Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 15

Breiðfirðingur - 01.04.1966, Page 15
BREIÐFIRÐINGUR 13 spítalann. Þar var Hjörtur þá fyrir, og áttum við þess kost að ræða daglega saman það sem eftir var ársins. Hjörtur hafði fyrst tíu árum áður kennt þess sjúkdóms, er nú hafði enn einu sinni orðið þess valdur, að hann varð að njóta sjúkrahúsvistar. Eg veit ekki hvor okkar gerði öðrum meiri greiða með því að víkja talinu að fólki og atburðum vestra, en ein- hvern veginn vorum við komnir undir jökul áður en við vissum af, í hvert sinn sem við hittumst. Við höfðum mikla ánægju af að fara í huganum um þessar slóðir, koma við á bæjunum og rifja upp hverja við mundum þar eða heyrt talað um og þá jafnframt að víkja að atburðum, sem ýmist höfðu skeð í okkar minni eða áttu sér miklu eldri sögu. Báðir höfðum við heyrt talað um Jón Arason í Litla- f.óni og mjög á sömu lund. Til hans var tíðum vitnað um kunnáttu og hagsýni í að bjargast vel af við erfiðar að- stæður á örreytiskoti, en jafnframt þótti Jón öðrum til mikillar fyrirmyndar í að snyrta og snurfusa á býli sínu. — Einn morguninn bar á góma dægrastytting Sandara á landlegudögum, m.a. glímur þeirra á sandinum. Báðir höfðum við heyrt talað um afbragðs glímumenn meðal út- róðramanna. — „Ætli Jónarnir eigist ekki við í lokin eins og vant er“, sagð ég. Hjörtur jánkaði ekki, þótt hann vissi livað ég var að fara, en í svip hans brá fyrir snöggu ylkenndu leiftri eins og hann væri kominn á sandinn og hefði nafnana fyrir augum sér. Jón í Munaðarhóli og Jón Jónsson í Þórmóðsey voru knáustu glímumenn í Sands- veiðistöð fyrir og eftir síðustu aldamót, og lék á ýmsu hvorum veitti betur. Jafnframt því sem við Hjörtur stikluðum á þess konar

x

Breiðfirðingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.