Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 6
6 Ljósmæðrablaðið - desember 2011 ÚTDRÁTTUR Tíðni heimafæðinga á Íslandi hefur aukist hratt á síðustu árum í kjölfar sögulegrar lægðar í lok síðustu aldar. Ekki hefur verið gerð fræðileg rannsókn á útkomu heimafæðinga á Íslandi. Í greininni er lýst forrannsókn á samanburði á útkomu fyrirfram ákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga hjá sambærilegum hópi hraustra kvenna. Samkvæmt hugmyndafræði ljósmæðra um fæðingu sem lífeðlislegt ferli, sem liggur rann- sókninni til grundvallar, ætti heimafæðing að vera valkostur fyrir heilbrigðar konur með eðlilega meðgöngu að baki. Niðurstöður nýlegra, erlendra rannsókna hafa gefið til kynna að útkoma fyrirfram ákveðinna heimafæðinga sé betri en útkoma sjúkrahúsfæðinga hvað varðar inngrip og heilsufar móður og barns en ekki sé marktækur munur á tíðni burðarmáls- dauða. Rannsóknaraðferð var megindleg með aftur- virku tilfella-viðmiðasniði. Í tilfellahópi var hentugleikaúrtak 39 heimafæðinga úr þýði allra heimafæðinga á Íslandi á árunum 2005-2009. Í viðmiðahópi var markmiðsúrtak 39 sjúkrahús- fæðinga sem pöruðust við heimafæðingar og voru úr þýði án frábendinga fyrir heimafæðingu. Unnið var úr gögnum með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, Kí-kvaðratprófum, Wilcoxon- prófum og Fisher’s-prófum. Niðurstöður þessarar forrannsóknar leiddu í ljós góða útkomu móður og barns í báðum rannsóknarhópum. Tíðni inngripa var marktækt lægri hjá heimafæðingarhópi þótt til þeirra teldust fæðingar sem lauk á sjúkrahúsi. Apgar- stig 5 mínútum eftir fæðingu voru marktækt betri hjá börnum sem fæddust heima. Niðurstöður íslensku forrannsóknarinnar samræmast niður- stöðum nýlegra, erlendra rannsókna á útkomu heimafæðinga. Þörf er á frekari rannsóknum sem ná til stærri rannsóknarhópa og skoða þætti sem geta haft áhrif á útkomu heimafæðinga, eins og búsetu, flutning og starfsreynslu ljósmóður. Lykilorð: Útkoma, fyrirfram ákveðin heimafæðing, fyrirfram ákveðin sjúkrahús- fæðing, ljósmóðir. ABSTRACT The Icelandic home birth rate has increased rapidly in recent years following a historic low point in the 90‘s. The outcome of home births in Iceland has not been the subject of scientific research. This article describes a pilot study comparing the outcome of planned home and hospital births in comparable groups of healthy women. According to the study‘s contextual background in midwifery ideology, regarding labor and birth as a physiological process, home birth should be an option for healthy women with a normal pregnancy. Recent studies in other countries have shown less interventions and health problems of mothers and babies in planned home births compared to hospital births. No statistic differences in perinatal deaths have been detected. The study method had a quantitative, retro- spective case-control design. Cases were 39 home births chosen by convenience sampling from a population of all home births in Iceland in 2005-2009. Controls were a purposive sample of 39 matched hospital births from a population of women without contra-indications for home birth. Data was processed using descriptive and inferential statistics, Chi-squared, Wilcoxon- tests and Fisher’s tests. This pilot study’s results showed good outcome for mothers and babies in both research groups. Intervention rate was significantly lower in the home birth group, which included births in hospital after transfer. Five minute Apgar Að fæða heima – áhætta eða ávinningur? Samanburður á útkomu fyrirfram ákveðinna heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga á Íslandi 2005-2009: Afturvirk forrannsókn með tilfella-viðmiðasniði Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir M.Sc Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins, Efstaleiti og Hlíðar, Heilsugæslan Lágmúla, Fæðingadeild Landspítalans Alexander Kristinn Smárason fæðingalæknir PhD, DPhil, FRCOG, dósent við Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri. Yfirlæknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri, kvennadeild R I T R Ý N D G R E I N Ólöf Ásta Ólafsdóttir ljósmóðir PhD lektor við Hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands, forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Landspítala RannsóknFyrirspurnir: Berglind Hálfdánsdóttir bugsy@internet.is

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.