Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 72
70
BREIÐFIBÐINGUR
úr ull eða hrosshári hafðar brókinni til hlífðar innan undir skón-
um.
Sjóskór voru fyrrum úr íslenzku nautsleðri, en síðar úr út-
lendu sútuðu leðri. Á þeim var hvorki tásaumur né hælsaumur,
svo að snjór eða vatn hlypi jafnóðum úr þeim.
Þvengirnir voru fyrrum úr hrosshári, því að hrosshár fór bezt
með skinn, en síðan kom mjór kaðall eða snæri í þá eins og
önnur bönd. Karlmenn saumuðu ávallt skinnklæðin og tóku
mál af þeim, er þeir saumuðu á. Nálarnar voru smíðaðar á heim-
ilunum, þráðurinn var úr íslenzku togi, nálunum ýtt í saumana
með íslenzkri björg, þar til gerðum leðurhólk, og þær dregnar
út með leggjartöngum, samanbundnum með skinnþveng á leggj-
arliöfðum. (Þetta voru sauðalangleggir). Skinnklæði voru fyrr-
um saumuð við ljós frá lýsislömpum. Á vetrar löngu vökunum
var oft setið við skinnklæðasaum undir þjóðsagnalestri og rím-
úm. Allt var íslenzkt, eins og nöfnin sýna: stakkur, brók, háls-
borg, sylgja, líftygill, bróklindi, setskauti.
Menn voru friðhelgir í skinnklæðum, og mátti hvorki taka
þá fasta né birta þeim stefnu. Það þótti þess vegna fyrirlitlegt,
ef menn fóru illa með skinnklæði sín eða voru sóðar með þau.
Eitt það fyrsta, sem unglingum var kennt, var að fara vel með
þau, hirða þau og hreinsa, hvenær sem frátök urðu, og gæta
þess, að þau væru lýsisborin. Oft voru þau hengd upp í eld-
húsin hrein og lýsisborin, því að reykurinn var talinn festa lýs-
ið betur í skinninu.
Nú eru skinnklæði að hverfa, eða þau eru alveg horfin, en
minningin lifir um þá tíma, er notað var allt það, er íslenzkt
var, til þess að þjóðin bjargaðist sem bezt, bæði á sjónum og í
sveitinni.
Skrásett í Hruna sumarið 1936 eftir frásögu Odds Odds-
sonar fræðimanns á Etjrarbakka.
Lesendur Breiðfirðings, sérstaklega undir Jökli og annars stað-
ar í byggðum Breiðafjarðar, eru góðfúslega beðnir að senda rit-
stjóra Breiðfirðings athugasemdir sínar, ef þeir þekkja önnur nöfn
eða fleiri, á einstökum hlutum skinnklæða, en hér eru talin.