Fréttablaðið - 02.01.2019, Síða 30

Fréttablaðið - 02.01.2019, Síða 30
Járn & Gler ehf. • Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin 104 Reykjavík • S. 58 58 900 • www.jarngler.is Bjóðum upp á sjálfvirkan hurðaopnunarbúnað, hurðir og gluggakerfi ásamt uppsetningu og viðhaldi á búnaði. Áratuga reynsla. Símaveski, heyrnartól, snúrur og allt fyrir símann. Símaveski.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind First Reformed (english-no sub) .... 17:40 Roma (spanish w/eng sub) ................... 18:00 Plagi Breslau (polish w/eng sub) .... 18:00 Kalt stríð // Cold War (ice sub) ...... 20:00 First Reformed (english-no sub) ... 20:00 Suspiria (ice sub) ..................................... 21:00 Milosc jest wszystkim(pol. w/eng sub) .22:00 Erfingjarnir//The Heiresses (ice sub) ..22:20 HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 2. JANÚAR 2019 Viðburðir Hvað? SalsaIceland Glitter & glamour danskvöld 2. jan. á Iðnó Hvenær? 19.30 Hvar? Iðnó Við hefjum árið með hvelli og bjóðum í „Glitter & glamour“ danskvöld á Iðnó þar sem öll dansflóran fær að njóta sín. Við hvetjum alla til að mæta í sínu fínasta pússi og bjóðum upp á geggjaðar danssýningar í fallegasta umhverfi Reykjavíkurborgar á 1. hæð Iðnó. Ókeypis prufutíminn fyrir byrjendur í salsa er á sínum stað kl. 19.30 og eftir það fær salsa, bachata og kizomba að njóta sín, í takt við vinsældir á dansgólfinu. Showtime er kl. 22.00 og kvöldinu lýkur kl. 23.30, svo við hvetjum alla til að mæta tímanlega. Hvað? Sagatid - Nutid Hvenær? 11.00 Hvar? Veröld – Hús Vigdísar Íslendingasögurnar komu út árið 2014 í nýrri danskri þýðingu, með myndskreytingum myndlistarkon- unnar Karin Birgitte Lund. Sýning á verkum hennar fyrir útgáfuna er nú haldin í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Teikningarnar byggja á myndskreytingum og fagurfræði víkingatímans og miðalda, og Karin sækir innblástur í norræna myndlist þess tímabils. Verkin eru meðal annars undir áhrifum af íslenskum miðalda- handritum, veggmyndum í dönskum kirkjum, höggmyndum á Gotlandi og norskum stafkirkjum. Á sýningunni eru einnig nokkrar glænýjar teikningar sem innblásn- ar eru af Íslendingasögunum. Sýningar Hvað? Innrás IV: Margrét Helga Sess- eljudóttir Hvenær? 13.00 Hvar? Ásmundarsafn Margrét Helga Sesseljudóttir nýtir sér ýmsa miðla og efni í marglaga skúlptúrum sínum. Náttúruleg og persónuleg nálgun hennar er hríf- andi og býður samtal hennar og verka Ásmundar áhugavert sjónar- horn. Árið 2018 eru fyrirhugaðar fjórar innrásir inn í sýninguna List fyrir fólkið í Ásmundarsafni, þar sem völdum verkum Ásmundar Sveinssonar er skipt út fyrir verk starfandi listamanna. Hvað? Ingólfur Arnarson: Jarðhæð Hvenær? 10.00 Hvar? Hafnarhúsið Sýnd eru ný verk eftir myndlistar- manninn Ingólf Arnarson í A-sal Hafnarhúss. Ingólfur hefur verið áhrifamikill í íslensku listalífi allt frá því að hann lauk listnámi í Hol- landi snemma á níunda áratugn- um. Teikning hefur ætíð skipað veigamikinn sess í listsköpun hans en teikningar Ingólfs einkennast af fíngerðum línum, nákvæmni og tíma. Hann hefur jafnframt unnið verk á steinsteypu þar sem þyngd iðnaðarframleiddra eininga myndar undirlag næmra litatóna. Hvað? Jóhannes S. Kjarval: … lífgjafi stórra vona Hvenær? 10.00 Hvar? Kjarvalsstaðir Jóhannes Sveinsson Kjarval (1885- 1972) er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar og arfleifð hans lifir í fjölbreyttu lífsverki sem nær yfir fjölda málverka af náttúru lands- ins, kynjaverum sem þar leynast og fólkinu í landinu. Þannig má skipta myndefni Kjarvals gróf- lega í þrjá hluta; landslagsmyndir, fantasíur og mannamyndir. Þó skarast þetta oft þannig að í sömu myndinni getur verið að finna allar myndgerðirnar. Hvað? Véfréttir - Karl Einarsson Dunganon Hvenær? 10.00 Hvar? Listasafn Íslands Listasafn Íslands efnir til sýningar á úrvali verka Karls Einarssonar Dunganons sem er ætlað að varpa ljósi á líf og list þessa einstaka listamanns sem hafði alla tíð sterkar taugar til Íslands og arf- leiddi íslensku þjóðina að verkum sínum. Varðveitir Listasafn Íslands rúmlega tvö hundruð myndverk, en ljóð hans, úrklippubækur og önnur gögn eru geymd í Þjóð- skjalasafni Íslands. Karl Kerúlf Ein- arsson fæddist á Íslandi árið 1897 en flutti barnungur til Færeyja og síðar til Danmerkur þar sem hann bjó lengst af ævinnar og lést þar árið 1972. Hann tók sér ungur nafnið Dunganon en gekk undir öðrum nöfnum sem þjónuðu því hlutverki sem hann lék hverju sinni. Líklegast er hertoginn af St. Kildu þekktasti titillinn sem Karl tók sér. Þó hann kæmi aldrei til þessa skoska eyjaklasa, sló hann eign sinni á hann og lýsti sig æðsta stjórnanda, útbjó sér vegabréf, rík- isstimpil, póststimpil og útdeildi riddaraskjölum. Kjarvalsstaðir eru fullir af fallegri list og fátt betra að gera en kíkja þangað í dag. Listasafn Íslands er opið, þannig er það nú bara. 2 . J A N Ú A R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :5 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E D -2 9 E C 2 1 E D -2 8 B 0 2 1 E D -2 7 7 4 2 1 E D -2 6 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 0 s _ 1 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.