Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 55

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 55
 55júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið 7% sögðu það vera mjög lítið eða fremur lítið. Forvitnilegt væri að skoða þetta hlutfall aftur í dag þar sem aðstæður í þjóðfélaginu hafa breyst töluvert síðastliðin 3 ár. Meirihluti ljósmæðra töldu starfið vera líkamlega erfitt. Gaman væri að skoða nánar tengsl milli vinnustaðar og líkamlegs erfiðis í þessu samhengi. Áberandi var hversu mikill meirihluti ljós- mæðra reykir ekki en einungis 3% sögðust reykja daglega og 4% sjaldnar en daglega, 64% sögðust aldrei hafa reykt. Samskonar könnun var lögð fyrir flugfreyjur á Íslandi. Alls tóku 255 flugfreyjur þátt í rannsókninni en þar kom meðal annars í ljós að um 13% flugfreyja reykja daglega, 13% sjaldnar en daglega og 44% sögðust aldrei hafa reykt (Herdís Sveinsdóttir o.fl., 2003). Til frekari samanburðar eru 8% hjúkrunarfræðinga sem reykja daglega, 14% sjaldnar en dag- lega og 56% sögðust aldrei hafa reykt (Her- dís Sveinsdóttir, 2006). Niðurstöður benda til þess að flestum ljósmæðrum sé umhugað um heilsuna. Langflestar stunda líkamsrækt 3-5 sinnum í viku eða oftar, fá nægan svefn og borða reglulega. Að meðaltali sofa ljósmæður 7,2 klukkustundir á sólarhring sem er svipað niðurstöðum um meðallengd svefns hjúkr- unarfræðinga eða 7,4 klukkustundir á sólar- hring en flugfreyjur sofa að jafnaði 8 klukku- stundir á sólarhring (Herdís Sveinsdóttir, 2006; Herdís Sveinsdóttir, 2003). Hamilton, Nelson, Stevens og Kitzman (2007) segja í grein sinni um svefn og andlega heilsu að æskilegur svefntími fyrir fullorðna sé á bilinu 6-8 klukkustundir á sólarhring en sá tímarammi er talinn valda minnstri hættu á andlegri vanlíðan. Þeir sem sofa skemur eða lengur eru aftur á móti í aukinni áhættu á að þróa með sér andlega sjúkdóma, svo sem kvíðaröskun eða þunglyndi. Eins og fyrr hefur verið greint frá er nú til góður gagnagrunnur um íslenskar ljós- mæður. Niðurstöður gefa meðal annars upplýsingar um aldur og fjölda ljósmæðra sem starfa við ljósmæðra- og/eða önnur störf og munu meðal annars nýtast við gerð mannaflaspár um þörf fyrir ljósmæður á Íslandi. Gaman verður að skoða niður- stöðurnar betur síðar, til að mynda samspil milli vinnu og einkalífs, frjósemisskeið og kvensjúkdóma, eigin færni og sjálfstraust sem og lífshamingju ljósmæðra. Einnig væri fróðlegt að skoða tengsl milli breyta og marktækni, svo sem milli fjölda barna á Ljósmæður voru fremur sáttar við starfið sitt en á kvarðanum einn til tíu, þar sem einn merkti mjög sátt, mældist meðalgildi starfs- ánægju 3,1. Eins voru flestar ljósmæður sáttar við vinnustaðinn sinn. UmRÆÐA oG SAmANTEKT Í þessari rannsókn fór fram mikil gagna- söfnun um ljósmæður á Íslandi og er nú til ákveðinn gagnagrunnur sem hægt verður að skoða betur síðar. Aðeins hefur verið greint frá hluta niðurstaðna með lýsandi töl- fræði og hvorki skoðuð tengsl milli breyta né marktækni vegna þess hversu umfangsmikil könnunin var og úrvinnsla gagna. Helstu niðurstöður voru þær að almennt eru ljósmæður við góða heilsu og ánægðar í starfi og með vinnustaðinn. Þrátt fyrir það tjáði mikill meirihluti sig um líkamleg óþæg- indi síðustu 12 mánuði. Algengust voru óþægindi frá herðum og öxlum (83%), því næst frá neðri hluta baks (76%) og í hálsi eða hnakka (67%). Íslensk könnun meðal sjúkraþjálfara sýndi að tíðni óþæginda frá hreyfi- og stoðkerfi síðustu 12 mánuði var há, en þó lægri en á meðal ljósmæðra (Elín B. Harðardóttir & Hrefna R. Gunnarsdóttir, 2006). Þegar tekið er mið af óþægindum frá herðum og öxlum er tíðni meðal ljós- mæðra svipuð og hjá hjúkrunarfræðingum, flugfreyjum og starfsfólki í öldrunarþjónustu (80%) en tíðni meðal sjúkraþjálfara var lægst eða 55% (Berglind Helgadóttir o.fl., 2001; Elín B. Harðardóttir & Hrefna R. Gunn- arsdóttir 2006; Herdís Sveinsdóttir, Hólm- fríður Gunnarsdóttir & Hildur Friðriksdóttir, 2003). Ljósmæður töldu flestar líkamlegu óþægindin tengjast vinnuálagi. Skoðað var hvort þættir í vinnuumhverfinu, meðal annars þurrt loft, óþægileg lykt og sleip gólf, væru að valda ljósmæðrum óþægindum. Niðurstöður leiddu í ljós að flestar ljós- mæður verða ekki fyrir miklum óþægindum frá vinnuumhverfinu sjálfu. Þegar að þessi rannsókn var gerð mæld- ist atvinnuöryggi ljósmæðra mikið og aðeins Algengast var að ljósmæður teldu sam- band vera milli líkamlegra óþæginda og starfsins. Þær ljósmæður sem töldu sam- band vera milli starfs og líkamlegra óþæg- inda voru spurðar hvort þær héldu að óþægindin væru tilkomin vegna vinnuað- stöðu, vinnuálags (andlegs eða líkamlegs) eða eigin líkamsbeitingar/venja. Merkja mátti við allt sem við átti. Flestar töldu það vera vegna vinnuálags (47%), 44% töldu það vera vegna eigin líkamsbeitingar/venja og um 39% töldu vinnuaðstöðuna vera orsökina. Aðspurðar um aðstæður í starfi, eins og til dæmis hvort hægt sé að vinna í þægilegum vinnustellingum, voru flestar sem svöruðu því játandi að mestu eða að nokkru leyti (79%), tæp 16% töldu svo vera en að litlu leyti og rúm 2% svöruðu að það væri að engu leyti hægt. Þegar skoðaðar voru niðurstöður er lutu að hvaða meðferðarúrræði ljósmæður nýttu sér vegna einkenna frá stoð- og hreyfikerfis höfðu tæplega helmingur þeirra sem svör- uðu notað lyf og/eða sótt sjúkraþjálfun eða nudd. Merkja mátti við fleiri en einn möguleika. Þar sem merkt var við annað reyndist algengasta meðferðin vera hreyfing og líkamsrækt en einnig voru nefndar nála- stungur. Mynd 10 Hefur þú einhvern tíma á s.l. 12 mánuðum haft óþægindi (sársauka, verk, ónot) í herðum eða öxlum? (n=163) Mynd 11 Hefur þú einhvern tíma á s.l. 12 mánuðum haft óþægindi (sársauka, verk, ónot) í neðri hluta baks/mjóbaki/spjaldhrygg? (n=166) Mynd 12 Ef þú finnur til óþæginda, telur þú að samband sé á milli starfsins og óþægindanna? (n=154) Mynd 13 Hvaða meðferðarúrræði hefur þú nýtt þér vegna einkenna frá stoð- og hreyfikerfi? (Hægt var að merkja við fleiri en einn möguleika) Mynd 14 Hve sátt ert þú við vinnustaðinn þinn? (Einn merkir mjög sátt og tíu merkir mjög ósátt) (n=166) Mynd 13 Hvaða meðferðarúrræði hefur þú nýtt þér vegna einkenna frá stoð- og hreyfikerfi? (Hægt var að merkja við fleiri en einn möguleika) Mynd 14 Hve sátt ert þú við vinnustaðinn þinn? (Einn merkir mjög sátt og tíu merkir mjög ósátt) (n=166) Ef þú finnur til óþæginda, telur þú að samband sé á milli starfsins og óþægindanna? (n=154) Hvaða meðferðarúrræði hefur þú nýtt þér vegna einkenna frá stoð- og hreyfikerfi? Hægt var að merkja við fleiri en einn möguleika. Hve sátt ert þú við vinnustaðinn þinn? (Einn merkir mjög sátt og tíu merkir mjög ósátt) (n=166)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.