Fréttablaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.12.2018, Blaðsíða 26
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Djúpir sterkir litir Djúpblár, sterkrauður og smar- agðsgrænn vilja komast úr eld- húsinu og dreifa sér um húsið. Reglan er 90% hvítt og 10% sterkir litir. Einlitar mottur, skrautmunir eða púðar á sterkum hvítum eða svörtum grunni er fallegt og stíl- hreint og jafnvel sterklitur einn veggur í herbergi. Það eru alls konar litir í boði og betra ef það eru fleiri en einn litur í sama rými, passa bara að þeir séu þá allir sterkir, kóngablár og daufbleikur eru til dæmis ekki samrýmanlegir 2019. Eldhús í stuði Stílhreina eldhúsið er á undan- haldi og nú mega flísar og borð- plötur vera mynstruð og almennt meira stuð og hreyfing í eldhúsinu. Umhverfisvænt og handgert Hlutir úr umhverfisvænum efnum eins og tré, pappír og leir verða æ meira áberandi á heimilum enda þarf fólk á jarðtengingu að halda. Blómamynstur Blómamynstur á mottum, púðum og veggfóðri verður inn, bæði stórt og smátt. Blómaveggir eða púðar og gardínur með blómamynstri. Himinsængur Á óvissutímum leitar fólk í huggun og öryggi. Himinsængur með fjórum stólpum og himni eru þau húsgögn sem komast næst því að veita slíka öryggistilfinningu, nánast eins og opinn faðmur eða hellir til að hjúfra sig í. Málmblendi Að blanda saman ólíkri málmáferð er tímalaus og klassísk leið til búa til jafnvægi og fallegt yfirbragð í rýmið. Silfur og pjátur passar til dæmis vel við brons og dökkan kopar og brass, gull og aðrar gular málmáferðir fara vel við fægðan kopar og gamla járnáferð. Það borgar sig þó að fara varlega og smekklega í málminn. Svart bað Dökkir og gljáandi baðherbergis- veggir og gólf vekja hughrif um dýrar heilsulindir og munað. Litir og lúxus á nýju ári Heimilið stefnir í að verða gamaldags og rómantískt á næsta ári. Himinsængur, flauelstjöld og blómamynstur verða allsráðandi með þægindi og munað í fyrirrúmi. Sterklitir veggir, ljós gólf og gamal- dags húsgögn úr grófum viði verða einnig ráðandi á næsta ári. Kannski aðeins farið yfir strikið en þó má sjá margt sem verður vinsælt á árinu: Flauelshúsgögn, sterka liti, málmáferð og samstæða borðlampa. NORDICPHOTOS/GETTY BÍLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Mest lesna bílablað landsins kemur næst út þriðjudaginn 8. janúar næstkomandi. Ritstjóri blaðsins er Finnur Thorlacius sem er bílaáhugamaður af lífi og sál. Umsjón auglýsinga: Atli Bergmann • atli@frettabladid.is • sími 512 5457 FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Með fallegri daufri lýsingu, góðu ilmkerti í fallegri krús og mjúkum handklæðum eruð þið komin með ykkar eigið spa. Ljós viðargólf Eftir nokkur ár af dökkum gólfum eru ljós gólfefni að verða vinsæl á ný, þökk sé vaxandi áherslu á opin og björt rými. Hvíttuð gólf eða parket úr ljósri eik eða birki endur- varpa ljósi betur en dökki viðurinn og auðvelt er að breyta birtustiginu með gardínum, mottum eða lýsingu. Þægindi Mjúkar þykkar mottur og teppi og sófar sem enginn tímir að standa upp úr eru að koma og óþægilegt en töff er á útleið. Svo einfalt er það. Og hver segir að mjúkt geti ekki verið töff? Dúskar Einu sinni leit út fyrir að dúskar heyrðu sögunni til en nú er öldin önnur. Hvert sem litið er má sjá dúska, hvort sem er á eyrnalokkum, hálsklútum, pilsföldum eða inni á heimilinu. Heimilisdúskarnir eru til dæmis á púðum og mottum, gardínum og á keðjum eða stakir til skrauts á vegg eða í lofti. Skemmti- legir litir, óvenjuleg lögun mun sjá til þess að dúskarnir eru komnir til að vera 2019. 1918 Áhrif frá heimilisbrag í upphafi 20. aldar eru einnig áberandi. Húsgögn með flauelsáferð, stórar, margarma ljósakrónur, stórir gamal- dags lampar tveir saman og þung flauelsgluggatjöld eru áberandi og einnig má sjá þessara áhrifa gæta á baðherberginu, til dæmis með brons og látúnsblöndunartækjum og handlaugum og baðkerjum sem bera tímabilinu vitni. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 3 1 . D E S E M B E R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 3 1 -1 2 -2 0 1 8 0 4 :4 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E C -B 0 F 4 2 1 E C -A F B 8 2 1 E C -A E 7 C 2 1 E C -A D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 3 0 _ 1 2 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.