Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 73

Breiðfirðingur - 01.04.1950, Page 73
Guðrún Pétursdóttir - MINNING - „Enginn getur þinnar þreytu þunga lagt á vogarskál, enginn getur andvökurnar álnað — það er vonlaust mál.“ G. Fr. Hlutskipti manna er með ýmsum hætti. — Nokkrir virðast fædd- ir til þess að lifa við auð og ánægju frá vöggunni til grafarinn- ar. Ský dregur ekki fyrir sólina á þeirra hamingjubraut. Öðrum er lífið svo andstætt, að helzt virðast þeir fæðast til þess að fara alls á mis, ef hægt er að taka svo djúpt í árinni um tilveruna. Skugginn og skorturinn er þcirra hlutskipti. Og þetta virðist ekki fara eftir neinskonar atgjörfi. Gæfusmíð- in virðist mönnum ekki sjálfráð. — — Aftan úr blárri bernsku minnist ég ljóshærðrar, laglegrar konu, sem bjó í litlu herbergi í vesturendanum á gömlum torf- bæ, þar sem glugginn var nær því sokkinn ofan í tóftina og grasið teygði sig upp með rúðunum á sumrin. — Þar hét Beykis- hús í Flatey, og er nú löngu fallið. — Til hennar kom ég oft, þeg- ar ég fór í kaupstaðinn með föður mínum. Guðrún hét hún, Pétursdóttir, og var ekkja, fátæk eins og allar ekkjur voru þá. Maður hennar hafði heitið Þórður Sigurðsson, og missti Guðrún hann eftir skamma sambúð. En dóttur átti hún unga, er fyrir þeim raunum varð í barnæsku að missa mátt úr báðum fótum. Hún bjó í Beykishúsinu með móður sinni. Sá er illa kominn sem misst hefur fótanna svo, að ekki verður stigið í þá framar og hlutskipti dótturinnar var það, að liggja löng- um í rúmi sínu eða skríða á gólffjölunum við fætur móður sinn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.