Fréttablaðið - 10.11.2018, Síða 8

Fréttablaðið - 10.11.2018, Síða 8
vestmannaeyjar Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmanna- eyjum telja rangt hjá fulltrúum meirihluta Eyjalistans og H-lista að fara að kröfum sveitarstjórnar- ráðuneytisins og fella niður afslætti á fasteignagjöldum til eldri borgara. „Á engum tímapunkti var haft samráð við bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins né þau upplýst um fyrir- ætlaða uppgjöf meirihlutans í hags- munabaráttu fyrir bættum kjörum eldri borgara gegn ósanngjörnum kröfum ríkisvaldsins,“ segir í bókun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á fimmtudag þar sem samþykkt var að fella niður afslættina. Málið hafði verið rætt í bæjarráði 17. október. Vísað  var í álit sam- göngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- isins um að ákvarðanir þáverandi meirihluta sjálfstæðismanna um niðurfellingu fasteignagjalda  hjá íbúum sveitarfélagsins sjötíu ára og eldri hafi ekki staðist lög. „Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að ólögmæti þess hafi mátt vera bæjar- yfirvöldum ljóst frá árinu 2012,“ sagði í bókun meirihlutans í bæjar- ráðinu. Ráðuneytið hafi nú verið upplýst „um að það sé fullur vilji bæjaryfirvalda að létta undir með ellilífeyrisþegum við að búa sem lengst í eigin húsnæði“ en að reglum yrði breytt svo þær stæðust lög. Á bæjarstjórnarfundinum á fimmtudag sögðust Sjálfstæðis- menn harma að fulltrúar  meiri- hlutans hefðu fyrirgert rétti sveitar félagsins til að ákvarða sjálft tekjustofna. „Ríkisvaldið og sveitar- félög eru tvö jafnrétthá stjórnsýslu- stig og það er með öllum máta óeðli- legt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína,“ bókuðu þeir. Fram kom í umræðum á bæjar- stjórnarfundinum að árið 2018 hefði 17 milljónum króna verið varið í að niðurgreiða fasteignagjöld eldri borgaranna í Eyjum. Fulltrúar meirihlutans sögðust ítreka fyrri bókanir um að þeir hafi fullan hug á að létta undir með eldri borgurum þannig að þeir geti búið sem lengst í eigin húsnæði. Það yrði þó að vera í samræmi við lög. Ráðuneytið hafi jafnvel skoðað að fella reglurnar hjá Vestmannaeyjabæ úr gildi afturvirkt þannig að þeir sem nutu niðurfell- ingar hefðu þurft að borga aftur í tímann. Það hafi þó ekki orðið. „Að auki lýsa bæjarfulltrúar meiri- hlutans furðu sinni á því að bæjar- fulltrúar D-lista vilji halda áfram að brjóta lög þegar aðrar leiðir að sama marki eru færar.“ – gar M an nl íf og b æ ja rr ým i fo rt íð o g fr am tíð 80 Nauthóli 13.11. 2018, kl. 9-11 Skráning og nánari upplýsingar á www.skipulag.is Málþing í tilefni 80 ára afmælis Skipulagsstofnunar Bæjarskipulag og mótun hins byggða umhverfis á Íslandi á 20. öldinni Haraldur Sigurðsson Húsið opnar kl. 8:30 Morgunhressing Urbanism next: The Impacts of Emerging Technology on Cities Nico Larco  Dómsmál „Það er alveg ljóst að lög- reglan hefur enn ekki dregið nægan lærdóm af mistökum fortíðarinnar,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, um rann- sókn gagnaversmálsins hjá lög- reglu. Hann segist sjaldan á sínum lögmannsferli hafa upplifað sam- bærileg brot á réttindum sakaðra manna. Munnlegur málflutningur fór fram um kröfu þriggja ákærðu um frávísun málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Verjendur höfðu uppi stóryrtar lýsingar á rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á málinu og lýstu meintum brotum á mannréttindum skjólstæðinga sinna. „Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikreglurnar,“ sagði Þorgils í lok sinnar ræðu fyrir dómi. Aðspurður segir Þorgils að hann vísi þar til rannsóknar Guðmundar- og Geir- finnsmála sem mikið hafa verið til umfjöllunar að undanförnu vegna endurupptöku þeirra og nýlegs sýknudóms Hæstaréttar. Þorgils lýsti meðal annars þving- unarráðstöfunum sem hann hafi sjálfur þurft að þola í starfi sínu sem verjandi Sindra. Hann hafi sjálfur fengið réttarstöðu sakbornings í málinu, lagt hafi verið hald á síma hans, lögregla hafi neitað skjólstæð- ingi hans um verjanda að eigin vali en reynt hafi verið að koma í veg fyrir að hann yrði skipaður verjandi Sindra í málinu, þrátt fyrir sérstakar óskir Sindra þar að lútandi. „Það er alvarlegt brot á rétti sakaðs manns að lögregla beiti sér gagnvart verjendum með þeim hætti sem gert hefur verið í þessu máli,“ segir Þorgils. Hann segir að þegar lögregla beiti verjanda sak- aðs manns þvingunaraðgerðum sé um leið komið í veg fyrir að hann geti sinnt réttindagæslu fyrir skjól- stæðing sinn, enda forsenda trausts þeirra í milli alger forsenda þess að hinn sakaði maður njóti raunveru- legrar réttargæslu. Alda Hrönn Jóhannsdóttir flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Hún vísaði málflutningi verjendanna á bug og sagði greinargerð Þorgils og Guðna Jóseps Einarssonar, verjanda annars ákærða, fulla af rangfærslum og dylgjum í garð lögreglunnar. Full ástæða hefði verið til þeirra aðgerða sem gripið var til gagn- vart verjanda Sindra enda hefði rökstuddur grunur verið uppi um aðstoð hans við flótta Sindra Þórs úr fangelsi og af landi brott. Hún vísaði til þess að Sindri hefði óskað eftir því við verjanda sinn að hann afhenti sér vegabréf sitt og við fyrir- töku um áframhaldandi gæsluvarð- hald yfir Sindra hefði Þorgils fært honum vegabréfið. „Ef lögregla vildi halda vegabréfi skjólstæðings míns hefði hún ekki átt að afhenda mér það,“ segir Þor- gils. Hann segir að við afhendingu vegabréfsins til sín hafi lögreglan í raun og veru verið að afhenda Sindra sjálfum það. Sjálfum sé honum ekki heimilt að halda vega- bréfinu. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað skjólstæðing sinn með þeim hætti sem saksóknari haldi fram. Sindri hafi ekki notað umrætt vegabréf við brottför af landinu, heldur gefið upp annað nafn en sitt eigið. Auk þess hafi brottför Sindra frá Sogni og af landi brott ekki verið ólögmæt þar sem hann var ekki frelsissviptur með dómi á umræddum tíma, eins og margoft hefur komið fram. Úrskurðar um frávísunarkröfuna er að vænta í næstu viku. adalheidur@frettabladid.is Lögreglan læri meira af því liðna segir verjandi Verjandi í gagnaversmálinu segir lögregluna eiga eftir að læra af Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Hann fékk sjálfur stöðu sakbornings. Saksóknari vísar gagn- rýni verjenda á bug og segir þá fara með dylgjur og ósannaðar staðhæfingar. Þorgils Þorgilsson lögmaður á spjalli við lögreglumann í Héraðsdómi Reykjaness í gær. FRéttablaðið/SteFán Við erum nýbúin að rifja upp afleiðingar þess að virða ekki leikregl- urnar. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar Það er með öllum máta óeðlilegt að ríkisvaldið krefjist þess að sveitarfélög skattpíni eldri borgara sína. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum Niðurfellingin felld niður BanDaríkin Fimm Kaliforníubúar brunnu inni í bifreiðum sínum í miklum skógareldum í norður- hluta ríkisins. Frá þessu greindi Los Angeles Times í gær og vitnaði í yfir- völd á svæðinu. Hin látnu eru sögð hafa verið á flótta undan eldhafinu. Ekki hefur enn tekist að bera kennsl á líkin. Eldarnir breiddust hratt út í gær og ógnuðu meðal annars Malibu við strönd Kyrrahafsins. Alls þakti eld- hafið nærri 300 ferkílómetra svæði þegar Fréttablaðið fór í prentun. Upphaflega kviknaði í nærri Thous- and Oaks, norðvestur af miðborg Los Angeles, en þar myrti árásar- maður tólf á miðvikudaginn. Alls hefur 150.000 verið gert að rýma heimili sín vegna hamfaranna. Samkvæmt Los Angeles Times voru um 2.000 slökkviliðsmenn á vettvangi í gær að berjast við eldinn og hafði eldhafið eyðilagt að minnsta kosti 2.000 heimili og aðrar byggingar í norðurhluta Kali- forníu. – þea Fimm farist í skógareldum í Kaliforníu Um 2.000 hús hafa skemmst í hamförunum í Kaliforníu. noRdicpHotoS/aFp 1 0 . n ó v e m B e r 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 5 A -9 B 1 8 2 1 5 A -9 9 D C 2 1 5 A -9 8 A 0 2 1 5 A -9 7 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.