Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 9
9Ljósmæðrablaðið - desember 2011 sem helst ógnar lífi og heilsu fæðandi kvenna á heimsvísu, er marktækt minni í fyrirfram ákveðnum heimafæðingum en fyrirfram ákveðnum sjúkrahúsfæðingum (Hutton o.fl., 2009; Janssen o.fl., 2009; Lindgren o.fl., 2008). Eftir heimafæðingu eru marktækt meiri líkur á heilli spöng hjá konum og þær konur fá síður 3˚ eða 4˚ rifur, sem geta haft langvarandi áhrif á líf þeirra og líðan (Hutton o.fl., 2009; Janssen o.fl., 2009; Kennare o.fl., 2010; Lindgren o.fl., 2008). Að auki eru marktækt minni líkur á hita eða æða- og fellibelgsbólgu (Janssen o.fl., 2009; Wax, Pinette o.fl., 2010). Inngrip í fæðingu Líkt og gert er í þessari rannsókn skilgreina nýlegar erlendar rannsóknir heimafæðingar sem slíkar þótt þeim hafi lokið á sjúkrahúsi eftir flutning. Þar geta átt sér stað inngrip hjá þessum hópi ekki síður en samanburðarhópnum. Rannsóknir eru einróma varðandi tíðni inngripa í fæðingu. Marktækt sjaldnar er hróflað við náttúrulegu fæðingarferli með framköllun eða örvun fæðingar þegar heimafæðing er fyrir- fram ákveðin. Konur þurfa einnig marktækt síður á verkjalyfjum að halda (Hutton o.fl., 2009; Janssen o.fl., 2009; Wax, Pinette o.fl., 2010). Fósturhjartsláttarsíritun er marktækt minna notuð í heimafæðingarhópunum og marktækt færri af þessum fæðingum lýkur með spangarklippingu, áhaldafæðingu eða keisarafæðingu. Þessar þrjár leiðir til að flýta fyrir lokum fæðingarinnar eru þær breytur þar sem hvað oftast kemur fram marktækur munur milli hópa í niðurstöðum rannsókna (Hutton o.fl., 2009; Janssen o.fl., 2009; Johnson og Daviss, 2005; Kennare o.fl., 2010; Lindgren o.fl., 2008). AÐFERÐAFRÆÐI Rannsóknarsnið Tilraunasnið, sem talið er gefa áreiðan- legastar skýringar á orsakasambandi breyta, krefst slembiskiptingar í meðferðarhóp og samanburðarhóp. Sá hópur kvenna sem væri tilbúinn að láta velja fyrir sig fæðingarstað með tilviljunarröðun er ekki stór (Hendrix o.fl., 2009). Ein af forsendum siðferðislega réttlætan- legrar rannsóknar er að valda þátttakendum ekki óþægindum eða skaða (Polit og Beck, 2008). Því verður að leita sniðs sem ekki er tilraunasnið þegar um þetta rannsóknarefni er að ræða. Þar sem skoðaðar voru heimafæðingar sem þegar hafa átt sér stað var notast við afturvirkt snið. Samanburður við sjúkrahúsfæðingar var lykilatriði og því valin fylgnirannsókn frekar en lýsandi rannsókn. Rannsóknarsniðið sem varð fyrir valinu er tilfella-viðmiðasnið, sem er aftur- virk fylgnirannsókn, ekki með tilraunasniði. Þátttakendur Í forrannsókn var aflað gagna um 78 fæðingar. Tilfellahópur 39 heimafæðinga var valinn úr þýði um 350 fæðinga sem afmarkast af öllum neðangreindum forsendum: 1. Fyrirfram var ákveðið að fæðingin færi fram í heimahúsi. 2. Ljósmóðir samþykkti fyrirfram að taka að sér umönnun konu í heimafæðingunni. 3. Ákvörðun um heimafæðingu var ekki endur- skoðuð áður en fæðing hófst. 4. Fæðingu lauk í heimahúsi, á sjúkrahúsi, eða meðan á flutningi á sjúkrahús stóð. 5. Fæðingin fór fram á Íslandi á árunum 2005- 2009. Notkun slembiúrtaks hefði styrkt niðurstöður en aukið umfang forrannsóknar til muna, þar sem gögn um heimafæðingar eru handskráð og vistuð víða um landið. Þar sem til stendur að safna gögnum um allt þýði heimafæðinga í framhaldsrannsókn var í þessum áfanga notast við hentugleikaúrtak af höfuðborgarsvæðinu. Viðmiðahópur sjúkrahúsfæðinga var mark- miðsúrtak úr þýði kvenna sem höfðu ákveðið fyrirfram að fæða á sjúkrahúsi á árunum 2005- 2009, án þess að til staðar væru frábendingar fyrir heimafæðingu sem settar eru fram í Leiðbeiningum um val á fæðingarstað (Land- læknisembættið, 2007). Ein kona var í viðmiðahópi fyrir hverja konu í tilfellahópi, alls 39. Leitað var að þeirri konu sem fæddi næst á eftir hverri heimafæðingu og var sambærileg konu í rannsóknarhópi varðandi fimm pörunarbreytur: búsetu, aldur, hjúskaparstöðu og fjölda fyrri fæðinga móður, og fæðingarár barns. Með útilokun og pörun var leitast við að auka bæði innra og ytra réttmæti rannsóknarinnar (Polit og Beck, 2008). Mælitæki Þessi rannsókn er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Við þróun mælitækis var stuðst við norskan atriðaorðalista Ellenar Blix og félaga sem var þýddur og staðfærður. Með því að vanda til þróunar mælitækisins var reynt að auka áreiðanleika þess (Polit og Beck, 2008). Ýmsum bakgrunnsbreytum var safnað til viðbótar við pörunarbreyturnar. Hugmyndin með slíkri upplýsingasöfnun er að skapa möguleika á nánari gagnagreiningu á síðari stigum og auka með því gildi gagnasafnsins. Útkomubreytur rannsóknarinnar voru flokkaðar eftir því hvort þær sneru að fæðingu, móður eða barni (tafla 1). Þrjár aðgreiningarbreytur skráðu flokkun fæðingarstaðar við upphaf fæðingarþjónustu, fæðingu barns og lok fæðingarþjónustu (Land- læknisembættið, 2007). Aðgreiningarbreyturnar skiptu þátttakendum í rannsóknarhópa og munu gefa kost á að rannsaka áhrif flutnings þegar kemur að framhaldsrannsókn. Í þeirri rannsókn stendur einnig til að kanna áhrif starfsreynslu ljósmæðra á útkomu heimafæðinga og voru því skilgreindar þrjár breytur sem meta starfs- reynslu. Framkvæmd Persónuvernd og Vísindasiðanefnd veittu leyfi fyrir framkvæmd forrannsóknar og fram- Mynd 1: Fjöldi heimafæðinga á Íslandi á árunum 1990 til 2009 Fæðing Móðir Barn fæðingarmáti blæðing eftir fæðingu Apgar eftir 1 mínútur ástæða flutnings rifa á spangarsvæði Apgar eftir 5 mínútur bráðleiki flutnings spangarklipping Apgar eftir 10 mínútur tímasetning flutnings rifa í leggöngum þörf fyrir endurlífgun rifa á leghálsi vökudeildarinnlögn oxytocinörvun heilsufarsvandamál barns blóðgjöf hjá móður hvort barn lést innan viku mænurótardeyfing heilsufarsvandamál móður Tafla 1: Útkomubreytur flokkaðar eftir viðfangsefni

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.