Breiðfirðingur - 01.04.1945, Page 81
BREIÐFIRÐINGUR
79
ur frá þvi GuSmundar hafSi veriS vitjaS, aS húsfreyjuna
í Bjarnarliiifn fór aS dreyma GuSmund alleinkennilega
og gekk svo nótt eftir nótt. LagSi hún þá svo fyrir, aS
vitja skyldi Guðmundar, og var það gert.
Þegar sendimennirnir komu i eyna, hröðuðu þeir sér
Útsýni af MáfahliS.
Ljósm.: Þórarinn SigurSsson.
til kofans, sem Guðmundur liafðist við í. En þar var ekki
auðhlaupið að, því að dyrnar voru liarðlæstar. Þegar þeim-
að iokum heppnaðist að komast inn, hlasti við ófögur sjón.
Guðmundur iá þvert yfir rúm sitt og var örendur. Yið
lilið sér hafði hann stóra öxi, og var önnur liöndin stirðn-
uð um skaftið. Allt lauslegt hafði hann horið að liurð-
inni, og þar á meðal litla eldavél, sem var í kofanum..
Lik Guðmundar var þegar flutt í land. Voru margar
getgátur að því leiddar, hvað valdið liefði dauða hans.
Margir héldu, að sjóskrímsli eða draugur liefði orðið lion-
um að bana. Enginn fékkst til að vera í eyjunni eftir-
þennan atburð, og var því allt lifandi og dautt flutt í land^