Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 26

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 26
 26 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 Upplýsingar Það var nokkuð sammerkt með viðmælend- unum að upplýsingagjöf ljósmæðra vegna gruns um vaxtarskerðingu fósturs skiptir þær miklu máli. Í mörgum tilvikum róaði það konurnar að ljósmæðurnar sem buðu konunum að fara í vaxtarómskoðun töldu í raun að ekki væri um alvarlega vaxtarskerð- ingu að ræða eins og ein konan orðaði það „...þetta er algengt, þetta er varúðarráð- stöfun“. Ljósmæðurnar gerðu í raun ekki mikið úr þessum grunsemdum og hug- hreystu konurnar með því að benda þeim á að það væri ekki ástæða til þess að hafa áhyggjur vegna hugsanlegrar vaxtarskerð- ingar. „Við skulum bara vera rólegar yfir þessu og tökum bara á málinu“. Konurnar sögðu að þær hefðu góðar upplýsingar um margt er varðaði skoðunina áður en þær fóru í vaxtarsónarinn og að ljósmæðurnar hefðu hughreyst þær en lítið var um að þær fengju upplýsingar um hvað vaxtarskerðing gæti þýtt í raun og veru. Sumar konurnar leituðu jafnframt eftir upplýsingum á netinu sem reyndist þeim misvel. „Stundum er gott að geta leitað að upplýsingnum á netinu en stundum er það ekki ... ég sló því upp í google og þar sá ég að kona missti barnið sitt sem sagt 37 vikur sem var á nákvæmlega sama tíma og ég var á ... þannig að ég hugsaði ... það allra versta þannig að maður var bara með hnút í mag- anum“. Fyrri reynsla Fyrri reynsla af ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu hafði töluverð áhrif á við- brögð þeirra. „Í seinna skiptið þá var ég búin skipuleggja þau og flokka við kortlagningu þemanna. Þegar skyldleiki var fundinn á milli flokka var sett niður saga viðmælend- anna. Nöfnum viðmælenda var breytt til að gæta trúnaðar. Beitt var túlkandi fyrirbærafræði við greiningu gagnanna samkvæmt Vancou- ver skólanum í fyrirbærafræði. Aðferðin er gjarnan notuð þegar auka á skilning á mannlegu fyrirbæri með að leiðarljósi að bæta þjónustu við fólk. Byggt er á þeim skilningi að hver og einn upplifi og skynji heiminn með sínum eigin augum byggt á fyrri reynslu (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Aðferðin byggir á ferli þar sem síendurtekið er farið í gegnum ákveðna þætti: að vera kyrr, að ígrunda, að koma auga á, að velja, að túlka, að raða saman og að sannreyna. Þessu ferli er síðan fylgt í gegnum 12 þrep rannsóknarferlisins eins og því er lýst sam- kvæmt aðferðinni (Ástþóra Kristinsdóttir & Sigríður Halldórsdóttir, 2010). NIÐURSTÖÐUR Greind voru þrjú meginþemu í rannsókninni, fyrir ómskoðunina, í ómskoðuninni og eftir ómskoðunina, auk þeirra voru greind undir- þemu sem voru lýsandi fyrir það sem fram kom í viðtölunum. Greiningarlíkanið má sjá á mynd 1. Tíminn fyrir ómskoðunina Fyrsta meginþemað er upplifun af tím- anum fyrir ómskoðunina en sá tími afmark- ast af því þegar konurnar fengu boð um að fara í ómskoðun og þar til komið var að ómskoðuninni sjálfri. Undir þessu aðalþema voru greind fjögur undirþemu. að fara í ómskoðun vegna gruns um vaxtar- skerðingu fósturs á meðgöngu. Rannsóknar- spurningin var: Hver er upplifun mæðra í tengslum við auka ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu hjá fóstri á meðgöngu? Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu kvenna af ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu hjá fóstri og samskipti þeirra við heilbrigðisstarfsfólk í tengslum við skoðunina. Leyfi voru fengin frá Siðanefnd Sjúkra- hússins á Akureyri (FSA), framkvæmda- stjóra hjúkrunar FSA, framkvæmdastjóra lækninga FSA og yfirljósmóður og yfirlæknis kvennadeildar FSA. Rannsóknin var tilkynnt Persónuvernd. Þátttakendur Í þýði rannsóknarinnar voru konur sem höfðu farið í auka sónarskoðun á Sjúkra- húsinu á Akureyri, höfðu fætt heilbrigt barn á síðustu 12 mánuðum og töluðu íslensku. Tilgangsúrtak er notað til að velja úrtak út frá tilgangi rannsóknarinnar (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Þátttakendur voru átta mæður sem þáðu boð um að koma í auka ómskoðun vegna gruns um vaxtar- skerðingu barns á meðgöngu en mæðurnar höfðu allar fætt heilbrigt barn sem voru á aldrinum 10 vikna til 10 mánaða þegar við- tölin voru tekin. Konurnar bjuggu á Akureyri eða nágrenni. Þátttakendur voru fengnir með milligöngu yfirljósmóður og yfirlæknis kvennadeildar Sjúkrahússins á Akureyri. Konurnar voru á aldrinum 27-39 ára, þrjár frumbyrjur og fimm fjölbyrjur. Viðtölin fóru öll fram á heimili kvennanna og tóku um það bil klukkustund. Stuðst var við ákveð- inn viðtalsramma sem innihélt fimm opnar spurningar sem allar snertu upplifun kvenna af því að vera boðið og að þiggja ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu fósturs. Úrvinnsla gagna og gagnagreining Viðtölin voru hljóðrituð, rituð orðrétt upp og greind samkvæmt Vancouver skóla aðferðinni (Sigríður Halldórsdóttir, 2003). Eftir hvert viðtal var byrjað á greiningu gagnanna og greiningin unnin samhliða gagnasöfnun. Gögnin voru flokkuð niður og leitað eftir mynstri eða þemum. Byrjað var vítt með því að finna meginþemu og svo þrengt til að finna undirþemu. Þannig var hægt að finna út hvað væri sameiginlegt hjá viðmælendum. Gögnin voru kóðuð til að   E#ir  ómskoðunina   Afleiðingar   Upplifun  af  þjónustunni  í  heild  í  tenglsum  við  auka  ómskoðun   Í  ómskoðuninni   Upplýsingar   Andleg  líðan   Timinn  fyrir  ómskoðunina   Upplýsingar   Að  leita  skýringa   Andleg  líðan   Mynd 1. Greiningarlíkan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.