Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 67

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 67
 67júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið að launamunur er kynbundinn. Skýrsluna má finna á www.lonkommissionen.dk en hún var gefin út 28 maí 2010. Vegna innri átaka í félaginu hefur félagið unnið að stefnumótun sem hefur verið í þróun í rúmt ár og er unnið eftir að fram- fylgja henni hægt og bítandi. Finna má þessi skjöl á; http://www.jodemoderfoeningen.dk/ multimedia/07-005strategipapir rettet ef- terlandskonference og HB1.pdf . Mikil umræða hefur verið um menntun ljósmæðra og er einhugur um það að námið verði háskólanám, áfram direct entry (direct entry vísar til þess að hægt er að fara beint í ljósmæðranám að loknu framhaldsskóla- námi, án þess að hafa t.d. lokið hjúkrunar- námi) en lengra en það er nú. Verið er að skoða með hvaða háskólagráðu náminu ljúki. Áhersla verður á að fagleg færni ljós- mæðra nái til breiðara starfsumhverfis en nú er. Mikill sparnaður er nú í danska heilbrigð- iskerfinu og er atvinnuleysi nýútskrifaðra ljósmæðra áhyggjuefni. Finnland Árið 2009 var nítugasta starfsár finnska ljósmæðrafélagsins. Félagar voru í lok ársins 4099 og er atvinnuleysi meðal finnskra ljós- mæðra um 1.8%. Sjúkrahús sem reka fæð- ingardeildir eiga erfitt með að fá ljósmæður til afleysinga eða í skammtímaráðningu. Þegar fundurinn var haldinn var verið að loka fæðingardeildinni í Ekenes og voru þá eftir 31 fæðingadeild í þessu stóra landi. Ekenes var eina sjúkrahúsið í Finnlandi sem hafði vottun sem barnvænt sjúkra- hús. Félags- og heilbrigðisráðuneytið hefur unnið að skýrslu um fæðingarþjónustu á öllum sjúkrahúsum landsins og er það til- laga þeirra að fæðingadeildum sem ekki eru með a.m.k. 1000 fæðingar á ári skuli lokað, þetta mun leiða til þess að aðeins 19 fæð- ingardeildir verða opnar. Það má geta þess að 1975 voru deildirnar 62 og árið 1987 var sami fæðingafjöldi og árið 2009 en þá voru fæðingardeildir 53! Hér á eftir verður stiklað á stóru úr skýrslum landanna og umræðum um þær og bent á að skýrslur landanna eru til á skrif- stofu félagsins þar sem félagsmenn geta nálgast þær. Danmörk Meðlimir danska ljósmæðrafélagsins eru nú um 2440 og eru um 1600 í starfi, 550 eru nemendur og hinar eru á eftirlaunum eða við önnur störf. Um 95% allra starfandi ljós- mæðra eru innan félagsins. Félagið starfar einnig í sérdeildum heilbrigðisumdæmum sem eru fimm, að auki er starfrækt ein deild stjórnenda. Aðalstjórn félagsins skipa for- maður og varaformaður ásamt formönnum sérdeildanna sex. Á skrifstofunni starfa sjö einstaklingar í fullu starfi og formaður félagsins sem einnig er í fullu starfi. Ljós- mæðrum tókst með miklu harðfylgi og verkföllum að ná 13.3% launahækkun árið 2008 sem er deilt niður á 3 ár. Þetta var um ½ prósentustigi hærra en aðrar stéttir, að auki fengu ljósmæður launauppbót vegna pólítísks þrýstings sem ríkisstjórnin varð fyrir vegna launabaráttunnar. Þegar við vorum á fundinum var að koma út áhugaverð skýrsla um launamun í Danmörku sem berlega sýnir Fundinn sátu fulltrúar allra Norðurlandanna og var fundurinn haldinn í Kvæsthuset í Kaupmannahöfn þar sem danska ljós- mæðrafélagið hefur höfuðstöðvar sínar, Guðlaug Einarsdóttir og Hildur Kristjáns- dóttir sóttu fundinn fyrir Íslands hönd. Fundurinn hófst á hefðbundnum fundar- störfum. Lillian Bondo formaður danska ljós- mæðrafélagsins bauð fundargesti velkomna og síðan tók forseti samtakanna og fundar- stjóri við fundinum. Fundarmenn kynntu sig stuttlega. Að því loknu var gengið til hefð- bundinnar dagskrár sem fólst m.a. í; sam- þykkt fundarboðunar, vali á fundarritara, yf- irferð, samþykkt og undirskrift fundargerðar síðasta fundar sem var haldinn í Reykjavík 8-9 maí 2009, flutningi skýrslu forseta sam- takanna og uppfærslu á póstlista stjórnar- meðlima. Tillaga kom fram frá danska ljósmæðra- félaginu um að fundargerð fundarins yrði stytt verulega og vísað yrði til skriflegra skýrslna landanna. Þetta var samþykkt. Að venju kynntu fulltrúar hvers lands það helsta sem er að gerast hjá þeim og voru í fundarboði kynntar óskir landanna um sér- staka umfjöllun ákveðinna atriða en þau voru: Ísland óskaði eftir umfjöllun og upplýs- ingum frá hinum löndunum um reiknilíkön fyrir lágmarksumönnun kvenna í barneign- arferli. Ísland óskaði einnig eftir umfjöllun og upplýsingum um rétt ljósmæðra til lyfjaávís- ana fyrir getnaðarvarnalyfjum og öðrum lyfj- um t.d. vegna heimafæðinga í hverju landi. Í Finnlandi er verið að vinna að endur- nýjun leiðbeininga fyrir meðgönguvernd og kom ósk þaðan um frekari upplýsingar frá hinum löndunum og umfjöllun um þennan þátt. Öll löndin höfðu sent skýrslu um helstu starfsemi sína á liðnu ári, fyrirfram og kynnti fulltrúi hvers lands skýrslu sína og svaraði fyrirspurnum. Að venju var farið eftir staf- rófsröð og Lillian Bondo formaður Danska ljósmæðrafélagsins byrjaði. Af vettvangi félagsmála Stjórnarfundur Norðurlandsam- taka ljósmæðra (NJF) Haldinn í Kaupmannahöfn dagana 1. og 2. júní 2010. Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir og formaður NJF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.