Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 65

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 65
 65júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið árið. Eining var um það innan Sjóðanefndar að laun rannsakanda og útlagðan kostnað ætti að leggja að jöfnu og meistararann- sóknir skyldi styrkja betur en aðrar rann- sóknir. Styrkveitingar voru sem hér segir: Rann- veig Rúnarsdóttir hlaut styrk vegna skóla- gjalda í framhaldsnámi og vegna meistara- rannsóknar sinnar um ávinning feðra af fjölskyldumeðferðarsamtali fyrir útskrift af meðgöngu- og sængurkvennadeild. Björg Sigurðardóttir hlaut styrk vegna meistara- rannsóknar sinnar á þekkingu og upp- lifun ljósmæðra af axlarklemmum. Guð- laug María Sigurðardóttir hlaut styrk vegna gerðar kennsluheftis í nálastungu fyrir ljós- mæður. Kristbjörg Magnúsdóttir hlaut styrk vegna þýðingar, staðfæringar og gerðar námsefnis um HypnoBirthing. Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir hlaut styrk vegna skólagjalda í framhaldsnámi og vegna meistararann- sóknar sinnar um ávinning meðferðarsam- tals við foreldra nýbura á vökudeild. Val- gerður Lísa Sigurðardóttir hlaut styrk vegna rannsóknar sinnar á viðtalsþjónustunni Ljáðu mér eyra. Á aðalfundinum var samþykkt tillaga Sjóðanefndar um formsbreytingar á stofn- skrá Rannsókna- og þróunarsjóðs. Tillaga sjóðanefndar var sú að sjóðurinn starfi á sama grunni og fyrri sjóðir Ljósmæðrafélags- ins en ekki með tilvísan í lög nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, eins og fram kom í áður samþykktri stofnskrá. Fyrri sjóðir Ljós- mæðrafélagsins hafa haft stjórn sem kosin mæðurnar Arney Þórarinsdóttir og Hrafn- hildur Halldórsdóttir voru með kynningu á Björkinni og Birna Gerður Jónsdóttir las upp skemmtilega jólasögu frá Eþíópíu. Tvennar hringborðsumræður voru haldnar á árinu. Þær fyrri voru haldnar um áhrif ofþyngdar á barneignarferlið, undir stjórn Guðrúnar I Gunnlaugsdóttur og Elínar Örnu Gunnars- dóttur, en þátttaka var afar dræm, líklega vegna skorts á auglýsingu. Seinni hring- borðsumræðurnar fjölluðu um mikilvægi þriðja stigs fæðingar, undir stjórn Bjargar Sigurðardóttur og var þátttaka ágæt. Nála- stungunámskeið var haldið í vor og sá María (Gulla) Sigurðardóttir einvörðungu um það í fyrsta sinni og gekk það mjög vel. Eins var haldið velsótt námskeið í samvinnu við Endurmenntun HÍ um þjónustu og umönnun viðkvæmra hópa kvenna. Námskeið fyrir stjórnendur í ljósmæðrastétt Ljósmæðrafélagið hélt námskeið fyrir stjórn- endur í ljósmæðrastétt, við góðar undir- tektir. Skort hefur vettvang stjórnenda innan félagsins þar sem þeir geta haft stuðning hver af öðrum og vakið athygli á sérmálum stjórnenda, sem eru önnur en almennra ljós- mæðra. Þessi hópur telur um 30 manns á landinu öllu. Rannsókna- og þróunarsjóður Umsóknum um styrki í Rannsókna- og þró- unarsjóð hefur fjölgað s.l. ár og ekki var hægt að styrkja öll verkefnin til fulls þetta starfsári sínu að faglegri þróun heimaþjón- ustunnar. Sú vinna hefur legið í láginni síð- asta ár meðan unnið hefur verið að rekstrar- legu umhverfi þjónustunnar. Framundan eru óvissutímar meðan málefnum heimaþjón- ustu verður stýrt í farsæla höfn, hvar sem hana er að finna. Endurskoðun á innviðum félagsins Á aðalfundi 2010 var ákveðið að skipa nefndir til að endurskoða innviði og upp- byggingu félagsins og skyldu tillögur þeirra verða lagðar fyrir aðalfundinn í ár. Starfi þessara hópa hefur seinkað en og vonast er til að tillögur þeirra liggi fyrir á næsta aðal- fundi. Kjaramál Ákveðið var að öll aðildarfélög BHM, að undanskyldu Stéttarfélagi lögfræðinga, fara sameiginlega fram í kjaraviðræðum. Standa samningaviðræður nú yfir og verður megin- krafan að leiðrétta kaupmáttarskerðinguna frá 2008. Atvinnuleysi Enn er atvinnuleysi meðal íslenskra ljós- mæðra og eiga nú endurtekið nýútskrifaðar ljósmæður erfitt með að fá fastráðningu/ vinnu. Þó atvinnuleysi meðal ljósmæðra mælist ekki hátt í opinberum tölum, er það miklu hærra þar sem það dylst bæði vegna hlutastarfa og vegna þess að ljósmæður hafa ráðið sig til annarra starfa. Könnun sem Ljósmæðrafélagið gerði í vetur, sýndi að 60% ljósmæðra myndu auka við sig vinnu ef þær ættu þess kost. Fræðsla og endurmenntun Jólafundurinn var haldinn í húsnæði Bjarkarinnar að Vatnagörðum. Bjarkarljós- Esther nýkjörin formaður flytur ávarp. Fráfarandi formaður kvaddur með gjöfum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.