Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 14
14 Ljósmæðrablaðið - desember 2011 ÚTDRÁTTUR Ýmsir orsakaþættir hafa verið nefndir fyrir því að konur hætta fyrr með börn sín á brjósti en ráðlagt er. Nýlegar heimildir hafa einblínt sérstaklega á breytanlega þætti eða þá sem mögulegt er að hafa áhrif á með þjónustu við konurnar. Einn þessara þátta er sjálfsöryggi mæðra við brjóstagjöf (Blyth o.fl., 2002; Dennis, 2006; McQueen, Dennis, Stremler og Norman, 2011). Með hliðsjón að náms- kenningu Albert Bandura þróaði Dennis (1999) mælitæki um sjálfsöryggi við brjóstagjöf (Breastfeeding Self-Efficacy Scale (BSES) sem sérstaklega var tekið til skoðunar i þessari yfirlitsgrein. Tilgangur greinarinnar var fræðileg skoðun á hugmyndafræðilegum bakgrunni sjálfsöryggiskvarða Dennis og kerfis- bundin skoðun á rannsóknum er fjalla um prófun á og hagnýtt gildi styttri útgáfu mælitækisins BSES-SF. Eftirfarandi gagnagrunnar voru meðal annars skoð- aðir: Ovid, Proquest, Medline, Psycinfo, og Cochrane með aðalleitarorðin brjóstagjöf (breastfeeding) Breastfeeding Self-efficacy og BSES-SF. Önnur leitarorð tengdust meðal annars skýringarlíkani Dennis (Dennis‘s breastfeeding self- efficacy framework), stuðningur (support) lífeðlisfræðilegt og tilfinningalegt ástand (Physiological and emotional responses) og hlutverk ljósmæðra. Rannsóknar- spurningin miðaði að því að skoða hvort þekkingarþróunin renndi stoðum undir hugmyndafræði um sjálfsöryggi, rétt- mæti, áreiðanleika og hagnýtt notagildi mælitækisins. BSES-SF hefur verið þýtt á fjölda tungumála og prófað víðs vegar um heim með góðum árangri. Rann- sóknir eru samhljóma um þá niður- stöðu að sjálfsöryggi við brjóstagjöf hafi forspárgildi um það hve lengi og að hve miklu leiti börn eru höfð á brjósti. Auk þess hafa rannsóknir, meðal annars á Íslandi, bent til þess að mælitækið sé rétt- mætt og áreiðanlegt. Þekkingarþróunin styður við mikilvægi þess að heilbrigðis- starfsfólk beini sjónum að sjálfsöryggi kvenna við brjóstagjöf í þeim tilgangi að styrkja trú þeirra á eign getu til að hafa börnin á brjósti. BSES-SF mælitækið gæti haft hagnýtt gildi sem skimunartæki og auðveldað markvissari þjónustu og stuðning við þær mæður sem mest þurfa á hvatningu og stuðningi að halda við brjóstagjöfina. Lykilorð: Sjálfsöryggi, brjóstagjöf, náms- kenning, Bandura og skýringarlíkan Dennis, hlutverk ljósmæðra. ABSTRACT In order to focus on future interventions to increase breastfeeding duration, resent literature has called for research focusing more on modifiable factors like breastfeed- ing self-efficacy. Using Bandura’s self-effi- cacy theory as a conceptual framework, Dennis and Faux (1999) developed the Breastfeeding Self-Efficacy Scale (BSES) which has been translated into different languages and found to be reliable. The aim of this review was to look into the development of knowledge underpin- ning the validity, reliability and practi- cal usefulness of the BSES and to do a systematic review of research work done to test and validate the short version, BSES –SF. An electronic search was done using databases, like Ovid, ProQuest, Medline, Psycinfo, and Cochrane and the selected keywords were breastfeeding, breastfeed- ing self-efficacy and BSES-SF. Other keywords were also used in relation to breastfeeding self–efficacy like Dennis’s self-efficacy framework, support, physi- ological and emotional responses and the role of midwives. The BSES-SF has been translated into numerous languages, and tested around the world and found to be relieable and valid. Studies on adult and adolescent mothers identified maternal breastfeeding self efficacy both prenatally and postnatally as an important modi- fiable variable in influencing feeding outcomes. The higher the BSES-SF score was, the more likely the mothers were to breastfeed exclusively and the longer they breastfeed their babies. The Icelandic version of BSES-SF is reliable and could be used clinically to screen for women in special need for support during their early breastfeeding experience, leading to a better breastfeeding consultation, more successful breastfeeding outcomes and decreased risk of early discontinuing of breastfeeding. Keywords: Breastfeeding self-efficacy, breastfeeding, Denni‘s framework of breastfeeding self-efficacy and midwives support and consultation INNGANGUR Alþjóðaheilbrigðistofnunin (WHO) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) leggja til að börn nærist eingöngu á brjóstamjólk fyrstu 6 mánuði ævinnar og til tveggja ára aldurs með annarri næringu (World Health Organization, 2011). Niðurstöður íslenskra rannsókna sýna að við getum bætt okkur Sjálfsöryggi mæðra við brjóstagjöf BSES –SF mælitækið Hugmyndafræðilegur bakgrunnur og kerfisbundin skoðun þekkingar Hildur Sigurðardóttir ljósmóðir MSc lektor við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands R I T R Ý N D G R E I N RannsóknFyrirspurnir: Hildur Sigurðardóttir hildursig@hi.is

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.