Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 52

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 52
 52 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 umhugsunar um hvernig starfið hefði áhrif á líðan þeirra og heilsu. Vitað er að atvinna hefur áhrif á heilsufar fólks. Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (lög nr. 46/1980) ber vinnu- veitanda að sjá til þess að starfsmenn séu verndaðir gegn hvers konar heilsuvá eða heilsutjóni sem stafa kann af vinnu þeirra eða vinnuskilyrðum. Markmið rannsóknar- innar var að safna grunnupplýsingum um ljósmæður á Íslandi, kanna heilsu þeirra og hvort vinnuumhverfi hefði áhrif á líkamlega og andlega líðan. Könnunin tók til ýmissa þátta er lutu að ljósmæðrum svo sem vinnufyrirkomulags, samspils vinnu og einkalífs, heilsu og lífsstíls, svefns og hvíldar, frjósemisskeiðs og kven- sjúkdóma, veikinda, meðferðar og forvarna, áreitni á vinnustað, starfs og vinnuumhverf- is, sjálfstrausts og lífshamingju. Niðurstöður gáfu einnig upplýsingar um aldur og fjölda ljósmæðra sem starfa við ljósmæðra- og/ eða önnur störf sem geta nýst meðal annars við gerð mannaflaspár um þörf fyrir ljós- mæður á Íslandi. Rannsókn sem þessi hafði ekki áður verið gerð á ljósmæðrum á Íslandi. Leitað var heimilda í greinasöfnum í ljósmóður- fræði um líðan ljósmæðra í starfi og fram- kvæmd var heimildaleit í gagnasöfnunum Medline og PubMed ásamt Hirslunni LSH e- Repository. Notuð voru ýmis leitarorð og þá aðallega; Midwives, work environment, phy- siological and psychological health, vinnu- umhverfi, starfsánægja og heilsa. Leitin bar lítinn árangur. Ekki fundust rannsóknir sem skoðuðu heilsu ljósmæðra sérstaklega og því var um að ræða efni sem lítið hafði verið rannsakað, ekkert hér á landi og það sama virtist eiga við erlendis. Áherslan í verkefninu var því ekki á fræðilega samantekt, heldur á framkvæmd gagnasöfnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru bornar saman við nið- urstöður rannsókna meðal annarra starfs- stétta, svo sem hjúkrunarfræðinga og flug- freyja sem tóku þátt í sambærilegri rannsókn hér á landi á árunum 2000-2002. Ekki gafst Þessi grein byggir á lokaverkefni höfundar til embættisprófs í ljósmóðurfræði. Við- fangsefnið var rannsókn á ljósmæðrum Ís- lands og áhrif vinnuumhverfis á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Leiðbeinendur voru Ólöf Ásta Ólafsdóttir og Hildur Krist- jánsdóttir. Styrkur fékkst frá LMFÍ til rann- sóknarinnar Inngangur Margir finna fyrir líkamlegri og andlegri vanlíðan einhvern tímann á lífsleiðinni. Vanlíðan getur verið margþætt, orsakir af ýmsum toga og þær til dæmis tengst álagi í starfi. Tilgangur verkefnisins var að rann- saka hvort vinnuumhverfi hefði áhrif á líkamlega og andlega líðan ljósmæðra á Íslandi. Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar ég hóf verklegt nám í ljósmóðurfræði þar sem margar ljósmæður tjáðu líkamlegt og andlegt álag. Margar ljósmæður höfðu stoðkerfisverki, einkum í öxlum og í baki og oft lýstu þær andlegu álagi sem leiddi til Útdráttur Margir finna fyrir líkamlegri og andlegri vanlíðan einhvern tímann á lífsleiðinni. Vanlíðan getur verið margþætt og orsakir af ýmsum toga og geta þær til dæmis tengst álagi í starfi. Markmið rannsóknarinnar var að safna grunnupplýsingum um ljósmæður á Íslandi, kanna heilsu þeirra og hvort vinnu- umhverfi hafi áhrif á líkamlega og andlega líðan þeirra. Rannsóknaraðferð og snið var megindleg og lýsandi þar sem spurningalistar voru not- aðir. Könnunin tók til ýmissa þátta er lúta að ljósmæðrum svo sem vinnufyrirkomulags, samspils vinnu og einkalífs, heilsu og lífsstíls, svefns og hvíldar, frjósemisskeiðs og kven- sjúkdóma, veikinda, meðferðar og forvarna, áreitni á vinnustað, starfs og vinnuumhverfis, sjálfstrausts og lífshamingju. Könnunin var gerð í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands. Þátttakendur voru ljósmæður á öllu landinu, bæði kjara- og fagfélagar, og þær sem eru starfandi og/eða komnar á eftirlaun. Dreift var 333 spurningarlistum með 95 spurning- um. Heimtur voru alls 170 spurningarlistar eða 51%. Lögð var áhersla á að kynna hluta af nið- urstöðum með lýsandi tölfræði. Þær niður- stöður lúta að almennri heilsu ljósmæðra og lífsstíl, starfinu sjálfu ásamt líkamlegum heilsuþáttum og tengslum þeirra við vinnu- umhverfi, svo sem einkennum frá stoð- og hreyfikerfi og ánægju í starfi. Í ljós kom meðal annars að meirihluti ljósmæðra taldi heilsu sína vera mjög góða eða góða. Hins vegar tjáði mikill meirihluti líkamleg óþægindi síðustu 12 mánuði, þá mest í herðum og öxlum (83%) og í mjóbaki (76%) en flestar töldu óþægindin tengjast vinnuálagi. Starfsánægja mældist mikil þrátt fyrir að helmingur ljósmæðra teldi starfið vera líkamlega erfitt og almennt var mikil ánægja með vinnustaðinn. Lykilorð: Ljósmæður, vinnuumhverfi, heilsa, andleg líðan, líkamleg líðan. Ljósmæður á Íslandi: Áhrif vinnuumhverfis á lík- amlega og andlega heilsu Hildur Brynja Sigurðardóttir ljósmóðir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Miðbæjarstöð Rannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.