Breiðfirðingur - 01.04.1950, Síða 72

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Síða 72
70 BREIÐFIBÐINGUR úr ull eða hrosshári hafðar brókinni til hlífðar innan undir skón- um. Sjóskór voru fyrrum úr íslenzku nautsleðri, en síðar úr út- lendu sútuðu leðri. Á þeim var hvorki tásaumur né hælsaumur, svo að snjór eða vatn hlypi jafnóðum úr þeim. Þvengirnir voru fyrrum úr hrosshári, því að hrosshár fór bezt með skinn, en síðan kom mjór kaðall eða snæri í þá eins og önnur bönd. Karlmenn saumuðu ávallt skinnklæðin og tóku mál af þeim, er þeir saumuðu á. Nálarnar voru smíðaðar á heim- ilunum, þráðurinn var úr íslenzku togi, nálunum ýtt í saumana með íslenzkri björg, þar til gerðum leðurhólk, og þær dregnar út með leggjartöngum, samanbundnum með skinnþveng á leggj- arliöfðum. (Þetta voru sauðalangleggir). Skinnklæði voru fyrr- um saumuð við ljós frá lýsislömpum. Á vetrar löngu vökunum var oft setið við skinnklæðasaum undir þjóðsagnalestri og rím- úm. Allt var íslenzkt, eins og nöfnin sýna: stakkur, brók, háls- borg, sylgja, líftygill, bróklindi, setskauti. Menn voru friðhelgir í skinnklæðum, og mátti hvorki taka þá fasta né birta þeim stefnu. Það þótti þess vegna fyrirlitlegt, ef menn fóru illa með skinnklæði sín eða voru sóðar með þau. Eitt það fyrsta, sem unglingum var kennt, var að fara vel með þau, hirða þau og hreinsa, hvenær sem frátök urðu, og gæta þess, að þau væru lýsisborin. Oft voru þau hengd upp í eld- húsin hrein og lýsisborin, því að reykurinn var talinn festa lýs- ið betur í skinninu. Nú eru skinnklæði að hverfa, eða þau eru alveg horfin, en minningin lifir um þá tíma, er notað var allt það, er íslenzkt var, til þess að þjóðin bjargaðist sem bezt, bæði á sjónum og í sveitinni. Skrásett í Hruna sumarið 1936 eftir frásögu Odds Odds- sonar fræðimanns á Etjrarbakka. Lesendur Breiðfirðings, sérstaklega undir Jökli og annars stað- ar í byggðum Breiðafjarðar, eru góðfúslega beðnir að senda rit- stjóra Breiðfirðings athugasemdir sínar, ef þeir þekkja önnur nöfn eða fleiri, á einstökum hlutum skinnklæða, en hér eru talin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Breiðfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.