Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 79

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2011, Blaðsíða 79
 79júlí 2011 • Ljósmæðrablaðið langar vaktir, við sátum oft einar yfir, það var ekki vandamálið. En svo þegar ég fór út á land nokkrum árum seinna og var þá ekki orðin hjúkrunarfræðingur, oft læknislaus og engin í héraðinu, þá vantaði mig rosalega mikið, jafnvel þó að ég væri að sinna ófrísk- um konum. Ólafía: Mér fannst ég alveg vera vel undirbúin, ég var hjúkrunarfræðingur með starfsreynslu, ég hefði ekki viljað fara í þetta nám án þess að vera með þá reynslu á bak- inu. Núna er svo miklu meira um sjúkdóma í kringum meðgöngur, bæði af því að menn- ingin hefur breyst og líkamlegt ástand fólks. Jú, mér fannst ég vera vel undirbúin undir það að vera í fæðingum og vinna á spítal- anum eftir þessi 2 ár. Guðrún: Já ég er sammála þessu. Maður þekkti nokkrar sveitaljósmæður t.d. sú sem tók á móti okkur systkinunum, ég náði að kynnast henni, hún var algjör drottning í sveitinni, þannig að maður var stoltur af því að vera í sömu stétt, þó að maður stæði nú ekki undir nafni með það. Þær voru bara, held ég, ekki að hafa rosalegar áhyggjur, þær bara mættu á staðinn og voru. Einu sinni var ljósmóðirin kominn inn á bæ lengst inn í sveit og barnið var í sitjanda „ææ” þá bara gengur það vel eða kannski gengur það ekki vel, það var bara ekkert annað í stöðunni, mjög mikið æðruleysi. Þær voru með héraðslæknana sem voru miklu van- ari en héraðslæknarnir núna, þeir eru ekki svona stoð og stytta fyrir ljósmæðurnar eins og hinir voru þá. er þessi ofboðslega nánd í starfinu sem er kannski ekki eins mikið af í hjúkrun, kannski hvergi í hjúkrun – við [ljósmæður] förum bara inní landhelgi fólksins. Þó að þetta hafi ekki verið draumur hjá okkur þá er það hjá mjög mörgum, þetta er bara starf sem það hefur dreymt um að ætla að verða, yndislegt og fallegt starfsheiti, við erum bara svo stoltar og hlýjar í hjartanu að vera ljósmæður, ég held það. Ólafía: Viðbrögð fólks við því þegar maður segir að maður sé ljósmóðir eru þannig að maður fyllist stolti, þetta er forréttinda starf. Maður fær að taka þátt í mestu gleði fólks og stundum mestu sorg, það eru líka forrétt- indi að taka þátt í því og reyna að gera það vel líka. Hvernig fannst ykkur námið svo búa ykkur undir starfið, hvernig var tilfinningin að stíga sín fyrstu skref í starfi? Guðrún: Í raun og veru vel miðað við það að vinna á Landspítalanum, þar sem maður var með þennan þægindahring í kringum sig, ég man ekki eftir öðru. Ég gekk með barn seinna árið, sem var alveg örugglega vaxtarskert og ég þyngdist ekkert, oft ban- hungruð og vann eins og brjálæðingur, ég man aldrei eftir að nokkur gerði athuga- semdir við það. Ég fékk svo 3ja mánaða fæðingarorlof og byrjaði svo að vinna á fullu aftur, ég var ágætlega undir það búin. Þetta var bara harðsvíruð vinna og rosaleg þjálfun, mjög ósátt við það, það var ekki mikið talað um evidance base og gagnrýna hugsun. Það var bara prófessorinn sem setti lög og hann setti fram allar vinnureglur, allar verklags- reglur líka, allt var bara með hans stöfum. Við nemarnir höfðum varla málfrelsi, það var talsverð stéttaskipting, t.d. þá borðuðum við aldrei með ljósmæðrunum. Ólafía: Ég útskrifaðist árið 2003 sem hjúkr- unarfræðingur og byrjaði aftur í skóla árið 2008, mér fannst það mjög erfitt. Mér fannst námið mjög erfitt, alveg rosalega krefjandi, og að koma sér aftur inn í þennan skólagír var líka erfitt. Ég hefði alveg viljað hafa meira um barnalækningar, það sem okkur var kennt í hjúkrun. En ef á heildina er litið þá hefði ég ekki breytt neinu nema kannski skipulaginu. Ég var nú mjög ánægð með verknámið, ég var með mjög góðar umsjóna- ljósmæður, ein sagði einmitt við mig eftir fyrstu fæðinguna mína því að ég ætlaði ekki að skrifa hana á mig „góða vertu ekki svona hörð við sjálfa þig” Ég hugsaði þessi orð oft. Mér fannst allir kennarar mjög faglegir sem að við vorum með, mér fannst vera vandað valið við það. Lausnarleitaverkefnin fannst mér alveg rosalega góð, þá varð þetta meira lifandi, það var öðruvísi en það sem maður var vanur úr hjúkrun, mér fannst það mjög skemmtilegt. Námið var alveg 2 ár, með 1 mánuð í sumarfríi þannig að þetta er mikil keyrsla. Það sem kom mér á óvart var hvað ég var ofsalega stolt þegar ég var búin með þetta, mér fannst ég hafa áorkað svo miklu. Það sem eiginlega stendur upp úr eftir þetta er hvað mér fannst námið gefa mér mikið og gott sjálfstraust, maður þurfti svo mikið að skoða sinn innri mann og endalaust að vera að skoða hvað maður var að gera og hvernig maður hefði mátt bæta þetta. Munurinn á okkur Guðrúnu er að ég og mínar skólasyst- ur erum allar orðnar eldri og með einhverja starfsreynslu, flestar vorum við með frekar langa starfsreynslu og breiður aldurshópur. Svo fannst mér þetta systrasamband mjög sérstakt, mér finnst það mjög jákvætt, það er svona eining meðal hollsystranna og líka meðal ljósmæðra almennt. Hvað ætli það sé sem gerir það svona sér- stakt, þetta samband og þessi eining? Guðrún: Þetta er fámenn stétt, við þekkj- umst eiginlega allar. Ljósmæður vinna í raun alveg gjörólík störf að sumu leiti, það Guðrún G. Eggertsdóttir og Ólafía Aradóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.