Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 10
10 Ljósmæðrablaðið - desember 2011 lífgun eftir fæðingu (tafla 4). Sex börn flokkast með heilsufarsvandamál eftir heimafæðingu. Tvö voru léttburar, tvö þurftu meðferð vegna nýburagulu, eitt fékk augnsýkingu og eitt fór í skammtímaeftirlit á vökudeild út af stunum eftir fæðingu sem lokið hafði á sjúkrahúsi. Ljósmóðir hafði ákveðið flutning eftir að í ljós kom að legvatn var litað. Fimm börn í sjúkra- húsfæðingahópi teljast hafa átt við heilsufars- vanda að stríða eftir fæðingu. Tvö voru létt- burar, eitt þurfti meðferð vegna nýburagulu, eitt fékk augnsýkingu og eitt fæddist með op milli hjartahólfa. Í sumum eldri rannsóknum eru Apgarstig meðhöndluð sem jafnbilabreyta þótt í raun séu þau raðbreyta. Því var ákveðið að skoða breytuna á báða vegu. Ekki var marktækur munur á hlut- falli barna sem náð hafði 7 Apgarstigum við 5 mínútur. Hins vegar var marktækt hærra hlut- fall barna sem hafði náð 9 Apgarstigum við 5 mínútur eftir heimafæðingu (α=0,05; p=0,028). Einnig var meðaltal 5 mínútna Apgarstiga hærra eftir heimafæðingu þegar breytan var skilgreind sem jafnbilabreyta (α=0,05; p=0,042) (Mynd 3). UMRÆÐA Í ljósi þessarar forrannsóknar er óhætt að taka undir niðurstöður erlendra rannsókna um góða útkomu heimafæðinga. Þótt útkoma beggja rannsóknarhópa sé góð er útkoma heimafæðingarhópsins sýnu betri. Ekki er þjónustustiga á sjúkrahúsi við það að sitjandi uppgötvaðist á grindarbotni. Útkoma mæðra Flestar konur fengu lítinn áverka á spöng, auk þess sem spangarklippingar voru fátíðar. Fjórar konur áttu við heilsufarsvanda að stríða í kjölfar heimafæðingar. Tvær fengu 3° rifu, ein alvarlega blæðingu og ein barnsfararsótt. Níu konur flokkast með heilsufarsvandamál eftir sjúkrahúsfæðingu. Ein fékk 3° rifu, sex alvarlega blæðingu og þrjár fóru í keisaraskurð. Þar af var ein kona sem bæði fór í keisaraskurð og fékk alvarlega blæðingu. Inngripatíðni var marktækt hærri hjá konum sem hófu fæðingu á sjúkrahúsi (tafla 3). Hríðir þeirra voru marktækt frekar auknar með samdráttarlyfinu oxytocin (α=0,05; p=0,018). Konur í sjúkrahúsfæðingahópi þáðu einnig marktækt frekar mænurótardeyfingu til verkjastillingar (α=0,05; p=0,025) (Mynd 2). Ekki var gerður útreikningur á tengslum inngripanna tveggja í þessum litla rann- sóknarhópi. Munur á fjölda kvenna sem fékk alvarlega blæðingu var áberandi, þótt hann væri ekki marktækur miðað við marktektarmörk rannsóknar (α=0,05; p=0,054). Útkoma barna Enginn burðarmálsdauði varð meðal nýbura í rannsókninni og ekkert barn þurfti endur- haldsrannsóknar. Aðgangur að sjúkragögnum hjá stofnunum og sjálfstætt starfandi ljós- mæðrum var tryggður. Leitast var við að hafa í heiðri fjórar meginreglur vísindasiðfræði, sjálf- ræðisregluna, velgjörðarregluna, skaðleysis- regluna og réttlætisregluna (Sigurður Krist- insson, 2003). Upplýsinga um fæðingar var aflað beint úr mæðraskrám kvenna þar sem þær voru vistaðar, ýmist á sjúkrastofnunum eða í vörslu ljós- mæðra. Viðmiðahópur var fundinn með aðstoð Fæðingarskráningar, sem heldur rafræna skrá yfir allar fæðingar á Íslandi. Ljósmæðurnar samþykktu að svara spurningum um starfs- reynslu og var þeirra gagna aflað í samtali rann- sakanda og ljósmæðra. Úrvinnsla gagna Unnið var með upplýsingar í tölfræðiforritinu SPSS. Þar sem ekki var um slembiúrtak að ræða og gildi breyta voru ekki normaldreifð þrátt fyrir að n>30 voru ekki forsendur fyrir T-prófum á jafnbilabreytum. Því var notast við Wilcoxon- próf fyrir háða hópa sem hentar breytum sem ekki eru normaldreifðar (Agresti og Finlay, 2009). Fyrir rað- og nafnbreytur voru gerð Kí- kvaðratpróf þegar skilyrði þess um væntitíðni innreita voru uppfyllt. Þegar svo var ekki var gert viðeigandi einhliða Fisher’s-próf (Agresti og Finlay, 2009). Fyrir breytur sem voru marggildar og uppfylltu ekki skilyrði Kí-kvaðratprófs voru búnar til nýjar tvígildar breytur. NIÐURSTÖÐUR Bakgrunnsbreytur rannsóknarhópanna virtust sambærilegar að mestu leyti. Í flestum tilvikum reyndist heldur ekki vera marktækur munur á útkomu heimafæðinga og sjúkrahúsfæðinga, enda um tiltölulega litla og sambærilega hópa að ræða. Þó kom fram marktækur munur á ákveðnum breytum. Útkoma fæðinga Útkoma fæðinga var góð í báðum hópum. Flestar fæðingarnar voru eðlilegar, án inngripa eða vandamála (tafla 2). Tíðni áhaldafæðinga var 2,6% af heimafæðingum og 5,1% af sjúkra- húsfæðingum. 7,7% sjúkrahúsfæðinganna enduðu með keisaraskurði, en engin fyrirfram ákveðin heimafæðing. Munur á tíðni eðlilegra fæðinga var þó ekki marktækur (α=0,05; p=0,100). Sjö konur, þar af fjórar fjölbyrjur og þrjár frumbyrjur, voru fluttar úr heimahúsi á sjúkrahús í fæðingarferlinu vegna vandamála sem upp komu. Átta konur, þar af tvær fjölbyrjur og sex frumbyrjur, voru fluttar á hærra þjónustustig vegna vandamála í fyrirfram ákveðinni sjúkra- húsfæðingu. Algengasta ástæðan var þörf fyrir aukna verkjastillingu. Ekki var marktækur munur milli hópa. Forsendur útreiknings voru 39 konur, þótt 17 konur hæfu fæðingu á Fæðingargangi, sem er hæsta þjónustustig fæðinga á Íslandi, en 22 í Hreiðrinu. Eini flutningurinn sem taldist bráður varð milli Mynd 2: Mæður - útkomubreytur með marktækum mun Mynd 3: Börn - útkomubreytur með marktækum mun

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.