Breiðfirðingur


Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 27

Breiðfirðingur - 01.04.2002, Blaðsíða 27
VETRARDVÖL Á BLIKASTÖÐUM 25 var veturinn 1941, þann 30. mars. Fátt hafði breyst síðan ég fór þaðan, meira að segja var þar strákur á svipuðu reki og fyrrum félagi minn. Eitt var þó breytt, nú var komið setulið og einmitt þegar ég kom í hlaðið var þar allt fullt af hermönnum, sumir að fara, aðrir að koma og á hlaðinu lá fullt af hafurtaski og hergögnum. Rétt í því sást koma flugvél sem flaug yfir Reykjavík og Mosfellssveit í boga inn Kollafjörð, vestur með Esju, yfir Kjalarnes og út Faxaflóa. Þessu fylgdi mikill hávaði, því þetta var þýsk flugvél og skotið var á hana úr loftvarnar- byssum á Reykjavíkursvæðinu. Sáust kúlur springa nálægt flugvélinni og mynduðust þar hvítir litlir skýhnoðrar. Allt sást það vel frá hlaðinu á Blikastöðum, enda veður gott og skaf- heiðríkja. Þeir sem á hlaðinu voru hrukku aldeilis við, var eins og öllum fyndist að flugvélin myndi einmitt lenda þar. Hlupu því allir til vopna, en úr nógu var að velja, mér tókst að ná í heljar mikla sveðju og hafði í hendi svona til vonar og vara meðan ógnin stóð yfir. Fljótlega eftir að hættan var liðin hjá fórum við, ég og strákurinn sem var á Blikastöðum að kíkja á hermennina, þeir voru flestir unglingar. Við slógumst í för með tveimur, sem voru að fara niður að sjó. Attu þeir að vera á vakt og halda til í grjótbyrgi sem hlaðið var þar. Ekki var mikið skjól inni í því. Stuttu eftir að þangað kom, dró annar hermaðurinn úr pússi sínu glerkrukku sem okkur þótti áhuga- verð. í henni sýndust vera niðursoðnir ávextir eða eitthvað því líkt. Þeir buðu okkur bita sem við þáðum, en beiskur var hann. Þetta mun hafa verið „pikkles", en það hafði ég hvorki séð né smakkað fyrr. Eftir þessa reynslu fórum við heim að Blika- stöðum og eftir stutta dvöl þar, lagði ég á stað aftur til Reykja- víkur en þaðan hafði ég komið. Engin rúta var á ferð um þetta leyti dags. Fór ég því gangandi af stað og vonaði að ég fengi far með einhverjum. Sú von rættist þó ekki fyrr en ég var kominn niður að Grafarholti, en þaðan fékk ég far með vörubíl í Sogamýrina og gekk þaðan niður á Frakkastíg, þar sem ég hélt til hjá móðursystur minni. Skrifað í Kópavogi 2002 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Breiðfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Breiðfirðingur
https://timarit.is/publication/1303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.