Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 21
 21júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið hlutverk þeirra. Samsvarar þetta rannsókn Herrel o.fl. (2004) þar sem sómalskar konur í Bandaríkjunum vildu fá betri upplýsingar um hlutverk fagfólks sem annaðist þær. Er hér komið inn á áðurnefnda hugtakið heilsulæsi en einstaklingar sem kunna illa tungumál þess lands sem þeir búa í eiga erfiðara um vik að skilja og nýta sér upplýsingar um heil- brigðiskerfið og heilbrigðisþjónustuna m.a. um hver gerir hvað. Einangrun og depurð eftir fæðingu Sængurlegan og tíminn eftir fæðinguna var í nokkrum tilfellum mjög erfiður tími fyrir við- mælendur rannsóknarinnar og stóðst ekki væntingar þeirra. Þær söknuðu hefða og siða úr því samfélagi sem þær koma úr og stuðnings fjölskyldu, nágranna og vina. Varð vart við depurð hjá tveimur þeirra. Kolbrún sagði frá því að í hennar menningu fara kon- ur ekki út í 40 daga eftir fæðingu og á þeim tíma koma nánustu ættingjar, vinkonur og nágrannar og aðstoða við umönnun barns- ins og heimilishald auk þess að gefa ráð. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda á mikilvægi þess að starfsfólk heilbrigðis- kerfisins sé vel vakandi yfir líðan erlendra kvenna eftir fæðingu og hafa í huga mögulega einangrun þeirra vegna skorts á félagslegum stuðningi. Þar þarf að hafa í huga skimun fyrir þunglyndi eftir fæðingu en Edinborgarþunglyndiskvarði (EPDS) sem notaður er á flestum heilsugæslustöðum er til á veraldarvefnum á mörgum tungu- málum. Niðurstöður rannsóknar Nahas ofl. (1999) benda til að samband sé á milli þunglyndis eftir fæðingu og skorts á sam- félagslegum stuðningi og viðmælendur þeirrar rannsóknar höfðu margar ekki heyrt um fæðingarþunglyndi í sínu heimalandi en töldu mikilvægt að fá fræðslu á með- göngunni um þennan vanda bæði fyrir sig sjálfar og ekki síður maka þeirra. Er það umhugsunarvert í ljósi þessa hvort fræðsla til kvenna og maka þeirra á meðgöngu um fæðingarþunglyndi væri til bóta fyrir foreldra sem koma erlendis frá svo þau séu viðbúin því hvers þau megi vænta eftir fæðinguna, þekki einkenni fæðingarþunglyndis og geti sjálf gert ráðstafanir sem tryggja konunni meiri stuðning eftir fæðinguna. Með þessu væri heilsulæsi þessara verðandi foreldra eflt og um leið styrkur þeirra til að takast á við þær miklu breytingar sem verða í lífi þeirra við barnsfæðingu. Einnig er mikilvægt ekki á óvart. Fellur sú hugsun vel að sam- eiginlegri hugmyndafræði ljósmæðra sem leggur áherslu á einstaklingshæfða og sam- fellda þjónustu til að stuðla að gagnkvæmu trausti og góðu sambandi á milli ljósmóður og konu í barneignarferli hennar (LMFÍ, e.d, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, 2009). Mikilvægi þessa trausts verður seint fullmetið ekki síst þegar konan er í ókunnu umhverfi með ólíkan menningarlegan bakgrunn þar sem ætla má að lengri tíma taki að skapa þetta traust. Næmi fagaðila (Papadopoulos, 2006) í þessu tilfelli ljósmóðurinnar, sem einn þátt- ur menningarhæfni, fyrir ólíkum viðhorfum og væntingum konunnar er undirstaða þess að gagnkvæmt traust skapist sem byggist á samstarfi beggja aðila þ.e. konunnar og ljós- móðurinnar. Hvað er ljósmóðir? Nokkur óvissa kom fram hjá þátttakendum um starfssvið einstakra faghópa, aðallega ljósmæðra, og vísa þær gjarnan í frásögnum sínum almennt til heilbrigðiskerfisins. Starfs- heitið ljósmóðir virðist ekki vera alls staðar þekkt og þótt sú stétt sé til er starfssvið hennar ólíkt eftir löndum. Það var t.d. nýtt fyrir Belindu að vera í meðgöngueftirliti hjá ljósmóður en hún gerði sér fljótlega grein fyrir að starfssvið ljósmæðra á Íslandi er annað en víða í Bandaríkjunum. Sem dæmi lýsti hún áhyggjum af brjóstagjöfinni þar sem í heimalandi hennar er það brjóstaráð- gjafi sem leiðbeinir um brjóstagjöfina og virtist hún þannig vera óörugg um hlutverk ljósmæðra hér en eitt mikilvægasta hlut- verk þeirra hér er að fræða og leiðbeina um brjóstagjöf. Niðurstöðurnar gefa tilefni til að huga betur að því að kynna fyrir erlendum konum hvaða menntun ljósmóðir á Íslandi hefur og í hverju starf hennar er fólgið á öllu barneignarferlinu. Ætla má að það myndi styrkja samband konunnar við sína ljós- móður í meðgönguverndinni og auka öryggi konunnar gagnvart öðrum ljósmæðrum sem hún mætir. Meginniðurstaða viðtalsrann- sóknar Hildar Kristjánsdóttir (2009) um ís- lenskar konur í mæðravernd var sú að kon- unum fannst það veita þeim öryggiskennd að koma í meðgönguvernd og fannst þeim einna mikilvægast að geta treyst faglegri færni ljósmóðurinnar. Ætla má að erlendar konur hafi svipaðar væntingar til umönnun- araðila sinna í meðgönguverndinni og að sama skapi er mikilvægt að konurnar þekki telur almennt jákvæðara viðhorf til brjósta- gjafar hér á landi en í hennar heimalandi. Sérstaklega tekur hún eftir að brjóstagjöf í Bandaríkjunum er víða feimnismál og þar sést ekki til kvenna gefa börnum sínum brjóst á opinberum stöðum í eins miklum mæli og gert er hér: I am feeling that it [brjóstagjöf] is a little bit more acceptable here or I mean it´s acceptable in the US but you have to be very covered all the time. The whole industry is built on fancy... you know covers to hide it. Sátt við skipulag barneignarþjónustunnar Konurnar í rannsókninni voru almennt ánægðar með skipulag barneignarþjónust- unnar. Þeim fannst gott að ljósmóðir annast konur í eðlilegri meðgöngu en vísar til ann- arra sérfræðinga þegar út af bregður. Pálína: Mér finnst eðlilegt og mjög gott að hafa samskipti eingöngu við ljós- móður. Til dæmis í mínu tilfelli þá var tímabil þegar maginn á mér stækkaði ekki eins og hann á að stækka eðlilega og þá ljósmóðir tók þessi strax alvarlega og sendi mig í sónar. Og það var það sem var alveg nóg fyrir mig. Það var viðbrögð og ég er bara mjög ánægð með þetta. Tveim viðmælendum fannst mæðraskoðanir of fáar og höfðu af því áhyggjur. Kolbrún: Það eina [aðspurð um meðgöngu- eftirlitið] sko er að ég mundi vilja kannski koma oftar. Til að vita að allt sé í lagi sko. Konunum fannst mikilvægt að hitta alltaf sömu ljósmóður í meðgönguverndinni ekki síst ef þjónustan var samfelld á þann hátt að þær hittu aftur sömu ljósmóður í heimaþjón- ustu eftir fæðinguna. Niðurstöðurnar gefa til kynna að skipulag barneignarþjónustu þar sem ljósmóðir er aðalumönnunaraðili kon- unnar hentar vel erlendum konum. Margar rannsóknir hafa leitt í ljós ánægju kvenna almennt með samfellda ljósmæðraþjónustu (Biró, Waldenström, Brown & Pannifex, 2003; Brown & Lumley, 1994; van Teijlin- gen, Hundley, Rennie, Graham & Fitzmau- rice, 2003) og kemur því þessi niðurstaða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.