Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 58

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 58
 58 Ljósmæðrablaðið • júlí 2011 anum, FSA og St. Olavs hospital í Þránd- heimi. Á öllum stöðum hefur viðbúnaður verið mikill. Þeir sem viðstaddir hafa verið þessar fæðingar, ásamt undirritaðri, hafa verið meðvitaðir um þá áhættu sem fylgt getur fjölburafæðingum s.s. aukna blæð- ingarhættu, þó úrræðin hafi verið jafn ólík og þau voru mörg. Allar fæðingarnar gengu vel en til gamans má geta að á Akureyri og í Þrándheimi fæddu konurnar án mænuróta- deyfingar. Þá minnist ég einnig foreldranna sem lá á að útskrifast af sjúkrahúsinu til að ná heimaþjónustu en mér þykir það furðu sæta að tvíburamæður skuli þurfa að lúta sama tímaramma og konur með einbura. Ömmur mínar, formæður, hafa æ oftar komið upp í huga minn eftir að ég hóf nám í ljósmóðurfræðum, aðstæður þeirra og úrræði. Amma mín Sigurbjörg, sem bjó á Ólafsfirði og ól þar sín átta börn heima og framangreind amma Þóra. Þessar konur eru í mínum huga hetjur, fyrirmyndir. Eitthvað sem ég efast ekki um að þeim þætti undarlegt að heyra sagt um sig í þessu samhengi. Titillinn eru fenginn úr Brúardrápu eftir Þorstein Gíslason val ömmu að fæða annars staðar en heima hjá sér, það lá beinast við, rétt eins og í dag þykir flestum það liggja beinast við að börn komi í heiminn innan veggja sjúkrahúsa. Þá eru fjölburar frábending í heimafæðingum. Einnig þótti mér merkilegt að það skyldi vera Soffía, konan sem átti „öll börnin“, sem lagði það til að læknir yrði sóttur, en ekki ljósmóðirin. Hvers vegna hef ég ekki svör en afi hafði gjarnan orð á því að Helgi hefði bjargað lífum þeirra þriggja og bætti því gjarnan við að það hefði aldrei „sést á krökkunum“ sem hann sótti. Hvað mán- aðarlanga sængurlegu varðar hef ég einnig fá svör önnur en tíðarandann en þykir mildi að hún hafi komist lifandi frá henni. Hættan á blóðtappa var allnokkur og miðað við lýsingu á blóðmissi „við usum upp blóði í fötur“ er óhætt að ætla að blóðgjöf hefði gert ömmu gott. Í ljósi þess að amma átti von á tvíburum hefði í dag verið mælt með mænurótardeyfingu og margir hefðu verið viðstaddir fæðinguna – í formi sérhæfðra starfsmanna ekki ættingja. Þegar þessi lokaorð eru skrifuð er ég stödd í Noregi í verknámi. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi á námsárum mínum að hafa tekið á móti tvíburum á Landspítal- Soffía fór heim til bónda síns og barna dag- inn eftir fæðinguna og Ástríður ljósmóðir degi síðar eða þann 8. maí 1945 en „það var dagurinn sem síðari heimsstyrjöldinni lauk”. Langamma mín, Þórunn, bjó einnig á Lækjarbakka og sá um heimilið á meðan amma lá sængurleguna - í mánuð. Það er margt í þessari sögu sem fær mann til að staldra við og hugsa. Flest skrifast á tíðarandann og það er auðvelt að falla í þá gryfju að vera gagnrýnin. Svo dæmi sé tekið fannst mér það sérstakt þegar afi fór að telja upp skyldfólk okkar sem dreif að þennan dag – og allir undir þeim formerkjum að ætla að gista um nóttina. Ég velti því fyrir mér hvernig ömmu, frumbyrjunni, hafi liðið. Húsmóðir sem hún var hefur hún sjálfsagt reynt eftir megni að vera sá gestgjafi sem hún var þekkt fyrir að vera. En þá má einnig velta því fyrir sér hvort gestirnir hafi veitt henni þarfan stuðning í löngum framgangi fæðingar? Ef við berum þessa heimafæðingu við heimafæðingar í dag er það jafnan talinn helsti kostur vals konunnar á fæðingarstað að á heimilinu er hún í sínu umhverfi. Hún er við stjórnvölinn –það mætir engin óboðin í heimsókn á slíkri stundu. Til þess er hún of helg. Að svo sögðu var það ekki endilega Þegar landnámsmenn okkar settust hér að á Íslandi höfðu þeir með í farteskinu ýmis orð yfir bæði stærðar- og þyngdarmælingar. Eitt af þeim er mælieiningin „mörk” sem er eldforn og mun eiga uppruna sinn allt frá Súmmer – Kaldeu – Mesapótamíu – Forn- Ísraelsmönnum og Egyptum. Þó svo flestar mælieiningar landnáms- manna okkar hafi verið aflagðar í íslensku máli, þá er mælieiningin „mörk - merkur” enn við líði og vona ég að við Íslendingar höldum fast í þessa venju okkar um ókomin ár. – Þetta er nefnilega mjög skemmtilegt, því í þessu tilviki er um að ræða þyngdina á nýfæddum börnum. – Þegar barn hefur verið sett á vogina og foreldrunum hefur verið sögð þyngdin t.d. 4000 gr., þá kemur strax svar frá foreldrunum; „Já en hvað eru það margar merkur ?” – sama á við t.d. þegar amman eða afinn hringja til að fá fréttir af fæðingunni – þá vilja þau vita hvað barnið er margar merkur. Í þessu tilviki með þyngdina á hinum nýfæddu börnum er eins og við Ís- lendingar höfum ekki tilfinningu fyrir stærð barnsins nema við fáum upplýsingar um það „hvað það sé margar merkur”. Mér finnst þetta yndislegt og einnig mjög umhugsunarvert – þetta sýnir tengsl okkar langt aftur í fortíðina. Mér vitanlega er þessi mælieining ekki notuð hjá neinni af okkar nágrannaþjóðum, þess vegna spyr ég mig stundum - hvaða sérstöku tengsl er verið að sýna hér við okkar íslensku þjóð? – sem við megum ekki glata!!! Í rúmmáli er 1 mörk = hálfur pottur eða um ½ lítri. Í massa er 1 mörk = 1/4 kg. eða 250 gr. Við fæðingu barns talar maður um þyngd barnsins í mörkum ( sem eru þá 4000 gr. á voginni 4 kg.) 16 merkur! Eva S. Einarsdóttir, ljósmóðir. Heimild: Einar Pálsson. Rætur íslenskrar menningar – Ás – „Steinkross” – Mímir, Reykjavík 1976 mælieiningin: mörk – merkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.