Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 57

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 57
 57júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið sem er kvæntur ljósmóður fer ófáar ferðir á næsta bæ til að síma til konu sinnar og leita ráða hjá henni. Þegar Helgi segir við frú sína undir hádegi á sunnudeginum að hann verði sennilega að „sækja“ mun frúin hafa svarað á þá leið að hann sæi það sjálfur hvað þyrfti að gera! Þegar hér er komið við sögu er tíminn farinn að segja til sín. Þóra er þreytt og mikil um sig en plássið sem fyrr segir, takmarkað. Áður en Helgi dregur tangirnar úr tösku sinni eru tveir menn sendir til að sækja stóra breiða hurð af kofa á nálægum bæ. Hurðin er færð inn í hús, sveipuð laki og Þóra lögð þar ofan á. Mennirnir fá svo frekara hlutverk í fæðingunni þar sem þeim er gert að halda í fæturna á henni á meðan Helgi athafnar sig. Ástríður og Soffía eru einnig viðstaddar fæðinguna en aðrir eru reknir út, þar á meðal pabbinn. Þrem klukkustundum síðar, sunnudaginn 6. maí 1945, gengur afi inn í eldhús og mætir lækninum „blóðugum upp að öxlum” sem segir honum að það séu komnir tveir strákar; 14 og 15 merkur. Pabbi var sóttur með töngum en bróðir hans Hjálmar fæddist skömmu síðar í fót- stöðu. Amma lá lengi eftir fæðinguna og hafði misst töluvert af blóði. Svo sagði afi frá að fyrirferðin á henni hafi verið „ein- hver ósköp” áður en hún fæddi en hún hafi nánast horfið á eftir, svo rýr varð hún. þessum tíma dags. Svarar maðurinn því þá til að ljósmóðirin sé veik og liggi fyrir. Eftir nokkrar bollaleggingar verður úr að stúlka þar á bæ er send til manns skammt frá sem á ökutæki og biður hann að sækja Ástríði Guðmundsdóttir að Götu sem einnig er ljós- móðir. Vegir eru lélegir á þessum tíma og leggur Markús því á og ríður á móti bílnum eftir ljósmóðurinni. Þegar þarna er komið við sögu er Þóra orðin „veik” en það líður og bíður án þess að nokkuð gerist. Lítið verður þeim svefn- samt um nóttina og dregur ekki til tíðinda fyrr en á laugardeginum þegar Þóra missir vatnið. Í kjölfarið verður sóttin harðari. Gesti drífur að þennan dag og eru auk ljósmóður og ábúenda á bænum komin kona frá öðrum bæ sem Soffía heitir. Hún á mörg börn og „veit hvernig á að standa að þessu”. Soffía leggur fljótlega til að sent sé eftir lækni en áður en hann birtist týnast inn ættingjar þeirra hjóna sem öll ætla að gista. Helgi Jónsson fæðingalæknir kemur að kvöldi dags en þá hefur sóttin dottið niður. Tíminn er nýttur til að koma mann- skapnum fyrir í baðstofunni sem gengur ekki þrautalaust fyrir sig. Plássið er lítið og læknirinn þarf sér rúm. Því fer það svo að á einhverjum tímapunkti sofnar úrvinda húsbóndi á gólfinu undir borði en nóttin er viðburðalítil –gengur á með hríðum. Helgi Þessi frásögn er verkefni úr námskeiðinu! Inngangur í ljósmóðurfræði þar sem nem- endur eru beðnir um að segja fæðingarsögu úr sínu nánasta umhverfi og ná í hana í óformlegu samtali við einhvern nákominn og endursegja í umræðutíma. Þar er rætt um hvaða viðhorf og hugmyndir endurspeglast í sögunni. Staður, tími og atburðarás er kynntur og velt er fyrir sér hvaða áhrif sagan hefur á nemandann, hina verðandi ljós- móður. Hér á eftir áhrifamikil frásögn úr fjöl- skyldu Lilju, frá afa um fæðingu tvíburasona sinna í lok síðari heimstyrjaldar, árið 1945. Hún fær okkur öll til að hugsa til baka og hugsa til formæðra okkar og feðra og bera saman aðstæður fyrr og nú. Ólöf Ásta Ólafsdóttir Hér segir frá fæðingu föður míns sem fædd- ist fyrir miðja síðustu öld í torfbæ austur í Landeyjum. Í gegnum árin hef ég heyrt brot frásagna frá þessum merkilega atburði í lífi þeirra sem þarna koma við sögu. Sagan hefur alla tíð heillað mig og virst sveipuð ævintýralegum blæ, eins og reyndar flestar fæðingasögur. Í þetta sinn þyrsti mig í ná- kvæmari frásögn; mig langaði til að geta sett mig inn í aðstæðurnar. Ég lagði því upp í ferð aftur í tímann með afa mínum sem þá var níræður. Í ljósi aldurs afa átti minnið til að bregðast honum en þessa sögu, sem átti sér stað fyrir rúmum 65 árum síðan, mundi hann eins og hún hefði átt sér stað í gær. Dagurinn sem hann varð pabbi. Það er að kvöldi föstudags í maí árið 1945 sem tiltölulega nýgift hjón, þau Markús og Þórhildur á bænum Lækjar- bakka ganga til náða. Þau hafa ekki legið lengi þegar Þóra hnippir í eiginmanninn og vekur með orðum þess efnis að nú væri víst réttast að sækja ljósmóður. Enginn er síminn á bænum svo maðurinn klæðir sig í skyndi og fer á næsta bæ til að hringja í Þórunni Jónsdóttur, ljósmóður. Í símann kemur bóndi Þórunnar og segir með semingi að frúin sé nú í rúminu. Nokkuð fát kemur þá á verð- andi pabbann sem segist ekki telja annað á Verkefni frá ljósmóðurnema Inn í faðminn fjalla þinna, fagra gamla Rangárþing Lilja Þórunn Þorgeirsdóttir ljósmóðir Þorgeir og Hjálmar Markússynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.