Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 70
Séra Jón Thorarensen:
Skinnklæði
Skinnklæðagerðin var alíslenzk iðn. Skinnklæði voru saumuð
úr þrenns konar skinnum: sauðskinni, kálfskinni og hrosshám.
Hver sjómaður hafði venjulega tvær brækur, einn skinnstakk,
eina sjóskó og sjóhatt.
I skinnstakka var haft skinn af veturgömlu fé og ám. I skinn-
stakkinn fóru fjögur skinn; eitt í bakið, annað að framan, og sitt
skinnið í hvora ermi. Voru hálsarnir á skinnunum látnir snúa
upp á skinnstakknum bæði á bak- og fyrirskinni og ermum.
Stakkar og brækur skiptust í þrjár tegundir eftir breyting-
unum á saumum og sniði.
Elztur var svokallaður hempuskinnstakkur. Fóru þá tvö ær-
skinn í bak og fyrir og eitt í hvora ermi. Saumar ermanna voru
neðan á þeim. Hálsar skinnanna vissu allir upp. Var þeim brett
upp á sig og saumaðir fastir. Mynduðu þeir hálsborgina. En
í gegnum hana var dregið band til þess að draga hálsmálið
saman. Ganga endar þess gegnum beina sylgju, sem er framan
á, og er þar hnýtt að. Undir höndunum ná boðangarnir ekki
saman, er þar því á milli þeirra saumuð mjó ræma, sem nefn-
ist hliðargeiri.
Laskaskinnstakkur var af sömu gerð, nema ermarnar. Saum-
arnir voru þá ofan á ermunum, en hálsar ermaskinnanna gengu
upp undir handarkrika, en ofan frá hálsmáli og niður að öln-
bogabót var settur tigulmyndaður auki yfir axlirnar, laskinn.
Vatnsfaraskinnstakkur var sú gerð kölluð, sem var yngst. Saum-
arnir voru ofan á ermunum, en á öxlunum voru saumaðar nið-
ur blöðkur, og urðu ermarnar þar tvöfaldar. Þetta var bæði til
prýði og hlýfði við shti, þar sem fiskburður var á seilarólum.
Bakstykkið var breiðara en framstykkið. A þeim var einnig kragi