Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 27

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 27
 27júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið erfiður en þó var biðin mislöng. „Hún hringdi bara strax uppeftir og ég fór bara beint ... ég var ekkert stressuð yfir þessu“. En í þeim tilfellum þar sem konurnar þurftu að bíða í einhverja daga kom fram að biðin reyndist þeim mörgum erfið. „Ég var pínu óþolinmóð og með óróa en ég svo sem svaf alveg og ég tók engin kvíðaköst ... hugsaði dálítið um þetta svona yfir daginn“. Þegar mæðurnar höfðu jafnað sig á áfall- inu þegar grunsemdir vöknuðu um vaxtar- skerðingu leið þeim vel og fannst gott að betur væri fylgst með þeim og þær fengu að sjá barnið oftar í sónar. Í ómskoðuninni Annað meginþemað var það sem gerðist á meðan á ómskoðuninni stóð. litlar sem engar áhyggjur „...ég hafði bara ekki neinar sérstakar áhyggjur“ önnur sagði „...það var náttúrulega pínu sjokk“. Það að ómunin var ekki partur af hefð- bundinni meðgönguvernd olli vanlíðan „...óþægindi, þú veist af því maður á ekki að vera að fara í þetta“. Sumar kvennanna óttuðust einnig um heilbrigði barnsins, ein óttaðist mjög að barnið myndi deyja. „Ég var búin að vera hrædd og kvíðin ... hinir sónar- arnir voru búnir að vera til að sjá hvort það sé ekki allt í lagi en þarna þá var þetta til að sjá hvort það væri eitthvað að ... þarna þá breyttist þetta pínulítið ... þegar þetta var komið þá langaði mig bara að klára þessa meðgöngu“. Tíminn frá því að konurnar höfðu fengið boð um ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu reyndist nokkuð að ganga í gengum þetta allt áður ... þá voru allir bara rólegir yfir þessu“. Aðrar konur vitnuðu í reynslu sem þær vissu af frá öðrum konum. „Þegar ég fór að skoða þetta aðeins betur þá náttúrlega róaðist maður strax, vitandi að þetta væri svo algengt“. Konurnar hugleiddu lítið að vaxtarskerðing gæti bent til þroskafráviks hjá fóstri. Þær höfðu í raun ekki miklar áhyggjur þar sem þær vissu ekki um nein dæmi þess að barn hefði fæðst með eitthvað frávik vegna vaxtarskerðingar. Ein þeirra lýsti reynslu sinni þannig „...en á endanum komu heilbrigð börn“. Þannig að þeirra reynsla var sú að þetta yrði líklega allt í lagi. Að leita skýringa Flestir viðmælendurnir upplifðu að áður en að ómskoðuninni kom reyndu þær að finna ástæður þess að grunur hefði vaknað um vaxtarskerðingu og töldu sig sjálfar bera meginábyrgðina. „Ég var búin að vera nokkrar vikur á brettinu að djöflast, ég var hrædd um að ég væri að gera barninu mínu eitthvað slæmt“. Þær upplifðu mikla van- líðan, ásökuðu sig sjálfar fyrir að hafa breytt rangt gagnvart ófædda barninu og að það væri þeirra sök að barnið þeirra dafnaði ekki sem skyldi. „Ég var með þessa ásökun, sjálfs- ásökun að ég hefði verið að gera of mikið, að barnið myndi ekki dafna nógu mikið ... af því að ég væri að taka of mikið“. Konurnar lýstu því einnig að það hefði verið erfitt að upplifa að engin ástæða hafi fundist fyrir því að barnið þeirra var nett og þess vegna hefði þeim verið boðið að fara í vaxtaróm- skoðun. „Maður var alveg tilbúinn að finna einhverjar ástæður en það var engin skýring á þessu“. Aðeins ein kvennanna lýsti því að hún hefði hugleitt að skýringin væri sú, að barnið yrði ef til vill líkamlega eða andlega fatlað eftir fæðingu. „Það var frekar það að það væri eitthvað að líkamlega eða andlega, að hann væri eitthvað fatlaður eða eitthvað annað svona undirliggjandi, einhverjir alvar- legir hlutir sem mér fannst frekar líklegri heldur en bara að barnið væri lítið”. Andleg líðan Í öllum tilfellum fundu konurnar fyrir van- líðan þegar þeim var tjáð að grunur léki á vaxtarskerðingu hjá ófæddu barni þeirra. Sumar kvennanna urðu mjög áhyggjufullar „...þannig að ég var alveg svaka hrædd, fékk næstum því taugaáfall ... þetta var svona hræðslukast“ á meðan aðrar höfðu Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 www.ils.is Aukalán vegna sérþarfa Þeir sem hafa skerta starfsorku, eru fatlaðir eða hreyfihamlaðir geta fengið aukalán til að gera breytingar á íbúðarhúsnæði eða til að kaupa eða byggja húsnæði vegna sérþarfa sinna. Lánið kemur til viðbótar 20 milljóna króna hámarksláni Íbúðalánasjóðs eða öðrum fasteignaveðlánum að hámarki 20 milljónum. Einnig er heimilt að veita aukalán til forsvarsmanna þeirra sem búa við sérþarfir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.