Breiðfirðingur - 01.04.1950, Side 73
Guðrún Pétursdóttir
- MINNING -
„Enginn getur þinnar þreytu
þunga lagt á vogarskál,
enginn getur andvökurnar
álnað — það er vonlaust mál.“
G. Fr.
Hlutskipti manna er með ýmsum hætti. — Nokkrir virðast fædd-
ir til þess að lifa við auð og ánægju frá vöggunni til grafarinn-
ar. Ský dregur ekki fyrir sólina á þeirra hamingjubraut.
Öðrum er lífið svo andstætt, að helzt virðast þeir fæðast til
þess að fara alls á mis, ef hægt er að taka svo djúpt í árinni um
tilveruna. Skugginn og skorturinn er þcirra hlutskipti.
Og þetta virðist ekki fara eftir neinskonar atgjörfi. Gæfusmíð-
in virðist mönnum ekki sjálfráð. —
— Aftan úr blárri bernsku minnist ég ljóshærðrar, laglegrar
konu, sem bjó í litlu herbergi í vesturendanum á gömlum torf-
bæ, þar sem glugginn var nær því sokkinn ofan í tóftina og
grasið teygði sig upp með rúðunum á sumrin. — Þar hét Beykis-
hús í Flatey, og er nú löngu fallið. — Til hennar kom ég oft, þeg-
ar ég fór í kaupstaðinn með föður mínum.
Guðrún hét hún, Pétursdóttir, og var ekkja, fátæk eins og
allar ekkjur voru þá.
Maður hennar hafði heitið Þórður Sigurðsson, og missti Guðrún
hann eftir skamma sambúð. En dóttur átti hún unga, er fyrir
þeim raunum varð í barnæsku að missa mátt úr báðum fótum.
Hún bjó í Beykishúsinu með móður sinni.
Sá er illa kominn sem misst hefur fótanna svo, að ekki verður
stigið í þá framar og hlutskipti dótturinnar var það, að liggja löng-
um í rúmi sínu eða skríða á gólffjölunum við fætur móður sinn-