Breiðfirðingur - 01.04.1982, Page 112
110
BREIÐFIRÐINGUR
og erlenda höfunda og hefur Carl Billich, hljóm-
sveitarstjóri, raddsett flest þeirra. Söngnum var
ágætlega tekið og bárust söngvurunum blómvendir.
Hlustendur klöppuðu ákaft og urðu þeir að
endurtaka mörg lögin, auk þess sem þeir urðu að
syngja aukalög. Söngskemmtunin var fyrir fullu húsi
og eins og fyrr segir, mikil hrifning hlustenda.
Undirleik annaðist Gunnar Sigurgeirsson.
Hljómleikarnir í Gamla bíói voru þeir síðustu sem við
héldum, þó héldum við hópinn enn um sinn og sungum við
einstök tækifæri en árið 1955 lögðum við samsönginn endanlega
á hilluna enda sjálfgert þar sem einn félaganna gerðist nú opin-
ber embættismaður úti á landi, en það var bassaröddin í
kvartettinum Friðjón Þórðarson, sem tók við embætti
sýslumanns í Dalasýslu. Voru þá liðin 10 ár frá því við fyrst
gerðum tilraun til að syngja saman.
Það kom í hlut Friðjóns að vera foringi okkar og kynnir á
öllum okkar söngferli, þó við réðum ráðum okkar ævinlega
saman í mikilli sátt og samlyndi. Svo sannarlega vorum við allir
hinir sönnu leikbræður í því efni. Við vorum stoltir af því, þegar
okkur vantaði texta við falleg lög sem okkur langaði til að syngja,
að þá gat bassinn brugðið sér í hlutverk skáldsins og ort texta eða
þýtt ef svo bar undir. Síðan tók Carl Billich við og klæddi verkið
í hinn fegursta búning tónlistarinnar.
A þessum árum var ekki svo algengt að slík tónlist sem þessi
væri tekin upp á hljómplötu. Við höfðum heldur ekki hugsað
okkur að framleiða neina söluvöru af þessu tagi, því sönggleðin
ein var okkur nægjanlegt endurgjald, þó höfðu verið gefin út á
hljómplötum 6 lög þegar við hættum að syngja saman, en alls
munum við hafa æft og sungið um 40 lög.
Hljómbönd og upptökutæki voru heldur ekki þá orðin
almenningseign eins og nú. Einn vinur okkar og velunnari hafði