Bókasafnið - 01.07.2018, Qupperneq 10
10 Bókasafnið
efnið höfðar til mjög margra. Söfn sem þessi eru afsprengi
Open Access hreyfingarinnar, þó það hafi kannski ekki
almennt verið vitað þegar Skemmunni var komið á fót.
Þegar íslenskir vísindamenn tóku að birta í opnum aðgangi,
var farið að huga að því hvar ætti að vista greinarnar. Margir
háskólar erlendis eru með þetta allt í einu kerfi, en af því
að Skemman var rekin á landsvísu, þá þótti eðlilegra að
nemendaritgerðirnar væru á einum stað, en doktorsritgerðir
og ritrýndar greinar á öðrum stað, í Opnum vísindum, sem
einnig er á landsvísu. Næsta skref er svo að huga að varð-
veislu opinna rannsóknargagna, sem verða til í rannsóknun-
um og aðgengi að þeim.
Þá hefur í mörg ár staðið yfir umræða og vinna um svo-
kallað CRIS kerfi (Current Research Information System).
Erlendir háskólar nota slík kerfi til að reka allt sitt rann-
sóknarumhverfi. Upplýsingum um feril rannsóknarverkefna
er haldið saman í CRIS kerfum frá upphafi, frá því einhver
fær hugmynd og sækir um styrk til þess að framkvæma
hana. Það er hægt að fylgja umsókninni eftir og ef hún fær
framgang þá þarf að ráða inn fólk, kaupa efni og önnur
aðföng og á endanum eru birtar niðurstöður. Niðurstöðurn-
ar, það er greinin, bókarkaflinn, fyrirlesturinn eða hvaðeina
sem kemur út úr rannsókninni fer síðan í varðveislusafnið
Opin vísindi, sem tengist CRIS kerfinu. Í Opin vísindi fara
birtingar, en CRIS kerfin halda utan um allt annað. Unnið
hefur verið að því í nokkur ár í mennta- og menningarmála-
ráðuneytinu að kaupa CRIS kerfi fyrir allt landið. Ég hef
sóst eftir því að umsjón með kerfinu verði í safninu. Þarna
verða til ný störf fyrir bókasafnsfræðinga, nýir möguleikar
og ný tækifæri til að vera þátttakendur í rannsóknaheimin-
um og veita sérfræðiþekkingu, til dæmis um opinn aðgang,
um útgáfu og birtingu greina í opnum aðgangi, Orcid núm-
er, DOI númer, efnisorð og svo framvegis.
Þegar þessi opni aðgangur er kominn, þarf þá fólk
meiri aðstoð?
Við sjáum að þetta umhverfi er talsvert flókið. Fræðimenn
og rannsakendur gefa sér ekki tíma til að sökkva sér ofan
í öll tilbrigði opins aðgangs, fyrir þeim er aðalatriðið að fá
greinina sína birta á góðum stað. Nú er kominn starfsmað-
ur í safnið sem hefur umsjón með Opnum vísindum og í
kringum hann verða til alls konar verkefni og starfsþættir
sem eiga eftir að eflast.
Sérðu þarna nýjan vettvang fyrir Landsbókasafnið
eða fyrir upplýsingafræðinga?
Já, hvort tveggja, og ég tel að upplýsingafræðingar sem fag-
stétt ættu að einbeita sér að þessu sviði. Víða erlendis hafa
orðið til einingar sem sjá um rafrænar áskriftir fyrir marga
aðila, ekki ósvipað og Landsaðgangurinn okkar. Nokkrar
slíkar einingar reka gjarnan CRIS kerfi og varðveislusafn og
eru með umsjón með ýmsu í sambandi við opinn aðgang.
Mín sýn er að til verði öflug eining innan safnsins sem
sinni þessum málum í samvinnu við háskólana og rann-
sóknastofnanir og að til verði þekking og reynsla þannig
að við getum gert okkur gildandi á þessu sviði. Það hefur
þó tafið okkur að í menntamálaráðuneytinu tilheyrum við
skrifstofu menningarmála þar sem lítil þekking er á þessu
sviði. Á skrifstofu mennta- og vísindamála sem sér um
rannsóknir og háskóla fundum við þó sálufélaga sem hafa
unnið með okkur, til dæmis að opnum aðgangi og CRIS
verkefninu. Ég tel að safnið ætti að tilheyra báðum þessum
skrifstofum því að starfsemin er þess eðlis. Við erum stund-
um á skjön við það sem er að gerast í menningarmálunum,
til dæmis er stefnan sú að menningarstofnanir vinni að
fjölgun gesta hjá sér. Það gildir fyrir öll minjasöfnin og aðra
í þessum geira, á meðan við höfum markvisst unnið að því
undanfarin ár að setja sem mest af efninu okkar út á netið
til að koma til móts við okkar notendur þar.
Safnið er bæði landsbókasafn og háskólabóka-
safn og síðan er þjóðmenningarhlutverkið sem er
mikilvægur þáttur í starfseminni.
Starfssviðið er mjög breitt og við höfum verið í talsverðu
samstarfi við aðrar menningarstofnanir ríkisins. Þær unnu
til dæmis saman að sýningunni Sjónarhorn sem er í Safna-
húsinu við Hverfisgötu. Þjóðminjasafnið fékk það verkefni
að reka Safnahúsið og setja upp sýningu með Listasafni
Íslands, Náttúrufræðisafni Íslands, Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum, Þjóðskjalasafni Íslands og
Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni. Áherslan var
á myndrænan eða sjónrænan menningararf og í upphafi var
mjög misjafnt hvað söfnin töldu sig geta lagt til. Svo þegar
farið var að kafa ofan í safnkostinn hjá öllum þá kom ým-
islegt í ljós og fólk náði að tengja saman ólíkan efnivið og
sýna hann í nýju ljósi. Þarna var horft á bókakápur, plötu-
umslög og myndefni frá Lbs-Hbs og hjá Þjóðskjalasafni
kom í ljós hellingur af fallegu og myndrænu efni, en í byrj-
un sá fólk bara þéttskrifuð skjöl. Þetta var krefjandi verkefni
Úr lestrarsal Safnahúss
Gömul og lúin bók