Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 6
www.apotekarinn.is
- lægra verð
REYKLAUS
VERTU
Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL MEÐ
Nicotinell
Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín.
Til meðferðar á tóbaksfíkn. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf
á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
*
* 15% afsláttur af öllu lyatyggigúmmí, öllum styrkleikum
og pakkningarstærðum. Afslátturinn gildir út janúar 2019.
Ný vefsíða
www.Nicotinell.is
UMHVERFISMÁL Sveitarstjórn Hruna-
mannahrepps segir Umhverfis-
stofnun beita alltof víðtækri túlkun
í tillögu að friðlýsingu svæðis vegna
vatnasviðs Jökulfalls og Hvítár í
Árnessýslu sem snerta Gýgjarfoss-
virkjun og Bláfellshálsvirkjun.
Umrædd svæði eru í verndar-
flokki rammaáætlunar. Sveitar-
stjórn Hrunamannahrepps frestaði
afgreiðslu málsins á fundi hinn
4. október og bað í samstarfi við
Bláskógabyggð um skýringar frá
Umhverfisstofnun um útfærslu
friðlýsingarinnar. Haldinn var
upplýsingarfundur með Umhverf-
isstofnun og umhverfisráðherra. Á
síðasta fundi sveitarstjórnarinnar
í desember var síðan vitnað til
umsagnar Húnavatnshrepps frá 24.
október þar sem því er mótmælt að
friðlýsingin eigi að teygjast inn á
vatnasvið Blöndu
„Sveitarstjórn telur fráleitt að
miða við vatnasvið alls svæðisins
og leggur til að það lendi undir frið-
lýsingu,“ segja Hrunamenn sem taka
undir gagnrýni Húnvetninga. Vísað
er til ákvæða í náttúrverndarlögum.
„Þar er ekki talað um að friðlýsa
heilu vatnasviðin heldur friðlýsa
svæði sem falla í verndarflokk. Allt
of víðtæk túlkun á sér ekki stoð í
lagaákvæðinu og er ekki tilgangur
þess.“
Sveitarstjórnin hafnar því þann-
ig alfarið að vatnasvið alls svæðisins
verði lagt til grundvallar í friðlýsing-
unni. Bent er á að í vinnu faghóps í
2. áfanga rammaáætlunar sé málið
ekki lagt upp með þessum hætti.
„Sveitarstjórn leggur því til að
friðlýsingin nái einungis til árfar-
vegs Hvítár og Jökulfalls, sem þessar
virkjanir hefðu haft áhrif á og þau
lónstæði sem hefðu þurft til að afla
þessum tveim virkjunarkostum
orku. Friðlýsingin nái ekki til ann-
arra hluta þess svæðis sem afmarkað
er á uppdrætti sem fylgdi tillögunni,
enda hafi friðlýsing á grundvelli 53.
gr. náttúruverndarlaga engan til-
gang utan árfarvegs viðkomandi
vatnsfalla,“ segir sveitarstjórn
Hrunamannahrepps.
Í umfjöllum sveitarstjórnar Blá-
skógabyggðar eru gerðar sambæri-
legar athugasemdir. Bent er á að hið
friðlýsta verndarsvæði myndi verða
yfir 139 þúsund hektarar að flatar-
máli. Svæðið er á milli Langjökuls
og Hofsjökuls og nær að jaðri beggja
jöklanna. gar@frettabladid.is
Telja friðlýsingu yfir landshluta fráleita
Sveitarstjórnir frá Húnvatnshreppi nyrðra til Hrunamannahrepps að sunnan segja tillögu Umhverfisstofnunar um friðlýsingu vegna
Gýgjarfossvirkjunar og Bláfellshálsvirkjunar fráleita. Gert sé ráð fyrir allt of víðtækri friðlýsingu sem teygi sig yfir í vatnasvið Blöndu.
Frá flúðasiglingum í Hvítá í Árnessýslu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Nýju ári fagnað á glerhjúpnum
Nýtt ár er gengið í garð. Það fór ekki fram hjá starfsliði tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Þar prýðir hið nýja ártal glerhjúpinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
UMHVERFISMÁL Magn svifryks og fíns
svifryks var vel yfir heilsuverndar-
mörk strax klukkan tíu á gamlárs-
kvöld.
Mengunin mældist síðan lang-
hæst klukkan eitt á nýársnótt og var
svifryk þá tæplega 21-sinni hærra
en heilsuverndarmörk. Mælingar á
fínu svifryki voru hæstar 45-sinnum
hærri en mörkin. Áramótin 2017
og 2018 mældist loftmengun miklu
meiri á höfuðborgarsvæðinu og var
þá slegið Evrópumet í loftmengun.
Á gamlárskvöld nú, eins og fyrir
ári, var hæð yfir landinu og veður
stillt. Heilsuverndarmörk eru 50
míkrógrömm á rúmmetra. Klukkan
tíu mældist magn svifryks 73,4
míkró grömm.
Klukkan eitt á nýársnótt mældist
svifryk 1.037 míkrógrömm á rúm-
metra, tæplega 21-föld heilsuvernd-
armörk. Um áramótin í fyrra mældist
þessi mengun í Dalsmára í Kópavogi
vera rúm 4.000 míkrógrömm á rúm-
metra. Svifryk í andrúmslofti borgar-
búa var svo aftur komið niður fyrir
heilsuverndarmörk klukkan sex á
nýársmorgun. – jt, gar
Heilsuspillandi
nýársfögnuður
Er svifrykið sest. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-0
1
-2
0
1
9
0
4
:5
5
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
D
-4
C
7
C
2
1
E
D
-4
B
4
0
2
1
E
D
-4
A
0
4
2
1
E
D
-4
8
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
4
0
s
_
1
_
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K