Breiðfirðingur - 01.04.1950, Síða 81
BKEIÐFIRÐINGUR
79
Foreldrar mínir bjuggu góðu búi á Leikskálum í Haukadal,
og áttu 14 börn, 7 stúlkur og 7 pilta. Allir þessir forfeðúr mínir,
sem hétu á víxl, Þorvarður og Bergþór bjuggu á Leikskálum í
meir én tvær aldir. Nú er jörðin farin úr ættinni.
Faðir minn Þorvarður Bergþórsson var duglegur bóndi og
átti margar skepnur. Að jafnaði 7 kýr, 500 til 600 fjár og 12 full-
orðna hesta, þar af voru venjulega 2 reiðhestar. Hann byggði upp
bæinn og öll peningshús á Leikskálum. Hann var hreppstjóri og
sýslunefndarmaður í mörg ár og réð mestu í hreppnum. Hauk-
dælum þótti gott að leita ráða til hans, því að hann þótti ráð-
hollur, þegar til hans var leitað.
Störf móður minnar voru aðallega bundin við heimilið og
börnin. Hún var trú meðhjálp manni sínum, alúðarrík móðir
barna sinna og umhyggjusöm húsmóðir á heimilinu. Hún var
hjálpsöm og kærleiksrík við fátæka, sem leituðu hjálpar hennar.
Þungbærar lífsraunir urðu hlutskipti hennar, en hún var vel
gefin og lét ekki lífsbölið yfirbuga sig. Hún var svo trúuð og
vönduð, að hún mátti ekki vamm sitt vita. Nú lifir hún sæl hjá
guði.
Kristvarður Þorvarðsson
lin Jörlagleði
í þætti Kristvarðar Þorvarðssonar, sem prentaður er hér að
framan, er minnzt á Jörfa í Haukadal og Jörfagleði. Víða er í
þessa „gleði“ vitnað, þegar minnzt er á siðleysi og lausung fyrri
alda.
Ólafur Davíðsson hefur í bók sinni „Um víkivaka og víki-
vakakvæði“, sem gefin var út í Kaupmannahöfn 1894, skrifað um
þessar fornu samkomur, sem nefndar voru „gleðir“. — Væri
það verkefni fyrir ungan fræðimann að byggja á þeirri undir-
stöðu og öðrum heimildum og semja rit um þessar þjóðlegu
skemmtanir miðaldafólksins, sem nefndust einu nafni „gleðir“.