Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2018, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 10.11.2018, Qupperneq 104
Sverrir Norland sendir frá sér fimm bækur í þessu jólabókaflóði, þrjár stuttar skáldsögur, smásagna-safn og ljóðabók, sem eru haganlega hnýttar saman með snotru snæri. „Ég hef alltaf verið hrifinn af stuttum bókum sem maður getur lesið í einum rykk. Svo datt mér í hug að gefa út nokkrar stuttar bækur saman, sem væru eins og ein stór bók, og selja á verði einnar bókar,“ segir hann. Sverrir er einn af höfundum For- lagsins en bækurnar fimm koma út hjá nýrri útgáfu, AM forlagi. „Ég er ennþá hjá Forlaginu, þessi útgáfa er eins konar hliðarbúskapur sem ég og fólk í kringum mig stendur að,“ segir Sverrir. „Konan mín hannar bækurnar, karl faðir minn er yfir- lesari, bræður mínir setja upp vef- síðuna og vinir mínir hjálpuðu mér að hnýta saman bækurnar.“ Morð á Kaffi Best Spurður um efni skáldsagnanna segir Sverrir: „Ein heitir Fallegasta kynslóðin er alltaf sú sem kemur næst og er saga um hóp ungra Íslendinga sem ákveður að bjarga íslenskum bókmenntum frá dauða og gerir allt sem í sínu valdi stendur til að ná því markmiði. Önnur skáldsaga heitir Hið agalausa tívólí. Framið er morð á hinu smekklega Kaffi Best í Vesturbænum og tvær seinheppnar lögreglukonur, Elísa- bet og Lotta, þurfa að taka á honum stóra sínum til að afhjúpa hrylli- legan sannleikann. Í ljós kemur að athyglisbrestur hefur náð svo sterkum tökum á samfélaginu að enginn, hvorki lögreglan né almenningur, getur einbeitt sér að málinu – nema yfirmaður morð- deildarinnar, Sverrir Norland, sem flýr í afskekkt kofaskrifli til að fá frið til að hugsa. Þriðja skáldsagan Manneskjusafnið segir frá tveimur bræðrum, Kornelíusi Páli og Sig- valda Óla, sem missa foreldra sína ungir. Skáldsagan fjallar einkum um hvernig bræðurnir vinna úr sorginni og það hvernig við horfum ólíkum augum á veröldina og höslum okkur þar völl með mismunandi hætti – og hvernig við getum endurskapað alla veröldina í krafti listarinnar.“ Íslensk menning mjög bandarísk Ljóðabókin í pakkanum er Erfða- skrá á útdauðu tungumáli, þriðja ljóðabók höfundar, og þar segist hann vera að fjalla um það hvern- ig væri að yrkja á tungumáli sem enginn annar skilur lengur. Ljóðin er ýmist frjáls eða rímuð. Smá- sagnasafnið Heimafólk geymir sjö sögur sem lýsa fólki sem er rótlaust í alþjóðlegum samtíma. „Þar er ég að fjalla um það hver er heimamaður þegar öll landamæri hafa verið máð út af tækni, loftslagsbreytingum og samruna ólíkra menningarheima,“ segir Sverrir. „Í þessum fimm bókum mínum fjalla ég um ýmislegt en ekki síst það að vera Íslendingur af kynslóð þar sem talað er um tungumálið eins og það sé gamalmenni sem sé að fara að geispa golunni. Að mörgu leyti er íslensk menning mjög banda- rísk. Í verkum mínum er ég meðal annars að spyrja hver við séum. Ég vil skrifa um íslenskan samtíma því ef við hættum að hugsa um sam- félag okkar á tungumálinu okkar þá verður ákveðið rof.“ Mikilvægi góðra lesenda Mikil ferðalög eru fram undan hjá Sverri. „Ég verð í Mexíkó fram yfir jólin og síðan liggur leiðin til Japans þar sem ég ætla meðal annars að vinna á bóndabæ og læra að rækta grænmeti. Næsta haust fer ég svo í nám í umhverfisfræðum í Frakk- landi. Mikil ógn vofir yfir heim- inum. Dýra- og plöntulíf er í hættu og borgir og staðir eru að sökkva. Bókin og skáldskapurinn eru í hættu. Allt sem ég trúi á er í hættu. Á tímabili hugsaði ég: Ég get ekki bara setið heima hjá mér og búið til vandamál og skáldað upp fólk þegar það er svo margt annað sem þarf að gera. Mér finnst við vera búin að aftengja okkur svo mörgu, líka hvert öðru, en ef við gefumst upp og hættum að búa til sögur og trúa á þær þá getum við sleppt þessu öllu. Ég mun aldrei hætta að trúa á orðin og skáldskapinn. Maður sest niður með bók og hleypir annarri rödd að og slekkur nánast á sjálfum sér. Sem betur fer eigum við marga fína rithöfunda en ég held jafnvel að góðir lesendur sem hampa bókum séu orðnir mikilvægari en góðir rit- höfundar.“ Allt sem ég trúi á er í hættu „Ef við hættum að hugsa um samfélag okkar á tungumálinu okkar þá verður ákveðið rof.“ FréttaBlaðið/anton BrinK Sverrir Norland sendir frá sér fimm stuttar bækur. Á leið til Japan að vinna á bóndabæ og rækta grænmeti. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Á tímabili hugSaði ég: ég get ekki bara Setið heima hJÁ mér og búið til vaNdamÁl og SkÁldað upp fólk þegar það er Svo margt aNNað Sem þarf að gera. Saga prjóns á Íslandi og prjóna-hefð í íslenskum búningaarfi er efni fyrirlestrar Guðrúnar Hildar Rosenkjær, meistara í klæð- skurði, í Þjóðminjasafninu í dag klukkan 14. Hún hefur endurgert þrjár peysur frá liðnum öldum, sem hún segir að sumu leyti tilgátur og þær verða til sýnis á staðnum. „Það eru meira en hundrað ár síðan svona peysur hafa verið prjón- aðar og það eru ekki til neinar upp- skriftir. Mæður kenndu dætrum og þannig viðhélst þekkingin. Allar mælingar voru gerðar með hönd- unum. Konurnar settu bara höndina á líkamann og sögðu kannski: „Já, þetta er ein spönn og kvartil og tveir þumlungar í viðbót. En þegar maður fer að vinna eftir sömu aðferðum og þær þá kemur þetta,“ segir Guðrún Hildur. Á Þjóðminjasafninu eru peysur til, að sögn Guðrúnar Hildar, en þær eru orðnar ansi þófnar svo það er erfitt að telja þær út. „Ég hætti samt ekki fyrr en ég var búin að telja út eina, hún er frá 1890 og hún er tólf hundruð lykkjur, prjónuð á prjóna númer 1,25. Ég hugsa að bandið sé innflutt en fólk gat líka spunnið mjög fínan þráð hér á landi,“ segir Guðrún Hildur sem kveðst hafa fundið ýmislegt út með rannsókn- um, enda stundi hún meistaranám í sagnfræði núna.   „Ég var svo heppin að mér áskotnaðist lítill miði frá fullorðinni konu sem hafði varðveitt hann frá formæðrum sínum. Þar var hand- skrift frá seinni hluta nítjándu aldar. Þar stóð: „Fitja 53 á 14 prjóna.“ Með þessari einu línu opnaðist upphafið að verkinu. Ég fór að prjóna peysu á 14 prjóna af stærðinni 1.50.“ Guðrún Hildur er meistari í klæð- skurði og kjólasaumi. Ásamt manni sínum, Ásmundi Kristjánssyni vél- virkja og gullsmið, rekur hún fyrir- tækið Annríki í Hafnarfirði. Þar eru þau með saumaverkstæði, gull- smíðaverkstæði, litla verslun, nám- skeið og fræðasetur með búninga- safni. „Við erum stór á þessu litla sviði og fólk kemur mikið til okkar, segir Guðrún Hildur sem núna fæst við að prjóna peysu eftir uppskrift sem Skúli fógeti skrifaði niður 1770 og  engin hefur treyst sér til að prjóna eftir. „Reynslan sem ég er komin með auðveldar mér verkið.“ gun@frettabladid.is Ein spönn og kvartil og tveir þumlungar í viðbót Peysan sem Guðrún Hildur klæðist er saumuð úr klæði en með prjónuðum ermum. Maður hennar, Ásmundur, er í vesti með prjónuðum boðungum. mæður keNNdu dætrum og þaNNig viðhélSt þekk- iNgiN. 1 0 . n ó v e m b e r 2 0 1 8 L A U G A r D A G U r52 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 1 0 -1 1 -2 0 1 8 0 4 :2 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 5 A -6 4 C 8 2 1 5 A -6 3 8 C 2 1 5 A -6 2 5 0 2 1 5 A -6 1 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 1 1 _ 2 0 1 8 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.