Breiðfirðingur - 01.04.1950, Qupperneq 44
42
BREIÐFIRÐINGUR
efa eru bæði ræktunar- og beitarskilyrði til þess, að auka fjárstofn-
inn verulega fram yfir þá tölu, sem hæst hefur verið í landinu
áður.
Með tilliti til þessara aðstæðna, má telja að landbúnaðurinn
ætti að geta veitt því fólki búrekstraraðstöðu, sem árlega bætist
við í sveitunum, svo að þetta fólk þurfi ékki að sækja lífsafkomu
sína til bæjanna, sem væntanlega fá nægjanlega margar starf-
andi hendur frá þeirri fólksfjölgun, sem verður í bæjunum sjálf-
um.
Samkvæmt manntalsskýrslunum 1949, þá hefði eðlileg fólks-
aukning í sveitunum átt að vera um 740 manns. Vegna hinnar
miklu fækkunar fólks sem hefur orðið á heimilunum væri æski-
legt að heimilisfólkinu gæti fjölgað. Fólksfæðin á einstökum
heimilum veldur öryggisleysi um að nauðsynlegustu bústörf
verði leyst af hendi þegar aðeins verður að treysta á húsbænd-
urna eina til að annast öll bústörf. Aukin tækni getur bætt að-
stöðuna, en öllum vélknúnum tækjum þarf að stjórna og einyrk-
inn er alltaf í nokkurri hættu með búrekstur sinn, ef hann verð-
ur frá verki skemmri eða lengri tíma af veikindum eða öðrum
ástæðum.
Einyrkjaaðstaða í dreifbýli er af þessari ástæðu einni var-
hugaverð, verði ekki hjá einyrkjabúskap komizt, þá er slík að-
staða skárri í þéttbýli, þar sem samhjálp er framkvæmanlegri
af hálfu nábýlismanna.
Ef ný heimili ættu að taka á móti eðlilegri fólksfjölgun er
verður árlega í sveitunum sjálfum þá þarf byggðin að aukast um
120 býli á ári miðað við að fólkstala væri 6 manns á býli.
Landbúnaðurinn hefur í þúsund ár verið höfuðatvinnuvegur
þjóðarinnar. Allan þann tíma var hann rekinn með frumstæð-
um hætti, en þjóðin hagnýtti þó þau lífsskilyrði, sem sveitirnar
höfðu að bjóða. Er það þá vansalaust, að þá er þekking og tækni-
hjálp gerir landbúnaðarstörfin auðveldari, þá hverfi meginþorri
hinnar uppvaxandi kynslóðar frá jörð þeirri er fóstraði feður
þeirra og mæður.
Hér er enginn einn um sök, og utanaðkomandi áhrif tveggja
heimsstyrjalda, hafa skapað hina tímabundnu örðugleika fyrir