Stjarnan - 01.09.1920, Qupperneq 3

Stjarnan - 01.09.1920, Qupperneq 3
STJARNAN 131 SAGA EINBÚANS. Á ströndinni í norðurhluta Massac- husetts ríkisins er gamall bær, sem fékk kaupstaðarréttindi 1645, og heitir sá bær Manchester-by-the-Sea. Manc- hester er ó líkur öðrum sjóplássum aS því leyti aö umhverfis hann eru skógar, hólar óg góð engi. Þegar þú gengur um þennan forn- eskjulega bæ kemur þú að hinurn gamla grafreit og að hinu garnla kirkjuhliði, _sem var álitið gamalt fyrir tveimur öld- um, en stendur samt enn. Grafreitur- inn er hinn kynlegasti og merkilegasti staður. Margir hermenn, sem féllu jægar Bandaríkjin gerðu uppreist móti Englandi, eru grafnir þar. Mörg hundr- uð garnlir legsteinar úr flögugrjóti prýddir líköskukrukkum og yfirskyggj- aöir af pílviðartrjám, eru fyrir löngu fallnir til jarðar; að eins hingað og þangað má enn sjá fáeina legsteina standa upprétta. Þegar eg fór að lifa í þessum forn- tízkuelga bæ, gjörði eg mér oft ferð út til hins gamla grafreits og varö þessi merkilegi og heilagi staður að lokum uppáhaldsstaður minn seinni part dags- ins á sumrin. Langt burt i einu horni undir fáum þétt sáman vöfðum furu- trjárn sá eg einn dag gamlan mann hvít- an fyrir hærum, sem reikaöi um meðal hinna gömlu legsteina. Eg hafði gætur á honurn og að lokum sá eg að hann fann tvær mjög gamlar grafir vndir hinum háu furutrjám og settist þar niður milli þeirra. Ýfir öðru leiði stóð marmara hella, sem, þrátt íyrir það aS regnið og vindurinn, er blæs inn frá Atlantshafinu, hafði barið á henni ár eftir ár, stóS enn upprétt og sýndi að einhver hafði annast um hana. Rétt hjá henni stóð annar steinn, sem var miklu minni og á honum var mynd af lambi. Eg sá að gamli maðurinn settist milli þeirra og strauk hendinni um steinana, Þegar eg sá hve djúp sorg hans var, flýtti eg mér að fara í annað horn kirkju- garSsins, en mér var ómögulegt að gleyma þessum manni. í hvert skifti sem eg kom í grafreit- inn var gamli maSurinn ætíð þar. Einn dag fylgdi eg á eftir honum til að sjá hvar hann átti heinra. Heimili hans var gamalt timburhús, sem var svo að segja komið að því að hrynja; en garð- urinn fyrir frarnan húsið var mjög fag- ur. Hann var fullur af alskonar ynd- islegum blómurn og runnum, sem siður var að rækta í gamla daga. Sóleyjar, morgunfrúr og sígrænir þyrnirunnar blómstruðu í mikilli gnægð, og svo voru fáein skrautleg aldintré. Húsið sjálft var á fallandi fæti en eg reyndi aS hugga sjálfan mig með því að gamli maðurinn myndi vafalaust falla í valinn fyrst. Einn dag var eg eftir í kirkjugarSin- um eftir að gamli maSurinn var farinn

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.