Fréttablaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 10
vönduðu Bjarna Bjarnasyni, forstjóra
OR, ekki kveðjurnar.
Um leið og tilkynnt var að úttekt
yrði gerð á málum OR var greint frá
því að Bjarni færi í tímabundið leyfi
frá forstjórastörfum. Helga Jónsdóttir
tók við í hans stað og var niðurstaða
úttektarinnar kynnt í nóvember. Þar
kom meðal annars fram að uppsagnir
bæði Áslaugar og Bjarna Más hefðu
verið réttmætar en betur hefði mátt
standa að þeim. Þar kom einnig fram
að vinnustaðamenning og starfs
ánægja væri betri en almennt gerist
á vinnumarkaði hér á landi.
Ókyrrð í háloftunum
Flugfélögin voru í kastljósi fjöl
miðlanna lungann úr árinu. Ein
stærstu tíðindin hjá Icelandair voru
vafalaust þau að Björgólfur Jóhanns
son, forstjóri félagsins til tíu ára, lét af
störfum. Ákvörðunina tilkynnti hann
eftir að félagið hafði lækkað afko
muspá sína tvo mánuði í röð.
„Ég er stoltur af því sem hefur áork
ast undanfarin ár og þakklátur fyrir
að hafa fengið að vinna með frábæru
fólki. Framtíð Icelandair Group er
að mínu mati björt; félagið er fjár
hagslega sterkt, með framúrskar
andi starfsfólk og með góða stöðu á
mörkuðum. Ég þakka samstarfsfólki
og stjórn fyrir frábært samstarf sem
aldrei hefur borið skugga á,“ sagði
Björgólfur við starfslokin.
Samhliða tilkynningunni var sagt
frá því að Bogi Nils Bogason, þáver
andi fjármálastjóri félagsins, tæki við
starfi forstjóra tímabundið á meðan
unnið yrði að ráðningu á eftirmanni
Björgólfs. Ráðningin tímabundna
varð þó föst nú í byrjun desember
þegar félagið ákvað að Bogi Nils yrði
eftirmaður Björgólfs.
Félagið gaf út lækkaða afkomuspá
hinn 8. júlí. Þar kom fram að lækk
unin næmi allt að 70 milljónum
Bandaríkjadala, 37 prósentum. Félag
ið tilkynnti síðari lækkun af komu
spárinnar samhliða afsögn Björgólfs.
Sama dag hríðféll félagið í Kauphöll
Íslands, um rúmlega 17 prósent.
Fyrir utan raunir Icelandair um
miðbik árs verður ekki minnst á
íslensku flugfélögin án þess að rekja
þrautagöngu WOW air og Skúla
Mogensen, forstjóra félagsins, á
liðnu ári. Segja má að atburðarásin
hafi byrjað með skuldabréfaútboði
flugfélagsins sem lauk um miðjan
september. Þar tryggði félagið sér fjár
mögnun sem nam um 60 milljónum
evra.
Hinn 5. nóvember var síðan greint
frá því að Icelandair hefði gert kaup
samning um kaup á öllu hlutafé í
WOW air. Boðað var til hluthafa
fundar þar sem taka átti afstöðu til
kaupsamningsins. Þriðjudaginn 27.
nóvember sendi Skúli tölvupóst á
starfsmenn félagsins þar sem hann
fór yfir stöðuna. Þar greindi hann frá
því að hann hefði sjálfur fjárfest fyrir
5,5 milljónir evra, þá jafnvirði ríflega
770 milljóna króna, í eigin félagi. Í
póstinum bætti hann við að nokkrir
hefðu sýnt félaginu áhuga, meðal
annars aðrir fjárfestar en Icelandair.
Ákvörðunin um að greina frá slíku
þótti umdeild en tveimur dögum
INNLENDUR ANNÁLL
um afsögn þingmannanna sex og
þá gaf könnun Fréttablaðsins það
til kynna að Miðflokkurinn myndi
þurrkast út af þingi yrði gengið til
kosninga.
Þeir Gunnar Bragi og Bergþór tóku
sér leyfi frá þingstörfum en Anna Kol
brún og Sigmundur Davíð ákváðu
að sitja áfram. Framkvæmdastjórn
Flokks fólksins vék þeim Ólafi Ísleifs
syni og Karli Gauta úr flokknum en
þeir ákváðu að sitja áfram sem óháðir
þingmenn.
Uppljóstrarinn, sem tók upp sam
tal þingmannanna á gamlan snjall
síma, steig fram hinn 7. desember í
viðtali við Stundina. Bára Halldórs
dóttir, fötluð hinsegin kona, ákvað að
taka málin í eigin hendur því henni
misbauð hvernig sexmenningarnir
töluðu sín á milli. Báru var hampað
sem hetju og á innan við viku eftir
að hún steig fram höfðu á annan tug
þúsunda skráð sig á Facebooksíðuna
„Takk Bára“.
Nokkrum dögum síðar greindi
Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra
þingmanna Miðflokksins, frá því að
þeir hygðust kanna réttarstöðu sína.
Bára var boðuð fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur en krafa þingmannanna
fól í sér gagnaöflun og að tekin yrði
skýrsla af starfsmönnum Klausturs
sem vitnum fyrir dómi.
Kröfunni var hafnað en málinu
virðist hvergi nærri lokið.
Vert er að ítreka að listinn er ekki
tæmandi heldur endurspeglar hann
hluta af þeim málum sem voru hvað
mest í umræðunni. Af nógu er að
taka enda ljóst að árið sem nú er að
lokum komið var með eindæmum
viðburðaríkt. daniel@frettabladid.is
síðar gáfu félögin það út að Iceland
air hefði fallið frá kaupunum. Skúli
kvaðst bjartsýnn á stöðuna en sama
dag greindi félagið frá því að Indigo
Partners, undir forystu flugmógúlsins
Bill Franke, hygðist fjárfesta í WOW.
Sjálfur lagði Franke leið sína til
Íslands til fundar við Skúla og stjórn
endur WOW air. Enn er beðið eftir því
að því að gengið verði frá kaupunum
en greint hefur verið frá því að kaupin
nemi 75 milljónum Bandaríkjadala.
Greint var frá því að á fjórða
hundrað manns hefði verið sagt upp
hjá félaginu. Þeirra á meðal voru 111
fastráðnir starfsmenn en einnig var
ákveðið að endurnýja ekki samninga
við tímabundna starfsmenn og verk
taka. Þá var tilkynnt að áætlunarflugi
til Indlands yrði hætt og þá kvarnað
ist töluvert úr flugvélaflota félagsins.
Sósíalistar í borgarstjórn og tekist
á um virkjunaráform
Gengið var til sveitarstjórnarkosninga
um land allt í maí. Þar bar hvað hæst
að Sósíalistaflokkurinn náði inn
manni í borgarstjórn. Sanna Mag
dalena Mörtudóttir komst inn sem
oddviti flokksins í borginni og hefur
látið til sín taka síðan. Fjölgun borgar
fulltrúa úr 15 í 23 varð staðreynd og
þá héldu Samfylkingin, Píratar og
Vinstri græn áfram í meirihluta í
borgarstjórn. Inn í samstarfið bætt
ist Viðreisn, eiginlegur sigurvegari
kosninganna, sem náði inn tveimur
fulltrúum, þeim Þórdísi Lóu Þórhalls
dóttur og Pawel Bartoszek.
„Nej til racism“ og
Danadrottning á fullveldishátíð
Um hátíðarfundinn á Þingvöllum
verður ekki rætt án þess að minnast á
Piu Kjærsgaard, forseta danska þings
ins. Koma hennar vakti misjöfn við
brögð hér á landi en flokkur hennar,
Danski þjóðarflokkurinn, hefur verið
sakaður um útlendingaandúð og þá
rekur hann harða innflytjendastefnu.
Þingmenn Pírata sniðgengu hátíðar
fundinn og þá límdu aðrir á sig lím
miða með skilaboðunum „Nej til
racism“, sem myndi á íslensku útleggj
ast sem „Nei við kynþáttahatri“.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, gekk í burtu er
Kjærsgaard hóf ræðu sína, þar sem
hún talaði um Ísland sem vöggu nor
rænnar menningar.
Steingrímur J. Sigfússon, forseti
Alþingis, harmaði viðbrögð þing
manna og sagði komu Kjærsgaard
ekkert hafa með pólitík eða flokk
hennar að gera. Hún hefði verið hing
að boðin sem forseti danska þingsins.
Jafnframt gagnrýndi hann viðbrögð
einstakra þingmanna og sagði þá hafa
sýnt Kjærsgaard óvirðingu.
Lögfræðingar leggja ríkið
Í lok október dæmdi Héraðsdómur
Reykjavíkur íslenska ríkið til að greiða
Jóni Höskuldssyni fjórar milljónir
króna í skaðabætur og 1,1 milljón í
miskabætur vegna skipunar Sig ríðar
Á. Ander sen dóms mála ráð herra á
dómurum við Lands rétt.
Einnig féll dómur í máli Ei ríks
Jóns sonar, sem höfðaði mál af sömu
á stæðu og Jón, og var niður staðan sú
fela Innri endurskoðun Reykjavíkur
borgar að gera úttekt á framkvæmd
unum og leit skýrsla þess efnis dags
ins ljós skömmu fyrir jól.
Hún var svört og er ljóst að eitt
hvað fór úrskeiðis þegar kom að
nær öllum þáttum verkefnisins. Þar
kemur meðal annars fram að farið
hafi verið fram úr samþykktum fjár
heimildum og þess hafi heldur ekki
verið gætt að sækja viðbótarfjár
magn áður en stofnað var til kostn
aðar. Með því voru sveitarstjórnarlög
brotin sem og reglur borgarinnar.
Þá kemur fram að upplýsingagjöf
til borgarráðs hafi verið óásættanleg.
Dæmi séu um að villandi eða jafnvel
rangar upplýsingar hafi ratað til ráðs
ins í tengslum við verkefnið. Hrólfur
Jónsson, fyrrverandi skrifstofustjóri
eigna og atvinnuþróunar, fékk
útreið í skýrslunni en þar er hann
sagður hafa brugðist stjórnenda
ábyrgð allrækilega.
Þjóðin þakkar Báru
Það er af nógu að taka þegar kemur
að pólitíkinni á liðnu ári. Klausturs
málið er vafalaust það sem vakti
mesta athygli, hneykslan og furðu.
Stundin og DV birtu fyrst og fjölluðu
um upptökur þá ónefnds aðila á
sóðatali sex þingmanna, fjögurra úr
Miðflokknum og tveggja úr Flokki
fólksins, að kvöldi 20. nóvember.
Nöfn þeirra Gunnars Braga Sveins
sonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur,
Sigmundar Davíðs Gunnlaugs
sonar, Bergþórs Ólasonar,
Karls Gauta Hjaltasonar
og Ólafs Ísleifssonar voru
skyndilega á allra vörum
og yfir þriggja tíma sam
ræður þeirra á Klaustri
bar.
Það hvernig sexmenn
ingarnir tóku aðra þing
menn fyrir og fólk úr sam
félaginu öllu varð til þess
að stórum hluta þjóðar
innar var misboðið. Hávær
krafa var, og er raunar enn,
að ríkið væri skaða bóta skylt. Hann
mun því að öllum líkindum koma
til með að láta reyna á skaðabóta
skylduna.
Skipun Sigríðar á dómurum við
Landsrétt, þvert á mat hæfisnefndar,
dregur því enn dilk á eftir sér. Þeir Ást
ráður Haralds son og Jóhannes Rúnar
Jóhanns son stefndu báðir ríkinu
vegna málsins en þeir urðu, líkt og
Jón og Eiríkur, af dómarasætum við
réttinn.
Hæstiréttur dæmdi báðum 700
þúsund krónur í miskabætur vegna
ó lög mætrar máls með ferðar sem þeir
urðu fyrir við skipun dómara við
Landsrétt.
Allt lék á reiðiskjálfi
vegna Braggans
Undir lok sumars komst fátt annað
að en framúrkeyrslan vegna fram
kvæmdanna við Nauthólsveg 100.
Braggamálið svokallaða var nánast
á hvers manns vörum en kostnaður
við framkvæmdirnar nam 425 millj
ónum króna. Alls var 352 milljónum
úthlutað í verkefnið en upphafleg
kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir 158
milljónum.
Hávær krafa var uppi um rannsókn
á framúrkeyrslunni og veltu margir
því fyrir sér hvernig það gat gerst að
endurbyggingin kostaði nær hálfan
milljarð. Borgarstjórn samþykkti að
Miklu meira á Fréttablaðið.is þar
sem hægt er að lesa allt um allar
hinar hetjurnar og skúrkana sem
settu svip á árið.
3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
3
1
-1
2
-2
0
1
8
0
4
:4
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
1
E
C
-B
5
E
4
2
1
E
C
-B
4
A
8
2
1
E
C
-B
3
6
C
2
1
E
C
-B
2
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
0
_
1
2
_
2
0
1
C
M
Y
K