Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 8
www.apotekarinn.is - lægra verð 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Omeprazol Actavis, 20 mg magasýruþolin hörð hylki, innihalda virka efnið ómeprazól. Lyfið er ætlað fullorðnum til skammtíma- meðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræð- ings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverk- anir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is. Omeprazol Actavis – Við brjóstsviða og súru bakflæði H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A ct av is 5 1 2 1 2 2 .apotekarinn.is - lægra verð Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG 4BLS BÆKLINGUR Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2 BRETLAND Lögreglan í Manchester borg í Bretlandi rannsakar stungu- árás gegn þremur einstaklingum, þar af einum lögreglumanni, á nýársnótt sem hryðjuverk.  Tutt- ugu og fimm ára gamall maður var handtekinn grunaður um aðild að árásinni sem átti sér stað í Victoria- lestarstöðinni. Er árásinni lýst þannig að árásarmaðurinn hafi með handa- hófskenndum hætti ráðist að fórnarlömbunum með eldhúshníf. Lögreglan notaði piparúða til þess að yfirbuga manninn á vettvangi en hann er sagður hafa verið í miklu æðiskasti þegar hann var hand- tekinn. Fórnarlömbin þrjú eru á batavegi og úr lífshættu en um er að ræða karl og konu á fimmtugsaldri, auk lög- reglumannsins. Hlutu þau stungusár á maga og konan einnig stungusár í andliti. Þau voru í borginni til að taka þátt í áramótafögnuði. Búist er við því að þau verði einhvern tíma á spítala til þess að jafna sig af sárum sínum sem eru talin alvarleg. Lög- reglumaðurinn, sem er á þrítugsaldri hlaut stungusár á öxl. Hann hefur verið útskrifaður af spítala. Lögreglan hefur í kjölfar árásar- innar gert húsleit í íbúðum sem taldar eru tengjast árásarmanninum. Þrátt fyrir að árásin sé rannsökuð sem hryðjuverk segir lögreglustjór- inn Ian Hopkins að lögreglan útiloki ekki að um annars konar tilefni hafi verið að ræða. Engar upplýsingar hafi komið fram sem sýni fram á að maðurinn hafi unnið með öðrum. „Í gærkvöldi þurftum við að takast á við hræðilega árás,“ sagði Hopk- ins á blaðamannafundi. „Árás sem beindist að fólki sem kom saman til að fagna nýju ári í Manchester.“ Tveir hnífar voru teknir af mann- inum á vettvangi en ekki hefur komið fram hvort báðir hafi verið notaðir við árásina. „Ég veit að þessi atburður hefur snert marga og valdið mörgum áhyggjum. Það að þessi árás skuli eiga sér stað svo stutt frá staðnum þar sem hryðju- verkaárás var gerð þann  22. maí 2017 gerir þetta enn ömurlegra,“ sagði Hopkins og vísaði þar  til sjálfsmorðssprengjuárásarinnar við Man chester-leikvanginn þar sem 23 létust. odduraevar@frettabladid.is Hnífaárás í Manchester rannsökuð sem hryðjuverk Árásin átti sér stað við Victoria-lestarstöðina í Manchester á nýársnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Þrír særðust í hnífaárás í Manchester í Bretlandi. Einn hefur verið hand- tekinn og er árásin rann- sökuð sem hryðjuverk. GEFÐU VATN gjofsemgefur.is 9O7 2OO3 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð NORÐUR KÓREA Leiðtogi alræðis- ríkisins Norður-Kóreu, Kim Jong Un, segist reiðubúinn til þess að hitta Donald Trump, Bandaríkja- forseta, á ný hvenær sem er til þess að ganga úr skugga um að þeir nái sameiginlegu markmiði sínu, sem er afkjarnorkuvæðing Kóreuskagans, en varar við því að hann sé reiðubú- inn til þess að „kanna aðrar leiðir“ verði refsiaðgerðum Bandaríkjanna gagnvart landinu fram haldið. Þetta kom fram í nýársávarpi leiðtogans til þjóðar sinnar en líkt og kunnugt er hitti Kim Bandaríkjaforseta í júní á síðasta ári, 2018. „Ég er alltaf reiðubúinn til þess að setjast niður með Bandaríkja- forseta hvenær sem er í framtíðinni og ég mun vinna hart að því að ná niðurstöðu sem verður fagnað af alþjóðasamfélaginu án þess að mistakast,“ sagði einræðisherrann meðal annars. Hann fullyrti að yfirvöld í Pyong- yang hefðu „gripið til nokkurra yfirgripsmikilla aðgerða“ í þágu afkjarnorkuvæðingar Kóreuskagans og að ef Washington myndi svara með aðgerðum sem gæfu til kynna að traust ríkti á milli landanna „myndu tvíhliða samskipti þróast á undraverðum tíma“. Norður-Kórea sé hins vegar eins og áður segir, til- búin til þess að „kanna aðrar leiðir“ fari svo að Bandaríkin aflétti ekki refsiaðgerðum að fullu gagnvart landinu. Í umfjöllun Reuters um ummæli einræðisherrans kemur fram að ekki sé vitað nákvæmlega hvað hann meini með þessu orðfæri en að það muni líklegast ýta undir efasemdir meðal bandarísku ríkis- stjórnarinnar um að yfirvöld í Norður-Kóreu vilji raunverulega láta af hendi kjarnorkuvopn sín. Bandarísk yfirvöld hafa enn ekki tjáð sig um nýársávarp einræðis- herrans en yfirvöld í Suður-Kóreu hafa fagnað ávarpinu og segja það sýna staðfestu yfirvalda þar til þess að bæta samskiptin við Seoul og Washington. – oæg Segist reiðubúinn til fundar við Trump Frá nýársávarpi Kim Jon Un, leiðtoga Norður-Kóreu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Ég er alltaf reiðu- búinn til þess að setjast niður með Banda- ríkjaforseta Kim Jon un, leiðtogi Norður-Kóreu 0 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 1 E D -4 7 8 C 2 1 E D -4 6 5 0 2 1 E D -4 5 1 4 2 1 E D -4 3 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.