Bókasafnið


Bókasafnið - 01.07.2018, Side 28

Bókasafnið - 01.07.2018, Side 28
28 Bókasafnið útgáfan „þeirra“ skildi lenda á listanum og síðast en ekki síst, akademískir bókasafnsfræðingar sem eru að hans sögn svo blindaðir af réttrúnaði á opinn aðgang að þeir oft á tíð- um bregðast siðferðislegum skyldum sínum um að benda á veikleika opins aðgangs (Beall, 2017). Listi Beall hefur hlotið töluverða gagnrýni. Ekki er að- gengileg umfjöllun og greining á öllum þeim útgefendum sem lent hafa á listanum og því getur vera útgefenda á honum verið ómakleg (Silver, 2017). Auk þessa takmarkar Beall sig við þá útgefendur sem gefa út í opnum aðgangi, en rányrkjuútgefendur eru ekki allir með hugann við opinn aðgang. Að halda úti lista yfir óæskilega útgefendur hefur einnig sætt gagnrýni þar sem aðferðin þykir ekki endilega siðferðislega verjandi og betra væri að halda úti listum um góða útgefendur. Viðhorf Beall til opins aðgangs er kapítuli út af fyrir sig og tengir hann í raun tilkomu rányrkjuútgáfa sérstaklega við tilkomu þess útgáfuforms. Hann heldur með réttu fram að með opnum aðgangi hafi tíðni þesskonar útgáfa aukist enda er hugmyndin um hinn gyllta opna aðgang aðlaðandi fyrir rányrkjuútgefendur. Ég er hins vegar ekki sammála skoðun Beall á því að hugmyndin um opinn aðgang sé meginorsök þess að rányrkjuútgáfa sé farin að blómstra, enda eru þess mörg dæmi að rányrkjuútgáfurnar reyni að fara aðrar leiðir til að græða á fræðimönnum, líkt og sjá má með gervi-Jökul. Til er fjöldi tímarita í opnum aðgangi en þó er staðan í dag þannig að flest þekktustu fræðiritin sem bera hæstu áhrif- astuðlana og vega hve mest í átt að framgangi fræðimanna í starfi eru enn þau sem gefin eru út í gróðaskyni af stórum útgáfufyrirtækjum, sjá t.d. („InCites Journal Citation Reports“, 2017). Í sjálfu sér ætti höfundur fræðigreinar aldrei að þurfa að borga með greininni sinni, enda er það næg fórn fyrir hann að gefa útgefanda dreifingarréttinn og gefa vinnuna sem fer í að semja og lagfæra greinina. Þó hafa flestir viðurkenndu útgefendanna, svo sem Elsevier, Taylor & Francis og fleiri búið til eitthvað sem þeir kalla „golden open access“ og er svar þeirra við kröfunni um opinn aðgang. Gullinn opinn aðgangur og ýmsar útfærslur af honum ganga út á að láta höfunda eða þá sem styrkja rannsóknir borga fyrir að fá að gera greinina aðgengilega strax í opnum aðgangi („Taylor & Francis Online“, e.d.). Rányrkjuútgefndurnir notfæra sér gullnu leiðina, enda gerir það muninn á þeim og hinum viðurkenndu útgefendum töluvert óljósari. Það virðist ekkert óeðlilegt lengur að ætlast til þess að höfundur borgi fyrir birtingu á grein sinni. Mörg fræðitímarit rukka höfunda einnig sérstaklega fyrir birtingu greinar og eru með eitthvað sem kallast „publication fee“. Það er ekki merki um að um rányrkjuút- gefanda sé að ræða þótt útgefandinn krefjist gjalda af höf- undi, en það hlýtur þó að viðurkennast að hér eru útgefend- ur að senda höfundum reikninginn fyrir útgáfu greinarinnar í anda sjálfsútgáfunnar, og í raun aðeins útgefandinn sjálfur sem getur dæmt um hvort sú upphæð gangi upp í kostn- aðinn við verkið eða hvort afgangur verður af sem stungið er í vasann. Sem dæmi má benda á tímaritið Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America (PNAS) (ISSN: 1091-6490) sem er fræðirit í hæsta gæðaflokki. Útgefandinn rukkar höfunda fyrst um út- gáfugjald (publication fee), sem er frá 1.700$ upp í 2.830$ og ef höfundur vill að greinin sé í opnum aðgangi þarf hann að greiða aukalega 1.450$. Til að grein birtist þar í opnum aðgangi þarf höfundur því að borga hátt í 400.000 krónur hið minnsta fyrir birtingu greinarinnar („Procedures for Submitting Manuscripts“, e.d.). Rányrkjuútgefndurnir notfæra sér gullnu leiðina, enda gerir það muninn á þeim og hinum viðurkenndu útgefendum töluvert óljósari. Það virðist ekkert óeðlilegt lengur að ætlast til þess að höfundur borgi fyrir birtingu á grein sinni. Nú er mögulegt að láta höfundinn borga fyrir útgáfu greinar sinnar og biðja hann síðan um að borga aftur fyrir að hafa greinina í opnum aðgangi. Útgefendur hallast í þá átt að hirða sjálfir allan mögulegan hagnað af útgáfum fræðirita en senda höfundum reikn- inginn, sem er ýmist í takt við kostnað eða hærri. Helsti munurinn á rányrkjuútgáfum og virtum útgáfum virðist þó vera sá að hjá virtum útgefenda býðst almennilegur yfirlestur, birting í raunverulegu virtu fræðitímariti og raun- veruleg stig til framgangs hjá háskólunum. Rányrkjuútgef- endur segjast bjóða allt þetta, en þegar upp er staðið reynist ekkert af því haldbært. Hvað er til ráða? Viðbrögð fræðaheimsins við rányrkjuútgáfum hefur verið að birta tékklista til að hjálpa fólki að velja áreiðanlega útgefendur. Þá er mögulegt að fletta upp á áhrifastuðli ritrýndra tímarita í Web of Science til að vita hversu mikil- vægt tímaritið er. Think Check Submit (thinkchecksubmit.org) er einföld vefsíða þar sem farið er yfir örfá atriði sem ættu að minnka líkurnar töluvert á því að lenda í klóm rányrkjuútgáfu. Þar er farið yfir atriði á borð við eftirfarandi sem geta skipt sköpum: • Þekkir þú eða samstarfsfólk þitt til tímaritsins? • Hefur þú lesið greinar í tímaritinu áður? • Kannastu við ritstjórnarmeðlimi? Nefna þeir tímaritið á heimasíðum sínum? • Er útgefandinn meðlimur í viðurkenndum samtökum. Think Check Submit er einfalt en gagnlegt tæki til að sann- reyna gæði útgefenda og tímarits en auðvitað ekki fullkomið heldur og tímarit með stolin nöfn gætu sloppið framhjá í skoðunarferlinu („thinkchecksubmit“, e.d.). Það er einnig gagnlegt að fletta upp útgefanda og nafni tímarits á lista Beall, sem var upprunalega haldið út á www. scholarlyoa.com en má nú nálgast á https://beallslist.weebly. com/. Notkun listans verður þó að vera með varúð enda er listinn umdeildur og vera eða fjarvera útgefenda á listanum ekki endilega staðfesting á starfsaðferðum þeirra. Á vefsíð- unni er hins vegar einnig aðgengilegur gátlistinn sem Beall setti saman með það að markmiði að meta útgefendur á

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.