Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 22
 22 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 band við ljósmóður í meðgönguverndinni fannst konunum eins og þær væru komnar í höfn og að það veitti þeim öryggiskennd að hitta alltaf sömu ljósmóðurina. Þá eru hefðir hérlendis sem konurnar eru þakklátar fyrir eins og viðvera maka í fæðingunni. LoKAoRÐ Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að skipuleggja þurfi meðgönguvernd erlendra kvenna á sama hátt og annarra kvenna þar sem hverri heimsókn til ljós- móður er beint að ákveðnu umræðu- og athugunarefni en með sérstaka áherslu á menningarbundnar þarfir þeirra. Samfellda þjónustu ljósmæðra, þar sem konan hitti sömu ljósmóður í gegnum barneignarferlið, ber að tryggja eins og kostur er og meta þörf konunnar fyrir fleiri heimsóknir til ljós- móður og/eða annarra fagaðila. Viðtal eða ráðgjöf væri æskilegt í lok meðgöngu um menningartengdar hugmyndir og væntingar um fæðinguna þar sem reynt er að tryggja að ekkert komi konunni á óvart í tengslum við fæðingu barnsins hennar. Hér má nefna fæðingarstellingar, verkjameðferð, bjargráð í fæðingunni, viðveru maka/aðstandenda, túlkaþjónusta, brjóstagjöf, breytingar sem parið á í vændum eftir fæðinguna og mögu- leg einangrun vegna skorts á félagslegum stuðningi. Útskýra ber hlutverk og starfssvið ljósmóður í fæðingunni þar sem starfssvið þeirra er ólíkt eftir löndum. Í síðari grein verður fjallað um niður- stöður rannsóknarinnar er lúta að snerti- flötum samskipta innan barneignarþjónust- unnar, þekkingu sem var aflað um reynslu kvennanna sem nýta mætti til að þróa og bæta þjónustuna og efla menningarhæfni. Þekking og aukinn skilningur á þörfum erlendra kvenna í barneignarferlinu verður best sóttur í raddir kvennanna sjálfra og er mikilvægt að fara þá leið til að fá inn- sýn í heim þeirra og aðstæður. Þessi rann- sókn bætir við þekkingu sem mætti nýta til að auka skilning og koma betur til móts við þarfir og væntingar erlendra kvenna í umönnun og þannig stuðla að góðri útkomu fyrir þær og fjölskyldur þeirra sem eignast barn í nýju landi. Viðfangsefni þessarar rannsóknar er nær óplægður akur hér á landi en niður- stöður rannsóknarinnar gefa tilefni til fram- tíðarrannsókna og má nefna rannsókn á viðhorfum og hugmyndum ljósmæðra, heyra raddir maka erlendra kvenna, rannsaka upp- misskilningur leiðréttur. Það var styrkur rannsóknarinnar að kon- urnar voru fúsar til að deila viðhorfum sínum og reynslu þrátt fyrir ólíkan menningarlegan bakgrunn og tungumálatálma. Það má einnig telja sem styrkleika að rannsakandi er fagaðili með langa reynslu í samskiptum við konur í barneignarferlinu bæði erlendar og íslenskar. Það jók á traust sem konurnar báru til rannsakanda og þær voru opnari fyrir vikið. Einnig styrkti það gagnkvæmt traust hlutaðeigenda að rætt var við hverja konu tvisvar. SAmANTEKT Niðurstöðurnar rannsóknarinnar gefa til kynna takmarkaða menningarhæfni í barn- eignarþjónustunni hér á landi og takmarkað heilsulæsi kvennanna. Sérstakt áhyggjuefni eru þær vísbendingar sem komu fram um einangrun og depurð eftir fæðingu sem konurnar sjálfar tengdu skorti á félagslegum stuðningi. Konurnar í rannsókninni höfðu hins vegar flestar aðlagast aðstæðum sínum og voru þakklátar fyrir gott heilbrigðiskerfi á Íslandi sem tengist barneignarferlinu og þeim líkaði þau viðhorf sem leggja áherslu á eðlilegt ferli barneignar. Það er athyglivert að þær mátu það mikils að ljósmóðir er leiðandi fagaðili í meðgönguvernd kvenna í eðlilegri meðgöngu. Í röddum kvennanna mátti heyra samhljóm með hugmyndafræði ljósmæðra um einstaklingshæfða og sam- fellda þjónustu en eftir að hafa komist í sam- að umönnunaraðilar afli sér þekkingar (einn þáttur menningarhæfni) á samfélagslegum hefðum og venjum erlendra kvenna um tímann eftir fæðingu til að auka skilning á líðan þeirra. STYRKLEIKAR oG TAKmARKANIR RANNSÓKNAR Rannsóknin hefur þær takmarkanir að ein- ungis er um eitt sjónarhorn að ræða þ.e. viðhorf, væntingar, hugmyndir og reynslu erlendra kvenna í tengslum við barneignar- ferli þeirra og þá þjónustu sem þær fengu. Þá voru konurnar fáar og komu frá mismun- andi löndum og hafa fjölbreytileg viðhorf og væntingar tengdar mismunandi menningu. Þetta þótti þó hæfilegur fjöldi í rannsókn sem þessari og var ákveðinni mettun náð um grunnatriði. Hins vegar má einnig líta á það sem styrkleika að konurnar voru frá mismunandi löndum þar sem það hafði hag- nýtt gildi að fá fram ólík viðhorf og reynslu svo greina mætti sameiginlega þætti enda endurspeglar það raunveruleikann í fjöl- menningu á Íslandi. Með vali á einu þjóð- erni má ætla að auknar líkur hefðu verið á staðlaðri ímynd af hópnum í stað þess að horfa á hverja konu sem einstaka. Viðtölin fóru fram með túlk eða á ensku og því var ákveðin hætta á misskilningi auk þess sem flæði og dýpt í viðtölunum var takmarkaðra. Eftir viðtölin var rætt við túlkinn og helstu umræðuefni tekin upp og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.