Fréttablaðið - 04.01.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 04.01.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 4 . J A N Ú A R 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Leyfum klukkunni að segja satt, skrifar Þórlindur Kjartansson. 11 SPORT Tap í fyrsta leiknum á æfingamóti í Noregi. 14 TÍMAMÓT Lagið Don’t Stop Me Now með Queen kom út fyrir heilum 40 árum í dag. 16 LÍFIÐ Hljómsveitin Hjaltalín hefur verið þögul síðustu þrjú ár en í dag breytist það. 26 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 borgarleikhus.is MBLFBL ,,Áhrifaríkasta Shakespeareuppfærsla sem ég minnist á íslensku sviði og þó víðar væri leitað.” ,,Ríkharður III er ein af bestu leiksýningum síðustu ára.” SAMKEPPNI Íslandspóstur ohf. (ÍSP) fékk ekki samþykki Samkeppnis- eftirlitsins (SKE) áður en dóttur- fyrirtæki þess, ePóstur, var innlimað í móðurfélagið. Í sátt sem fyrirtækið gerði við stofnunina í febrúar 2017 segir að ekki megi sameina dóttur- félög móðurfélaginu nema samþykki SKE liggi fyrir. Félagið ePóstur var til umfjöllunar undir lok síðasta árs. ÍSP lánaði félag- inu um 300 milljónir króna en lét lánin ekki bera vexti. Í fyrrnefndri sátt segir að reikna skuli vexti á lánin en það hyggst ÍSP ekki gera. Séu lánin látin bera markaðsvexti má reikna með að tap ÍSP af ePósti nemi hátt í hálfan milljarð króna. Samkvæmt fyrirtækjaskrá var ePóstur afskráð 13. desember síðastliðinn. Sam- runi félaganna var ákveðinn síðasta sumar en eftirlitsaðilum með sátt- inni ekki tilkynnt um fyrirætlunina fyrr en fjórum mánuðum síðar. Áður en afstaða þeirra lá fyrir voru félögin sameinuð. Í skriflegu svari SKE við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki liggi fyrir hjá stofnuninni afstaða til þess hvort aðgerðin sé brot gegn sáttinni. Því liggi ekki fyrir hvort gripið verði til aðgerða gagnvart ÍSP. Málið sé í skoðun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem SKE skoðar fyrirtæki sem Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP, stýrir en hann var einnig forstjóri Eimskips í upphafi þessarar aldar. SKE ákvað Eimskipi 310 milljóna króna sekt vegna samkeppnisbrota fyrirtækis- ins í stjórnartíð Ingimundar. Fyrir jól samþykkti Alþingi 1,5 milljarða neyðarlánsheimild til ÍSP vegna bágrar fjárhagsstöðu. Stjórn- endur segja að tapið megi rekja til aukningar á „Kínasendingum“ en viðvarandi taprekstur hefur verið á dótturfélagi, sem ÍSP hefur lánað, og ýmsum þáttum samkeppnisrekstrar, til dæmis sendingum innanlands, áður en tap af erlendum sendingum kom til. – jóe Afskráðu ePóst án samþykkis Íslandspóstur ohf. afskráði dótturfyrirtæki sitt ePóst þann 13. desember síðastliðinn án samþykkis Sam- keppniseftirlitsins. Eftirlitið á eftir að taka afstöðu til hvort um brot gegn sátt frá árinu 2017 sé að ræða. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri ÍSP Nancy Pelosi tók í gær við sem forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hún hefur verið í eldlínunni í baráttu Demókrata við Donald Trump Bandaríkjaforseta um lokun ríkis­ stofnana. Pelosi hefur áður gegnt embætti forseta. Dagurinn í gær var sögulegur að mörgu leyti, meðal annars hafa aldrei fleiri konur tekið sæti á þingi. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Halldór 0 4 -0 1 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 1 E F -A 4 6 4 2 1 E F -A 3 2 8 2 1 E F -A 1 E C 2 1 E F -A 0 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 1 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.