Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 18

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 18
 18 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 fræðilegt viðfangsefni eða lífeðlislegt ferli (Brathwaite & Williams, 2004). Á Íslandi eru ljósmæður aðalumönnunaraðilar kvenna í barneignarferlinu og byggist hugmyndafræði Ljósmæðrafélags Íslands á því að barneign- arferlið sé lífeðlislegt ferli en ekki sjúkdómur og jafnframt að ljósmæður eigi að virða sjónarmið ólíkra menningarheima, kynna sér viðhorf og menningu fólks og veita þjónustu í samræmi við það (LMFÍ, e.d.). Í niðurstöðum doktorsrannsóknar Ólafar Ástu Ólafsdóttur (2009) kemur fram sam- hljómur í fæðingarsögum 20 íslenska ljós- mæðra þar sem þær m.a. leggja áherslu á einstaklingshæfða og samfellda ljósmóður- þjónustu sem er í samræmi við hugmynda- fræði og stefnu LMFÍ (e.d). Kjarninn er að vera hjá og með konunni þar sem leitast er við að koma til móts við óskir hverrar og einnar. Ætla má að aukin þekking og skilningur ljósmæðra á sérstöðu kvenna sem koma erlendis frá þar sem tekið er tillit til menningartengdra viðhorfa, væntinga og hugmynda kvennanna um barneignarferlið og barneignarþjónustuna sé þýðingarmikill. Konur sem koma frá löndum þar sem ung- barna- og mæðradauði er mikill eru hugsan- lega hræddar við að fæða (Brathwaite & Williams, 2004; Rolls & Chamberlain, 2004). Fyrir konu sem lítur á meðgöngu og fæðingu sem eðlilegt ferli má ætla að öll inngrip séu henni áfall. Fyrir konu sem lítur á fæðingu sem áhættu og gerir hugsanlega ráð fyrir inngripum þarf að taka tillit til skoðana hennar að því marki sem telja má skynsam- legt. Hér á landi hafa ekki verið gerðar margar rannsóknir um fjölmenningu á heilbrigðis- sviði og engar sem tengjast barneignar- ferli erlendra kvenna. Í viðtalsrannsókn um filippseyska sjúklinga á Landspítala komu fram menningartengdir árekstrar í umönnun þeirra (Requierme, 2006). Þá eru útlendingar oft útilokaðir í rannsóknum, bæði hér á landi og annars staðar, vegna tungumálaerfiðleika en erlendar rannsóknir gefa til kynna misgóða reynslu erlendra kvenna af barneignarþjónustu og birta vís- bendingar um að ekki sé tekið nægjanlegt tillit til menningarbundinna viðhorfa í um- önnun þeirra (McLachlan & Waldenström, 2005; Ny, Plantin, Karlsson & Dykes, 2007; Tsianakas & Liamputtong, 2002). Þá hættir heilbrigðisstarfsfólki til að hafa staðlaða ímynd af þeim sem hafa sama þjóðerni, litarhátt eða líkt útlit og sú ímynd hefur áhrif á þá þjónustu sem það veitir (Bowler,1993; Leishman, 2004; Vydelingum, 2005). Markmið rannsóknarinnar var að dýpka skilning og þekkingu á menningartengdum viðhorfum, hefðum og væntingum erlendra kvenna til meðgöngu, fæðingar og sængur- legu ásamt því að varpa ljósi á reynslu þeirra af barneignarferlinu og barneignarþjónust- unni hér á landi. Rannsóknin var eigindleg með aðferð etnógrafíu og var gagna aflað með viðtölum við erlendar konur sem hafa reynslu af þjónustu í barneignarferlinu hér- lendis. Tvær rannsóknarspurningar voru lagðar fram: 1 Hver eru menningartengd viðhorf, hefðir og væntingar erlendra kvenna búsettra hérlendis til meðgöngu, fæðingar og sængurlegu? 2 Hver er reynsla erlendra kvenna af barn- eignarferlinu og barneignarþjónustunni hér á landi með hliðsjón af menningar- hæfni? Í þessari grein er lögð áhersla á fyrri spurninguna og þær niðurstöður sem nema raddir kvennanna um menningartengd við- horf og væntingar sem einnig endurspeglast í reynslu þeirra af barneignarferlinu og barn- eignarþjónustu hér á landi. AÐFERÐ Etnógrafía hefur það markmið að nálgast sjónarhorn einstaklinga út frá þeirri menn- ingu sem þeir koma úr og hæfir tilgangi rannsóknarinnar. Gagnasöfnun fólst í viðtöl- um við sjö erlendar konur í barneignarferli þeirra, tvö viðtöl við hverja þeirra, með einni undantekningu; alls 13 viðtöl. Fyrra viðtalið var tekið í lok meðgöngu á heilsugæslu- stöð og seinna viðtalið nokkrum vikum eftir fæðingu á heimili kvennanna. Í viðtölunum var stuðst við viðtalsramma en viðtölin voru jafnframt opin þ.e. sneru að ákveðnu rann- sóknarviðfangsefni en rannsakandi gætti þess jafnframt að vera opinn fyrir nýjum áherslum og sjónarmiðum þátttakenda. Viðtalsrammar byggðu á rannsóknarspurn- ingunum, hugmyndafræði menningarhæfni, hugmyndafræði ljósmæðra um barneignar- ferlið, niðurstöðum fyrri rannsókna auk faglegrar reynslu höfunda. Þá var gerð for- prófun með viðtölum við tvær erlendar kon- ur. Auk viðtalanna voru skráðar vettvangs- nótur tengdar hverju viðtali í formi lýsinga á konunum, útlit þeirra, viðmót, fas og hvernig þær tjáðu sig auk lýsinga á aðstæðum þeirra. Þá voru upplýsingar og athugasemdir frá túlkum skráðar. Viðtölin fóru ýmist fram á ensku þegar viðmælandi talaði góða ensku eða með túlk sem kom frá löggildri túlka- þjónustu. Fyrsti höfundur þessarar greinar tók öll viðtölin og vann úr gögnum í sam- vinnu við hina höfundana. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúr- taki af þeim ljósmæðrum sem önnuðust kon- urnar í meðgönguvernd. Með tilgangsúrtaki er átt við þátttakendur sem hafa áhuga og vilja til að deila þekkingu á viðfangsefninu, í þessu tilviki um menningarbundnar hug- myndir og viðhorf tengd barneignarferlinu (Green & Thorogood, 2004; Munhall, 2007; Polit & Beck, 2008). Ekki var skilyrt hvaðan viðmælendur kæmu til þess að einblína ekki á eitt þjóðerni umfram annað og komu viðmælendur frá sex ólíkum löndum í fjórum heimsálfum og höfðu búið á Íslandi frá einu ári til fjögurra. Tvær konu eru með háskóla- próf, tvær með próf úr framhaldsskóla, tvær með starfstengt nám og ein með grunn- Nafn Uppruni Uppruni maka Fæðingar Útkoma fæðingar Samskipti Belinda Bandaríkin Ísland Frumbyrja Eðlileg fæðing Viðtöl fóru fram á ensku Fanney Finnland Ísland Frumbyrja Valkeisari sitjandi Viðtöl fóru fram á ensku Kolbrún Kosovo Kosovo Fjölbyrja Eðlileg fæðing Maki túlkaði á íslensku Salome Afríka Afríka Fjölbyrja Bráðakeisari tvíburar Íslenskur túlkur á frönsku Pamela Pólland Pólland Frumbyrja Eðlileg fæðing Pólskur túlkur Pálína Pólland Pólland Frumbyrja Eðlileg fæðing Pólskur túlkur Telma Thailand Ísland Frumbyrja Eðlileg fæðing Taílenskur túlkur Tafla 1. Nöfn viðmælenda, uppruni, uppruni maka, fyrri fæðingar, útkoma fæðinga og eðli samskipta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.