Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 46

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 46
 46 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 Því lengi býr að fyrstu gerð Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið www.barnamatur.is Aðeins það besta fyrir börnin! Hér verður fjallað um niðurstöður fjög- urra rannsóknarspurninga rannsóknarinnar en þær eru; hver var fjöldi ógreindra léttbura sem fæddust á Landspítalanum árin 2005- 2006 eftir 37 vikna meðgöngu; er munur á því hvort léttburar greinast fyrir eða eftir fæðingu m.t.t. hvort móðir er íslensk eða af erlendu bergi brotin; hafa legbotnsmælingar forspárgildi um hvort léttburar greinast fyrir fæðingu og er munur á hvort legbotns- mælingar gefa vísbendingar um lítið barn eða seinkaðan vöxt fósturs m.t.t. líkams- þyngdarstuðuls móður? Bakgrunnur Ýmis mismunandi greiningarskilmörk eru notuð til að greina léttbura en algengasta skilgreiningin er þyngd barns sem er fyrir neðan 10. hundraðsmark (percentile) miðað við meðgöngulengd. Þetta þýðir að barnið er minna en 90% allra barna sem fæðast við sömu meðgöngulengd (Coomarasamy o.fl., 2002; Bryan & Hindmarsh, 2006). Aðalvandamálið við þessa skilgreiningu á léttbura er sú að hún nær einnig yfir marga heilbrigða nýbura sem eru litlir að eðlisfari. Hana skortir því næmi til að finna nýbura sem eru of smáir af sjúklegum ástæðum. Í dag er lág fæðingarþyngd (Low Birth Weight) af flestum skilgreind sem þyngd < 2500g en vaxtarskerðing (Intra Uterine Growth Rest- riction) og léttburi (Small for Gestational Age) eru hugtök sem af mörgum eru lögð að jöfnu (Bryan & Hindmarsh, 2006). Þó eru aðrir sem vilja gera skýran greinarmun þar á en misjafnt á hvaða hátt. Breeze og Lees (2007) telja léttbura vera þau börn sem eru lítil að eðlisfari en vaxtarskerðing eigi við um börn sem vaxa ekki sem skyldi í móðurkviði og bera þess merki. Lundgren (2003) segir fræðiheitið léttburi almennt byggt á tölfræðilegri skilgreiningu á stærð við fæðingu og ætti að aðgreina frá hug- takinu vaxtarskerðing sem ætti að skilgreina sem sjúklega skerðingu á fósturvexti vegna erfðafræðilegra – eða umhverfisþátta. Lykilorð: Léttburar, vaxtarseinkun, greining á meðgöngu, mælingar á legbotnshæð Þessi grein byggir á lokaverkefni mínu til embættisprófs í ljósmóðurfræði vorið 2008. Leiðbeinendur voru Ingibjörg Eiríksdóttir og Helga Gottfreðsdóttir. INNGANGUR Ljósmæður á Íslandi sinna mæðravernd barnshafandi kvenna og á meðan með- ganga er talin eðlileg eru þær í lykilstöðu til að greina vaxtarfrávik barna. Í mæðravernd mæla ljósmæður stærð legsins á með- göngu og nota legvaxtarrit sem skimpróf til að meta stærð barna í móðurkviði. Auk þess hugar ljósmóðirin að undirliggjandi þáttum og líðan móður sem gætu gefið vísbendingar um seinkaðan vöxt. Greining léttbura á meðgöngu getur skipt miklu máli þegar kemur að útkomu og framtíðarhorfum þeirra. Því er mikilvægt að athuga hvert hlut- fall ógreindra léttburafæðinga er hér á landi og hvort ákveðnir þættir hafi forspárgildi fyrir greiningu. Ljósmæður gætu þá fylgt þeim þáttum sérstaklega eftir til að þróa þjónustuna. Ávinningurinn verður vonandi sá að varpa ljósi á þennan hóp einstaklinga og að undirstrika mikilvægi þess að vel sé staðið að greiningu og meðferð. Útdráttur Tilgangur rannsóknarinnar sem kynntur er í þessari grein var tvískiptur. Annars vegar að skoða tíðni ógreindra léttbura eftir 37 vikna meðgöngu sem fæddust á Landspítalanum á árunum 2005-2006 og hins vegar að skoða bakgrunnsþætti til að meta forspár- gildi sameiginlegra áhrifaþátta á greiningu fyrir fæðingu. Rannsóknir benda til þess að börn sem eru vaxtarseinkuð eigi frekar á hættu að fæðast andvana eða verða fyrir súrefnis- skorti í fæðingu en börn með eðlilegan vöxt. Einnig eru vísbendingar um að börn sem hafa orðið fyrir vaxtarseinkun á fósturskeiði eigi frekar í vandamálum á nýburaskeiði og geti þróað með sér heilsutengd vandamál síðar á ævinni (Coomarasamy o.fl., 2002). Greining á meðgöngu getur því skipt miklu máli þegar kemur að útkomu og framtíðar- horfum barnsins eftir fæðingu. Um var að ræða megindlega rannsókn með afturvirku rannsóknarsniði, byggða á upplýsingum úr sjúkraskrám. Úrtakið var börn sem fæddust á LSH árin 2005 og 2006 eftir fullar 37 vikur meðgöngu og fengu ICD 10 greininguna P05.1 Léttburi. Skoðaðar voru breytur sem fengnar voru úr mæðra- skrám og af barnablöðum og sónarblöðum. Tölfræðileg úrvinnsla var að mestu lýsandi en einnig voru skoðuð tengsl milli ákveðinna breyta. Árin 2005 og 2006 fengu 1,9% full- burða barna (n=111) sem fæddust á Land- spítalanum greininguna léttburi. Af þeim sem skoðuð voru gögn um í rannsókninni (n=92) voru 45,7% greind fyrir fæðingu en ógreind voru 54,3%. Niðurstöður leiddu í ljós að þjóðerni móður hafði marktækt for- spárgildi um hvort léttburarnir greindust fyrir fæðingu eða ekki (p=0,031). Legbotns- mælingar gáfu marktækt oftar vísbendingar um lítið barn eða seinkaðan vöxt fósturs hjá mæðrum sem voru í kjörþyngd en hjá þeim sem voru yfir kjörþyngd (p=0,001). Greining léttbura á meðgöngu Tíðni ógreindra léttbura og þættir sem hafa forspárgildi fyrir greiningu þeirra Birna Málmfríður Guðmundsdóttir ljósmóðir, Sjúkrahúsinu á Akureyri Rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.