Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 69

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 69
 69júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið tölu sem er mjög lág hvað þetta varðar og leggja jafnframt til að forðast verði í lengstu lög að gefa út lágmarksviðmið. Í Finnlandi eru til viðmið varðandi fæðingar á sjúkra- húsum og meðgönguvernd. Næst var að ósk LMFÍ rætt um rétt ljós- mæðra til að gefa út lyfjaávísanir. Engar nýjar upplýsingar bárust um þetta. Að lokum var tekin fyrir ósk Finnlands að ræða um leiðbeiningar vegna meðgöngu- verndar og tekur finnska ljósmæðrafélagið þátt í þeirri vinnu með heilbrigðisyfirvöldum. Veittar voru upplýsingar um hvernig þessum málum er háttað í hinum löndunum og hefur það komið fram áður í þessum fundargerð- um. Vakin var athygli á yfirlýsingu frá sænsku geislavörnunum um ómskoðanir sjá nánar: http://www.stralsakerhetsmyndigheten.se/ Allmanhet/Vard/Ultraljud/ Næsti stjórnarfundur verður haldinn í Stokkhólmi í lok maí 2011 í kjölfar ráðstefnu og afmælishátíðahalda sænska ljósmæðra- félagsins. Næsta ráðstefna Norðurlandasamtak- anna er áætluð í Osló í byrjun júní 2013. Allar frekari upplýsingar er hægt að nálg- ast hjá Esther Ósk Ármannsdóttir formanni LMFÍ og undirritaðri. Reykjavík í mars 2011 um fæðingarhjálp. Ennfremur vinna þessi félög ásamt félagi barnalækna að því að gera leiðbeiningar á landsvísu um sóttleysi í fæðingu og keisaraskurð að ósk móður. Sænska ljósmæðrafélagið verður 125 ára árið 2011 og ljósmæðranám mun fagna 300 ára afmæli. Ráðgert er að gefa út bók af þessu tilefni og einnig mun félagið gangast fyrir veglegri ráðstefnu í maí 2011. Önnur mál Undir þessum lið var rætt um reiknilíkön fyrir mönnun ljósmæðra í meðgöngu og fæð- ingarþjónustu. Þessi ósk frá Íslandi var m.a. tilkomin vegna þess að fram kom í skýrslu frá Heilbrigðisráðuneytinu hér á landi að ljósmóðir í einu stöðugildi í Danmörku tæki á móti um 100 börnum á ári. Þetta taldi formaður danska ljósmæðrafélagsins vera fjarstæðu. Ennfremur var rætt um tölur sem hafa komið fram frá Svíþjóð varðandi mönn- un í meðgönguvernd. Fundarmenn voru sammála um að ekki væri heppilegt að setja tölur við svona viðmið heldur ætti mönnun ætíð að miðast við hvernig þjónustan væri skipulögð og nefndu sem dæmi MFS eining- ar og „one to one” kerfi sem krefjast öðru- vísi mönnunarlíkana en við þekkjum úr hefð- bundnum vaktafyrirkomulagskerfum. Bent var á að RCM (Royal College of Midwives) hefði gefið út tölur um fjölda fæðinga miðað við hvert stöðugildi, og vilja hafa hámarks- Svíþjóð Í Svíþjóð hafa ljósmæður innleitt svokallað lífsstíls og heilbrigðishvetjandi samtal sem er snemma á meðgöngu, sem viðbót við hina hefðbundnu meðgönguvernd. Þetta vekur almenna ánægju. Mikil umræða er meðal sænskra ljós- mæðra um fósturskimanir og fósturgrein- ingar og er lögð áhersla á sérhæfingu/ sérmenntun ljósmæðra um þennan þátt, sérstaklega hvað varðar upplýsingagjöf og aðra ráðgjöf. Verið er að innleiða “one-to-one care” og er þá átt við samfellda þjónustu til kvenna í fæðingu á fæðingadeildum um allt land. Þetta er erfitt í framkvæmd vegna m.a. tregðu við að breyta vaktafyrirkomulagi og fleiri þáttum. Unnið er markvisst að því að bæta öryggi á fæðingadeildum og hefur t.d. verið hannað tölvunámskeið í úrlestri CTG rita. Nýtt skráningarkerfi fyrir með- gönguvernd hefur verið tekið í notkun og er ánægja með það meðal ljósmæðra. Sam- hliða hefur farið fram endurskoðun á með- gönguskránni og fæðingarskránni. Sænska ljósmæðrafélagið vinnur ásamt félagi fæðinga-og kvensjúkdómalækna markvisst að því að rannsaka mæðradauða í landinu og eru niðurstöður fyrir árin 2007- 2009 að verða tilbúnar. Áhugi er á sam- vinnu við hin Norðurlöndin um þetta verk- efni. Félögin vinna einnig að leiðbeiningum Ávarp formanns NJF í tilefni af 60 ára afmæli samtakanna Formaður og ráðstefnustjórn ljósmæðra- félags Danmerkur, fulltrúi danska Heilbrigðis- ráðuneytisins, ágætu ljósmæður! Það er mér heiður að vera hér með ykkur við upphaf 18. ráðstefnu og á sextugasta afmæli Norðurlandasamtaka ljósmæðra. Ég óska okkur öllum innilega til hamingju með afmælið. Sextíu ár sem hafa einkennst af samheldni og samvinnu yfir landamæri Norðurlanda, ár sem hafa verið nýtt til að berjast fyrir betri menntun ljósmæðra, betri vinnuaðstæðum, ásættanlegum launum, viðurkenningu á réttindum ljósmæðra til að starfa innan Norðurlandanna og samvinnu um kennara- og nemendaskipti svo ein- hver dæmi séu tekin. En ekki síður til þess að berjast fyrir þeim sjálfsögðu réttindum kvenna að hafa aðgang að fagþekkingu og umönnun ljósmæðra á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Það er sannarlega freistandi að líta um öxl og huga að því hverju við höfum áorkað og hvað hefur breyst eða kannski ekki! Árið er 1949 og það er ráðstefna í Esb- jerg. Til eru heimildir um samstarf ljósmæðra á Norðurlöndunum allt frá 16. öld og þeirri hugmynd er varpað fram að kannski sé núna tímabært að búa til vettvang fyrir formlegt samstarf milli landanna. Þessari hugmynd var afar vel tekið og hlaut hljómgrunn meðal ljósmæðra og í kjölfarið eru stofnuð Norður- landasamtök ljósmæðra –Nordisk jordmor- forbund (NJF) árið 1950 á fyrstu sameigin- legu ráðstefnu ljósmæðra landanna sem haldin var í Svíþjóð það ár. Þetta ár eru íbúar Íslands um það bil 144 þúsund en við erum í dag tæplega 320 þús- und. Árið 1950 erum við frekar einangruð og það var tímafrekt og dýrt að ferðast erlendis,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.