Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 16
16 Ljósmæðrablaðið - desember 2011 vanlíðan þeirra dregur frekar úr skynjun þeirra á sjálfsöryggi í foreldrahlutverkinu. Ystrom og félagar (2008), mældu neikvæða hluttekningu eða erfitt skapferli mæðra (negative affectivity) (NA) og almennt sjálfsöryggi (GSE) á meðgöngu og eftir fæðingu og skoðuðu áhrif á stöðu brjóstagjafa kvenna við 6 mánaða aldur barnanna. Rannsóknin náði til 27,753 norskra kvenna. Við úrvinnslu gagna var notuð fjölbreytu aðhvarfsgreining. Þegar útilokuð voru áhrif annarra breyta, svo sem aldurs, keisarafæðinga, fyrir- burafæðinga og menntunar mæðra kom í ljós að aukið sjálfsöryggi (GSE) dró úr líkum á því að konur gæfu börnunum pela samanborið við brjóstagjöf eingöngu en breytti litlu varðandi blandaðar brjósta- og pelagjafir. Hærra NA gildi spáði fyrir um aukna tíðni blandaðra brjósta- og pelagjafa og pelagjafa eingöngu samanborið við brjóstagjöf eingöngu. Þessi rannsókn styður á óyggjandi hátt kenningu Bandura og hugmyndalíkan Dennis um neikvæð áhrif streitu og erfiðs skapferlis eða neikvæðrar hluttekningar mæðra á gang brjóstagjafa. Auk þess styður mæling á almennu sjálfsöryggi (GSE) fyrri niðurstöður um forspárgildi sjálfsöryggis á þá tímalengd sem börn eru höfð á brjósti. Rannsóknin styður jafnframt það sjónarmið að æskilegt sé að skima fyrir lágu sjálfsöryggi kvenna á meðgöngu og styðja sérstaklega við bakið á þeim sem næmar eru fyrir áhrifum tilfinn- ingalegs álags. Dennis (2006) setti fram skýringalíkan til þess að spá fyrir um þætti sem áhrif hafa á sjálfsöryggi mæðra við brjóstagjöf fyrstu vikuna. Endanlegt úrtak rann- sóknarinnar náði til 522 kvenna. Þrátt fyrir að margar breytur sýndu marktæk tengsl við sjálfsöryggi við brjóstagjöf þá kom í ljós að færri þeirra virtust hafa forspárgildi þegar fjölbreytu aðhvarfs- greiningu var beitt. Eftir stóðu átta breytur sem saman höfðu marktæk áhrif á breyti- leika BSES stiga um sjálfsöryggi mæðra við brjóstagjöf (Dennis, 2006). Þættirnir átta voru eftirfarandi: Af lýðfræðilegum breytum virtist eingöngu menntun mæðra skipta máli til að spá fyrir um sjálfsöryggi við brjóstagjöf. Þetta samræmist öðrum rannsóknum svo sem íslenskri rann- sókn Mörgu Thome og félaga (Thome o.fl., 2006), þar sem í ljós kom að minni menntun mæðra leiddi líkum að því að þær hættu fyrr með börnin á brjósti eingöngu. Nokkrar rannsóknir hafa þó ekki sýnt fram á tölfræðilegan mun á sjálfsöryggisstigum við brjóstagjöf eftir menntunarstigum (Gregory o.fl., 2008; Hildur Sigurðardóttir, 2010; Wutke og Dennis, 2007; Zubaran o.fl., 2010). Bandura (1997) bendir einmitt á að menntun þurfi ekki alltaf að endur- spegla þekkingu á ákveðnu sviði og því sé líka mikilvægt að mæla sjálfsöryggi sérhæft í stað þess að mæla almennt sjálfsöryggi. Af breytum um félagslegan stuðning spáði skynjaður stuðningur frá öðrum mæðrum fyrir um BSES stig. Hér að framan er greint frá áhrifum fyrirmynda á skynjað sjálfsöryggi mæðra við brjóstagjöf og stuðningur hjálparmæðra eða stuðningshópa mæðra nefndur sem dæmi árangursríkar leiðir til þess að hafa jákvæð áhrif á sjálfsöryggi. Þetta samræmist niðurstöðum Dennis þar sem stuðningur annarra mæðra hafði marktæk forspárgildi fyrir sjálfsöryggi við brjóstagjöf. Einnig er hér mögulegt að sannfæringarkraftur mæðranna hafi haft einhver áhrif. Hvað við kom fæðingarreynslu kom í ljós að ef konurnar voru sáttar við verkja- meðferð í fæðingu, umönnun í sængurlegu, og tegund fæðingar komu fram marktækt hærri heildarmeðalstig á BSES sem þýðir að þessir þættir spáðu fyrir um aukið sjálfsöryggi. Þetta samræmist niður- stöðum fyrri rannsókna (Lowe, 2000). Mæður sem gengust undir keisaraskurð höfðu minna sjálfsöryggi við brjóstagjöf miðað við konur er fæddu um fæðingarveg sem hugsanlega endurspeglar sálræn og líkamleg áhrif keisarafæðingar á konurnar fyrstu vikuna eftir fæðingu. Einnig var athyglisvert að ánægja með verkjameð- ferð í fæðingu skyldi einnig spá fyrir um sjálfsöryggi við brjóstagjöf og er spurning hvort ástæðuna megi rekja til sálrænna áhrifa svo sem verkjaupplifunar kvennanna (Dennis, 2006). Skynjun móðurinnar á því hvernig brjóstagjöfin gekk hafði mesta forspárgildið á sjálfsöryggi. Ásetningur mæðranna eða áætlaður tími um lengd brjóstagjafar hafði einnig marktæk tengsl við hærri stig sjálfsöryggis á BSES. Samkvæmt Bandura (1997) þá getur jákvætt og hvetjandi hugar- ástand einstaklinga, eða eigin sannfæringar- kraftur, haft áhrif á skynjað sjálfsöryggi. Til dæmis túlkar einstaklingurinn árangur gjörða sinna og metur út frá því hæfni sína til þess að takast á við ákveðin verkefni. Þetta samræmist niðurstöðu Dennis um að jákvæð skynjun móður- innar á brjóstagjöfinni hafði forspárgildi á sjálfsöryggi við brjóstagjöf (Dennis, 2006). Einnig kemur fram hjá Bandura (1994) að skynjað sjálfsöryggi hefur áhrif á þau markmið sem einstaklingurinn setur sér og að þeir sem hafa meiri trú á eigin getu setji sér háleitari markmið og leggi meira á sig til þess að ná þeim. Þetta gæti skýrt hvers vegna konur sem setja sér markmið um lengri tímalengd brjóstagjafar virðast vinna frekar í þá átt að ná markmiðum sínum (Blyth o.fl., 2004; Hildur Sigurðardóttir, 2010; Tokat, Okumus og Dennis, 2008). Þegar þættir er vörðuðu aðlögun móður að breyttum aðstæðum voru skoðaðir kom í ljós að mæling á kvíða hafði marktækt forspárgildi um sjálfsöryggi við brjóstagjöf og samræmist það vel kenningu Bandura. Bandura (1994) bendir á að samband sé á milli kvíða og sjálfsöryggis þannig að ef einstaklingur er kvíðinn skynjar hann síður getu sína til þess að takast á við ákveðin verkefni (Dennis, 2006, Ystrom, Niegel, Klepp og Vollrath, 2008). Í ljós kom í íslenskri rannsókn (n=118) 2008 að konur sem áttu í einhverjum erfiðleikum með brjóstgjöf voru með marktækt lægra sjálfsöryggi við brjóstagjöf (P<0.001). Þau vandamál sem höfðu áberandi áhrif voru: skynjun mæðra á of lítilli mjólkurmyndun (P<0,001) og verkir í geirvörtum án sára (P<0,001) (Hildur Sigurðardóttir, 2010). Það sem var meðal annars athyglis- vert við niðurstöður rannsóknar Dennis (2006) var að þrátt fyrir að fyrri reynsla af brjóstagjöf hefði marktæk tengsl við sjálfsöryggi við brjóstagjöf þá virtist fjöldi barna ekki hafa ráðandi áhrif í líkaninu. Þetta gefur til kynna að aðrar undirliggjandi breytur óháðar fyrri reynslu skýri þarna áhrif á sjálfsöryggi. Hugsanlegt er að neikvæð fyrri reynsla hafi einnig eitthvað að segja. Í rannsókn Oriá og félaga (2009) kom einmitt fram að fjöldi barna hafði ekki marktæk áhrif á sjálfsöryggi við brjóstagjöf en árangursrík brjóstagjafarreynsla gaf marktækt hærri sjálfsöryggissig miðað við erfiða reynslu. Í íslenskri rannsókn frá 2008 kom í ljós að fjölbyrjur höfðu marktækt meira sjálfsöryggi við brjóstagjöf en frumbyrjur en fjöldi barna hafði samt ekki marktæk áhrif á sjálfsöryggi við brjóstagjöf (Hildur Sigurðardóttir, 2010). AÐFERÐ Í þeim tilgangi að öðlast dýpri sýn á hugtakaþróun um sjálfsöryggi við brjóstagjöf, var rýnt í rannsóknir er skoða hugtakið og hugmyndafræðilegan bakgrunn, prófanir og hagnýtt gildi sjálfsöryggiskvarða Dennis, BSES- SF. Fræðileg skoðun á rannsóknum um hugtakið sjálfsöryggi við brjóstagjöf er gerð í þeim tilgangi að skoða tengsl breyta við hugtakið og meta hvernig rannsóknir styðja hugmyndafræði Dennis og þann þekkingar- grunn sem BSES-SF kvarðinn er byggður á (Broome, 2000). Eftirfarandi gagnagrunnar voru einkum notaðir: Ovid, Proquest, Medline , Psycinfo og Cochrane. Gerð var kerfisbundin skoðun á rannsóknargreinum sem fjölluðu um styttri útgáfu mælitækis Dennis BSES-SF og helstu upplýsingarnar um niðurstöður rannsókna settar fram í gagnatöflu (sjá töflu 1) í þeim tilgangi að skrá niður og gefa yfirlit yfir helstu niður- stöður prófana á mælitækinu (Broome, 2000). Þær niðurstöður sem settar voru fram í yfirlitstöfluna voru m.a. stærð úrtaka, áreiðanleiki mælitækis og niðurstöður er sneru að hugtaka og hugsmíðsréttmæti kvarðans (sjá töflu 1). Helstu leitarorðin voru: Breastfeeding self efficacy, BSES-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.