamiðaðir fjölmiðlarnir en ekki ríkið, kirkjan eða vísindagreinarnar
sem séu áhrifaríkasta aflið til að skapa og halda utan um sjálfsmynd og
þrár mannanna.“71 Fred Fejes segir líka að lesbíur og hommar verði að
vera sérstaklega á verði svo að þau ofurselji sig ekki auglýsendum og dragi
upp mynd af svo hamingjusömu og fögru fólki í málgögnum sínum að til
verði ný stöðlun á þrám og sjálfsmynd samkynhneigðra sem enginn geti
samsamað sig.
Eitt dæmi um þetta gæti verið framhaldsmyndaflokkurinn L.A. Law
sem átti vinsældir sínar á níunda áratugnum ekki minnst að þakka um-
burðarlyndi þáttarins gagnvart alls konar minnihlutahópum og frjáls-
lyndum viðhorfum. Meðal annars skartaði þáttaröðin íðilfögrum lesbísk-
um lögfræðingi sem hét C.I. Lamb. Það vakti mikla hrifningu lesbía, sem
hylltu þáttaröðina, en þegar hlutverk lesbíunnar er greint eftir á kemur í
ljós hve tvírætt og vafasamt það var. Hún er í hópi aðalpersóna í fjórðungi
þáttanna en það var u.þ.b. þriðjungur þáttaraðarinnar. Einu sinni sést hún
kyssa konu í þrjár sekúndur en fegurst og mest tælandi verður hún í
tveimur síðustu þáttum sínum, þar sem hún fellur fyrir karlmanni og tek-
ur upp samband við hann.72 Trúlega hefur framleiðandinn teygt sig jafn
langt og lágmarksumburðarlyndi áhorfenda leyfði.
Það er ákaflega mikilvægt fyrir þriðju bylgju lesbíur að gera sér grein
fyrir því að þær eru markhópur sem tískuiðnaðurinn er að reyna að ná í
og valdið sem felst í því að breyta staðalímyndunum getur verið tvíbent.
Ef tískuiðnaðurinn tekur upp og vöruvæðir brandara, smekkleysur og
71 Fejes 2002, 207.
72 Rosanne Kennedy: „The Gorgeous Lesbian in L.A. Law: The Present
Absence?" í Charlotte Bransdon, Julie D’Acci, Lynn Spigel (ritstj.): Feminist
Television Criticism. A Reader, Oxford University Press, Oxford 1997, 318.